Fleiri fréttir

Hlutur Stoða í Royal Unibrew í hendur tóbakssjóðs

Hlutur Stoða í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hefur minnkað úr um 16% og niður í tæp 6% eftir hlutabréfaaukningu sem lauk nýlega. Það er hinn sterkefnaði tóbakssjóður Augustinus sem er nýr stórhluthafi í Royal Unibrew með 10% hlut samkvæmt frétt um málið á börsen.dk.

Ástarbréf Seðlabankans hafa þegar kostað 400 milljarða

Ríkisendurskoðun gagnrýnir mjög harðlega fyrrum bankastjóra Seðlabankans í nýrri skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2008. Sökum þess umfangsmikla taps sem ríkissjóður varð fyrir vegna svokallaðara „ástarbréfa" bankans er gerð sérstök grein fyrir því máli í skýrslunni.

Ívar Páll ráðinn viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins

Ívar Páll Jónsson hefur verið ráðinn viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins. Ívar Páll starfaði síðast fyrir Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúa Björgólfsfeðga en þar áður var hann blaðamaður á Viðskiptablaðinu um skeið. Ívar Páll er sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar dómara í Hæstarétti.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir Seðlabankann vegna ástarbréfa

Ríkisendurskoðandi gagnrýnir lánveitingar Seðlabankans til fjármálafyrirtækja á síðasta ári og telur ýmsum spurningum ósvarað varðandi lánveitingarnar. Þetta kemur fram í endurskoðun embættisins á ríkisreikningum árið 2008.

BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf

Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna.

EQT vill bjóða í Ratiopharm í samvinnu við Actavis

Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

Ætla að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Noregi

Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview.

UTF fær gullvottun Microsoft

Fyrirtækið UTF ehf. hefur hlotið gullvottun Microsoft og þannig fengið viðurkenningu sem eitt þeirra upplýsingatæknifyrirtækja sem hvað mesta þekkingu og reynslu hafa á Microsoft-lausnum hér á landi.

Greining: Atvinnuleysið nær hámarki í mars/apríl næsta ár

Greining Íslandsbanka reiknar með því að atvinnuleysið á landinu nái hámarki í mars/apríl á næsta ári. Tekur greiningin þar mið af nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun um m.a. hópuppsagnir sem koma til framkvæmda á næstu mánuðum.

Fjögur skuldamál gegn Straumi tekin fyrir

Alls verða fjögur skuldamál gegn þrotabúi Straums-Burðarás tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar á meðal er vinnulaunakrafa Willam Fall, fyrrum bankastjóra Straums, en hann sækir rúmlega 600 milljónir króna í þrotabúið. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir um mánuði síðan tilkynnti William að hann myndi gefa peninginn til góðgerðarmála á Íslandi, verði krafan samþykkt.

Stoðir og Straumur halda hlut sínum í Royal Unibrew

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, hafa lokið velheppnaðri hlutabréfaaukningu sinni en alls komu tæplega 400 milljónir danskra kr., eða tæplega 10 milljarðar kr, inn í nýju hlutafé. Þessi aukningu á að nota til að greiða niður skuldir Royal Unibrew.

Neysluútgjöld heimilanna hækkuðu um 7,5%

Neysluútgjöld á heimili árin 2006-2008 hafa hækkað um 7,5% frá tímabilinu 2005-2007 og voru þau um 426 þúsund krónur á mánuði, eða 178 þúsund krónur á mann. Á sama tíma hefur meðalstærð heimilis minnkað lítillega, úr 2,40 einstaklingum í 2,39 og hafa útgjöld á mann því hækkað um 8,2%.

Launakostnaður jókst í iðnaði en lækkaði hjá öðrum

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 0,9% í iðnaði milli 2. og 3. ársfjórðungs 2009. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður saman um 4,4% í atvinnugreininni samgöngum og flutningum, 3,8% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og 2,3% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Ekkert lát á hækkunum álverðs, tonnið í 2.200 dollara

Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Fór það í 2.200 dollara fyrir tonnið á markaðinum í London í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan á miðju sumri á síðasta ári.

Slökunin jafngildir hálfu prósentustigi

Seðlabankinn lækkaði lítillega vexti í gær. Krónan hefur haldist stöðug og erfiðara að fara í kringum gjaldeyrishöft en áður. Ár eða áratugi getur tekið gjaldmiðil að ná jafnvægi eftir hrun. Gert er ráð fyrir hægum bata krónu eftir mitt næsta ár.

Kippur í bílasölu ytra

Sala á nýjum bílum hjá þýska bílaframleiðandanum Audi var 8,9 prósentum betri um allan heim í nóvember en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum fyrirtækisins í vikunni. Heildarsala á fyrstu ellefu mánuðum ársins dróst saman um 5,4 prósent milli ára.

Vilja draga úr methalla vestanhafs

Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir.

Frekari lækkun vaxta nauðsyn

„Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er mjög jákvætt skref og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Ekki djörf ákvörðun

„Því verður varla haldið fram að djörfung einkenni þessa ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Engu að síður tel ég þetta merkilega niðurstöðu," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem jafnframt á sæti í Skuggabankastjórn Markaðarins um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í gær.

Engin straumhvörf

„Ákvörðun Seðlabankans sýnist hófleg og varfærin og verður að teljast innan eðlilegra marka við ríkjandi aðstæður,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og meðlimur í Skuggabankastjórn Markaðarins. Hann bætir við að stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans komi ekki á óvart í ljósi fyrri ákvarðana og álits AGS að skilyrði fyrir lækkun vaxta hafi batnað enda fari verðbólga lækkandi og því hljóti vextir að fara sömu leið.

