Segir að Írland og Grikkland gætu yfirgefið evrusamstarfið 15. desember 2009 10:54 Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira