Fleiri fréttir

Hafnarfjörður verði rekin með hagnaði á næsta ári

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir að bæjarfélagið verði rekið með hagnaði á næsta ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er áætluð jákvæð um 401 milljónir kr. en til samanburðar má gera ráð fyrir hallarekstri upp á tæpa 2 milljarða kr. í ár.

Mikil eftirspurn eftir verbúðaplássi við Grandagarð

Faxaflóahafnar auglýsa í dag verbúðir við Grandagarð og Geirsgötu til leigu. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að mikil eftirspurn hafi verið í dag eftir þessum plássum enda staðsetning þeirra talin mjög góð í borginni.

Skyr selst stöðugt betur í Danmörku

Skyr selst stöðugt betur í Danmörku og allar horfur eru á að söluaukningin í ár nemi um 5% miðað við árið í fyrra. Fjallað er um málið á vefsíðu Landssambands kúabænda (LK).

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs lækkar að nýju

Eftir töluverða hækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins í síðustu viku þegar álagið til fimm ára fór upp í 461 punkta (mæling CMA 10. desember s.l.) hefur það lækkað lítillega og stendur nú í 436 punktum.

Staðlað samkeppnismat verði skylda hjá stjórnvöldum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag beint því til forsætisráðherra að stuðla að því að stjórnvöldum verði gert skylt að framkvæma staðlað samkeppnismat í tengslum við undirbúning að setningu laga og stjórnvaldsfyrirmæla.

Applicon þróar kerfi fyrir sænska banka

Nýherjafélagið Applicon hefur í samvinnu við systurfélag sitt í Svíþjóð þróað sérhæft kerfi fyrir regluverði banka. Kerfið, sem nefnist PeTra, tryggir öruggt verklag og eftirlit með verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og starfsmanna opinberra stofnana. Kerfið er meðal annars í notkun hjá nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda, meðal annars Nordea, SEB bankinn og Carnegie.

Norðmenn og Svíar lána ekki fyrr en Icesave er lokið

Norðmenn og Svíar vilja ekki lána Íslendingum nema fyrir liggi niðurstaða í Icesave málinu. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks.

Byr bjargað á fundi með kröfuhöfum

Fjármálaráðuneytið fundaði í gær með stjórnendum Byrs sparisjóðs, ásamt ráðgjöfum beggja aðila og fulltrúum kröfuhafa. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu náðist mikilvægur áfangi í þá átt að starfsemi Byr héldi áfram og að fjárhagslegar stoðir sparisjóðsins yrðu styrktar.

Heildaraflinn minnaði um 13% milli ára í nóvember

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í nóvember 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 3,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði.

Góðgerðarsjóðir á bakvið stærsta köfuhafann í Glitni

The Irish Times greinir frá því í dag að Burlington Loan Management sé meðal kröfuhafa í Glitni en Burlington er staðsett í Dublin. Blaðið átti í erfiðleikum með að finna út eignarhaldið á Burlington en komst næst því að Burlington sé í eigu þriggja góðgerðarsjóða.

Átta óskuldbindandi tilboð bárust í Skeljung

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist átta óskuldbindandi tilboð í 49 prósenta hlut í Skeljungi ehf. og tengdum félögum en umræddur hlutur var settur í opið söluferli í lok nóvember sl.

Magma ætlar að auka orkuvinnslu HS Orku um 230 MW

Magma Energy er með áform uppi um að auka orkuvinnslu HS Orku um 230 MW fram að árinu 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar í Kanda þar sem greint var frá því að búið sé að ganga frá kaupum Magma á 32,32% hlut í HS Orku.

Bresk bæjar- og sveitarfélög hóta málsókn gegn Glitni

Bresk bæjar- og sveitarfélög hóta nú því að höfða mál gegn slitastjórn Glitnis félögin óttast að 150 milljónir punda, eða rúmlega 30 milljarðar kr., verði ekki endurgreidd. Þetta fé var á innlánsreikningum þessara félaga í Glitni.

Obama leggur bankamönnum línurnar

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt að stærstu bönkum landsins að þeir auki lán sín til lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að örva atvinnulífið. Obama hitti bankaforkólfana á óformlegum fundi í gær og þar benti forsetinn á að bankarnir hefðu fengið gríðarlega aðstoð frá ríkinu síðustu misserin og að nú væri komið að skuldadögum.

Samkomulag við AGS um aðra endurskoðun

Vonir standa til að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti fullgilt aðra endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda í janúar. Skuldir ríkis og þjóðar eru lægri en áður var gert ráð fyrir. Dregið er úr samdrætti ríkisins á næsta ári.

AGS gerir ráð fyrir hagvexti á næsta ári á Íslandi

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem steðji að íslensku efnahagslífi sé kreppan á Íslandi mildari en búist var við upphaflega. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði árið 2010.

Um 2000 sækja um lækkun bílalána hjá Íslandsbanka

Um 2000 viðskiptavinir Íslandsbanka fjármögnunar hafa óskað eftir höfuðstólslækkun vegna bílalána, en hægt er að sækja um höfuðstólslækkun vegna bílalána í erlendri mynt og verðtryggðum krónum. Þá hafa um 900 viðskiptavinir sótt um greiðslujöfnun vegna erlendra bílalána hjá bankanum.

AGS: Erlendar skuldir á bilinu 307-350%

Erlendar skuldir einkaaðila eru hærri en áður var talið, og því er skuldahlutfall Íslands hærra en það var við fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Liggur það á bilinu 307-350% af landsframleiðslu.

Níu sprotafyrirtæki fengu viðurkenningu

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, veitti níu sprotafyrirtækjum viðurkenningu fyrir hönd Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og Háskólans í Reykjavík sem var verið að brautskrá úr Viðskiptasmiðjunni - Hraðbraut nýrra fyrirtækja.

Gylfi ánægður með árangurinn af heimsókn AGS

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra er ánægður með árangurinn ef heimsókn sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) til Íslands. Heimsóknin var liður í annarri endurskoðun sjóðsins á framkvæmd efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og AGS.

Gengi krónunnar stöðugt á yfirstandandi ársfjórðungi

Gengi krónu hefur fremur lítið breyst það sem af er síðasta fjórðungi ársins og flökt á gengi evru gagnvart krónu hefur verið með minnsta móti, þrátt fyrir að inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafi engin verið síðan í fyrstu viku nóvembermánaðar.

GGE: Nýr forstjóri og eignir seldar

Stjórn Geysis Green Energy hefur, í samráði við viðskiptabanka félagsins, tekið ákvörðun um að vinna markvisst að lækkun skulda félagsins með sölu eigna þess á næstu misserum. Í tengslum við þá stefnumótun hefur Ásgeir Margeirsson ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins. Alexander K. Guðmundsson, fjármálastjóri Geysis, hefur verið ráðinn í hans stað.

Afdrifarík mistök Seðlabankans

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að Seðlabankinn hafi gert afdrifarík mistök þegar bankinn ákvað hvaða veða var krafist fyrir lánum til fjármálastofnana á síðasta ári. Afleiðingin hafi verið stærsta einstaka áfallið sem þjóðarbúið varð við bankahrunið.

Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins

Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.

Aflandsgengi krónunnar komið í 300 fyrir evruna

Aflandsgengi krónunnar hefur stöðugt lækkað frá mánaðarmótum og er nú sölugengið komið í 300 kr. fyrir evruna samkvæmt vefsíðunni keldan.is. Kaupgengið stendur hinsvegar í 270 kr.

Olían lækkar í verði en ál, gull og kopar hækka

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun níunda daginn í röð. Fór verðið á WTIN olíunni á markaðinum í New York undir 70 dollara og stendur í 69,65 dollurum á tunnuna. Hefur olíuverðið þar með fallið um 15% síðan í október.

Eiturlyfjafé bjargaði bönkum í kreppunni

Fjármagn sem var afrakstur eiturlyfjasölu bjargaði nokkrum bönkum frá gjaldþrotum í fjármálakreppunni. Þetta segir Antoino Maria Costa forstöðumaður eiturlyfja og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Margir vefmiðlar hafa greint frá þessu yfir helgina.

Hóta enn einu verkfalli hjá BA

Yfirvofandi verkfall 12.000 flugliða hjá British Airways gæti sett strik í reikninginn hjá þeim sem þurfa að nýta sér flugsamgöngur í Bretlandi um jólin.

Fiskmarkaði komið á fót við Suðurbugt

Faxaflóahafnir stefna að því að koma á fót smásölufiskmarkaði við Suðurbugt næsta vor. Þetta var samþykkt á fundi hafnarstjórnar s.l. föstudag.

400 milljóna skattur til Samtaka iðnaðarins

Ríkissjóður leggur fram 400 milljónir króna í ár til að standa undir rekstri Samtaka iðnaðarins (SI) með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Gjaldið samsvarar 0,08 prósentum af veltu allra iðnaðarfyrirtækja í landinu.

Umfangsmikil rannsókn sem snertir meintar millifærslur Singer & Friedlander

Rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á Kaupþingi í Bretlandi er sú umfangsmesta sem stofnanir erlendra ríkja hafa ráðist í vegna íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin beinist meðal annars að millifærslum frá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, sem og lánveitingum til þekktra viðskiptavina.

Hagsjá: Spáir því að verðbólgan lækki í 7,6%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli nóvember og desember mælist 0,6%. Gangi spáin eftir lækkar 12 mánaða verðbólga úr 8,6% niður í 7,6%, en vísitalan hækkaði um 1,5% í desember í fyrra. Sú hækkun dettur nú úr tólf mánaða taktinum.

SagaMedica opnar skrifstofur í Flórída

Íslenska fyrirtækið Heilsujurtir - SagaMedica hyggst setja á fót skrifstofur í Port Richey í Flórída til þess að markaðssetja vöru sína sem framleidd er úr íslenskri hvönn. Lyfið er sagt geta styrkt ónæmiskerfið, bætt minni og líkamlegt hreysti.

Opinber lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga“.

Sjá næstu 50 fréttir