Fullyrðingar Magnúsar fjarstæðukenndar

Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort sýndarviðskipti hafi átt sér stað þegar Straumur Burðarás lánaði Magnúsi Þorsteinssyni tæplega einn milljarð króna til kaupa á hlut í Icelandic Group. Grunur leikur á að bankinn hafi komið sér undan yfirtökuskyldu á félaginu. Bankinn segir fullyrðingar Magnúsar ósannar og beinlínis fjarstæðukenndar.

Dularfullur sjóður

Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt.

Century Aluminum Company hækkaði um 3,42%

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 3,42% í tveggja milljóna króna viðskiptum í dag. Össur hækkaði um 0,72% og Marel um 0,63%. Bréf í Icelandair lækkuðu um 3,95% en viðskiptin námu einungis 97 þúsund krónum.

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar bæði inn- og útlánsvexti sína á morgun. Vextir óverðtryggðra inn- og útlána lækka um allt að eitt prósentustig og vextir verðtryggðra inn- og útlána um allt að hálft prósentustig.

Nauðasamningar Atorku samþykktir

Kröfuhafar Atorku Group hf. samþykktu á fundi í dag frumvarp til nauðasamnings fyrir félagið með yfirgnæfandi meirihluta eða yfir 90% atkvæða. Félagið mun í kjölfarið óska eftir staðfestingu Héraðsdóms Reykjaness

Spænskur banki vill milljarða vegna föllnu bankanna

Spænski Aresbankinn hefur stefnt öllum bönkunum sem reistir voru á grunni föllnu bankanna þriggja vegna peningamarkaðsinnlána. Að auki stefnir hann Fjármálaeftirlitinu og Ríkissjóði Íslands. Fyrirtaka í málinu gegn Landsbankanum fór fram í dag.

Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur

Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007.

SI: Fjárfesting í steinsteypu orðin álitlegur kostur

„Í ljósi lækkandi innlánsvaxta, hækkandi fjármagnstekjuskatts, nýrra laga um takmörkun á innistæðutryggingum og takmarkaðra fjárfestingakosta þá er ekki ólíklegt að ýmsir fari að líta á fjárfestingu í steinsteypu sem álitlegan fjárfestingakost."

Reykjavík rekin með 12 milljarða króna halla

Rekstrarhallinn hjá Reykjavíkurborg á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 12 milljörðum kr. ef A og B hluti eru teknir saman. Þá hafa skuldir borgarinnar vaxið um tæpa 31 milljarða kr. en eignir hafa aukist um rúma 19 milljarða kr.

Launakröfum æðstu stjórnenda hafnað á grundvelli gjaldþrotalaga

Slitastjórn Glitnis ákvað að hafna launakröfum allra þeirra fyrrverandi starfsmanna bankans sem sátu í framkvæmdastjórn bankans. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli 112. greinar gjaldþrotalaga. Þar segir eðal annars að þeir sem hafi haft með höndum framkvæmdastjórn félags eða stofnunar sem er til gjaldþrotaskipta geti gert launakröfu í þrotabú. Slitastjórn Landsbankans hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til sama lagaákvæðis.

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs rýkur upp um 60 punkta

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs rauk upp um 60 punkta í morgun í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um lækkun stýrivaxta. Stendur álagið nú í 461 punkti samkvæmt daglegu fréttabréfi Credit Market Analysis (CMA).

Samkeppniseftirlitið segir einokun ríkja í mjólkuriðnaði

Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.

Guðbjörg gerir tæplega 60 milljóna króna kröfu í Glitni

Kristinn ehf, félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, gerir 58 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuhafalista sem fréttastofa hefur undir höndum. Sama félag seldi tæplega 2% hlut í bankanum í vikunni fyrir hrun bankans fyrir tæpa sex milljarða króna.

FME kannar hvort Magnús og stjórnendur Straums hafi brotið lög

Fjármálaeftirlitið ætlar að kanna hvort Magnús Þorsteinssson og stjórnendur Straums Burðaráss hafi brotið lög um verðbréfaviskipti þegar bankinn lánaði Magnúsi tæplega einn milljarð króna til að kaupa á hlut í Icelandic Group. Magnús viðurkenndi meint brot þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku.

Gera alvarlegar athugasemdir við skattabreytingar

Ýmis samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við boðaðar skattabreytingar stjórnvalda. Telja þau að breytingarnar hafi í för með sér ýmislegt óhagræði og aukinn kostnað.

Heildarkröfur Bjarna rúmir fjórir milljarðar

Félög í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, gera samtals 4,2 milljarða króna kröfu í þrotabú Glitnis. Í morgun sagði fréttastofa frá því að kröfur Bjarna næmu rúmum 200 milljónum en við nánari skoðun á kröfulýsingaskrá kom í ljós að þær eru mun hærri.

Peningastefnunefnd: Útboð innistæðubréfa virka

Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar um vaxtaákvörðunina í morgun segir að útboð innstæðubréfa til 28 daga í því skyni að draga úr lausafé í umferð hafa skilað tilætluðum árangri.

Már: Forsendur fyrir áframhaldandi vaxtalækkunum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að forsendur séu fyrir áframhaldandi vaxtalækkunum. Eins og kunnugt er lækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti sína um eitt prósentustig í morgun sem var töluvert meir en sérfræðingar höfðu spáð.

Sjá næstu 50 fréttir