Viðskipti innlent

Telur að mesta lækkunin á fasteignamarkaði sé yfirstaðin

Greining Íslandsbanka telur að mesta lækkunin á fasteignamarkaðinum hérlendis sé að öllum líkindum yfirstaðin. Þó megi reikna með frekari lækkunum á fasteignaverðinu næstu mánuði.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Á morgun mun Fasteignaskrá birta vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð. Á milli september og október lækkaði íbúðaverð um 0,1% samkvæmt vísitölunni.

„Að nafnvirði er íbúðaverð nú svipað og það var í ársbyrjun 2007 en að raunvirði nær því sem það var í árslok 2004," segir í Morgunkorninu.

„Endurspeglar lækkunin þann mikla samdrátt sem á sér nú stað á íbúðamarkaði sem og í hagkerfinu öllu. Reikna má með frekari lækkun á íbúðaverði á næstu mánuðum, þó mesta lækkunin sé að öllum líkindum yfirstaðin."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×