Fleiri fréttir ÍLS fellur frá útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur fallið frá hugmyndum um útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa á árinu 2009 og á fyrri hluta ársins 2010, en gerir ráð fyrir að endurskoða málið á síðari hluta ársins 2010. 18.12.2009 09:59 NunaMinerals framlengir samstarfið við Rio Tinto Grænlenska námufélagið NunaMinerals hefur framlengt samstarfssamning sín um við Rio Tinto Mining and Exploration sem er eitt af dótturfélögum Rio Tinto. Rio Tinto er eitt stærsta námufélags heimsins en það á m.a. álverið í Straumsvík. 18.12.2009 09:33 Afli erlendra skipa við Ísland 52.000 tonn í fyrra Út er komið ritið Afli erlendra ríkja við Ísland 2008 og heimsafli 2008. Í ritinu kemur meðal annars fram að afli erlendra ríkja við Ísland var tæp 52 þúsund tonn árið 2008 miðað við rúm 90 þúsund tonn 2007. Norðmenn og Færeyingar stunduðu aðallega veiðar hér við land á síðasta ári og uppistaðan í aflanum var loðna. 18.12.2009 09:02 Lán frá ESB í athugun hjá ráðuneyti og Seðlabankanum Rætt hefur verið um að sérstök lánafyrirgreiða standi Íslandi til boða af hálfu ESB. Er það mál nú í athugun hjá fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Margrétar Guðjónsdóttur þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi. 18.12.2009 08:12 Um 500 ný störf hafa skapast Nær þrefalt fleiri umsóknir bárust Tækniþróunarsjóði um styrki á þessu ári en í fyrra. Núna bárust 267 umsóknir, en 91 árið áður. Þá bárust nítján umsóknir um öndvegisstyrki. 18.12.2009 03:45 Stoðir greiddu Glitni einn og hálfan milljarð Stoðir greiddu einn og hálfan milljarð króna í þóknanir til Glitnis á átta mánaða tímabili árið 2008. Félagið átti þá ráðandi hlut í bankanum. 17.12.2009 18:38 Samband breskra bæjar- og sveitafélaga í mál við Glitni Samband breskra bæjar- og sveitarfélaga hefur ákveðið að fara í mál við Glitni vegna þess að kröfur þeirra voru ekki samþykktar sem forgangskröfur. 17.12.2009 19:11 Lítil viðskipti á markaði Össur hækkaði um 2,37% í 35 viðskiptum sem námu rúmum 67 milljónum króna. Føroya Banki hækkaði um 0,39% en viðskiptin voru sáralítil. 17.12.2009 17:16 Gamma: GBI hækkaði um 0,02% Skuldabréfavísitölur GAMMA breyttust lítið í frekar litlum viðskiptum í dag. Hækkaði heildarvísitalan GAMMA: GBI um 0,02% í 4,5 milljarða veltu. Verðtryggð bréf hækkuðu um 0,05% í 1 milljarða veltu og óverðtryggð bréf lækkuðu um -0,06% í 3,5 milljarða veltu. 17.12.2009 17:07 Skuldbréf Álftanes færð á athugunarlista Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af sveitarfélaginu Álftanesi á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda. 17.12.2009 15:48 Iceland Express fjölgar áfangastöðum í Póllandi Iceland Express ætlar að hefja flug til Gdansk í Póllandi næsta sumar. Flogið verður einu sinni í viku frá og með júníbyrjun, á föstudögum. 17.12.2009 14:26 Ríkið borgar 46 milljörðum minna í vexti vegna bankanna Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að endurreisn stóru bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Nýja Landsbankans geri það að verkum að vaxtagreiðslur ríkisins minnki um 46 milljarða kr. á þessu ári og hinu næsta. 17.12.2009 13:57 Toys"R"Us sektað fyrir brot á útsölureglum Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Toys"R"Us fyrir brota á útsölureglum. 17.12.2009 13:12 Neytendastofa sektar Allianz um eina milljón króna Neytendastofa hefur sektað Allianz um eina milljón kr. Um var að ræða annað brot Allianz á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu við samanburð á ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar og því taldi Neytendastofa ástæðu til að leggja stjórnvaldssekt á Allianz. 17.12.2009 13:07 Fljótsdalshérað rekið með lítilsháttar hagnaði næsta ár Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær, 16. desember, fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Áætluð afkoma samantekins A og B hluta er jákvæð um eina milljón króna á árinu 2010. 17.12.2009 12:30 Erlend kortavelta var 50% hærri en í nóvember í fyrra Athygli vekur að erlend kreditkortavelta í nóvember var að raungildi um það bil 50% meiri en í sama mánuði í fyrra, en innlend kortavelta dróst á sama tíma saman um 8% á milli ára. 17.12.2009 12:22 Sama partýið, sama músíkin, nýir plötusnúðar Kaupaukakerfi starfsmanna Landsbankans gæti leitt til þess að viðskiptavinum sem þurfa á lánalengingum og afskriftum að halda verði sýnd stífni í samningum segir hagfræðingur. Hann segir sama partýið halda áfram með sömu músíkinni þó komnir séu nýir plötusnúðar. 17.12.2009 12:02 Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins Ungstirnið Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Hin 19 ára gamla Watson hefur einkum hagnast vel á myndunum um Harry Potter þar sem hún leikur Hermonie. 17.12.2009 11:22 Bresk bæjar- og sveitarfélög saka slitastjórn Glitnis um lögbrot Fulltrúar frá sambandi breskra bæjar- og sveitarfélaga (LGA) eru nú staddir hérlendis á fundi með slitastjórn Glitnis. Richard Kemp varaforseti LGA segir það lögbrot að slitastjórn Glitnis hafi ákveðið að kröfur félaganna á hendur Glitni voru skilgreindar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur. 17.12.2009 10:38 Staðan á dönskum vinnumarkaði langtum verri en talið var Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni. 17.12.2009 09:59 Saksóknari: Baldur staðinn að ósannindum Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, sagði í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, vegna kröfu Baldurs Guðlaugssonar um að rannsókn á hendur honum verði felld niður, að Baldur hefði verið staðinn að ósannindum. 17.12.2009 09:12 Kreditkortaveltan jókst um 7,6% í nóvember Heildarvelta kreditkorta í nóvembermánuði var 23,3 milljarðar kr. samanborið við 21,7 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 7,6% aukning milli ára. Heildarvelta kreditkorta dróst saman um 1,2% í október miðað við mánuðinn á undan. 17.12.2009 08:26 BHM: Lífeyrissjóður láni ekki nema lánshæfismat sé í lagi Miðstjórn Bandalags háskólamanna (BHM) beinir því að gefnu tilefni til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að sjóðurinn gæti varúðar í fjárfestingum og láni ekki til fyrirtækja með lélegt lánshæfismat. 17.12.2009 08:22 Rekstur Mosfellsbæjar í jafnvægi á næsta ári Heildartekjur A og B hluta bæjarsjóðs Mosfellsbæjar á árinu 2010 eru áætlaðar 4.612 milljónir kr. en gjöld án fjármagnsliða áætluð 4.190 milljónir kr. Rekstrarafgangur án fjármagnliða er áætlaður 423 milljónir kr., fjármagnsliðir er 425 milljónir kr. og því rekstrarniðurstaða samstæðunnar neikvæð um 2 milljónir kr. 17.12.2009 08:09 Bernanke bankastjóri maður ársins Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er maður ársins, að mati bandaríska vikuritsins Time. Í umsögn tímaritsins segir, að seðlabankastjórinn hafi gegnt lykilhlutverki í þeim öldudal sem fjármálaheimurinn hafi siglt í gegnum í kreppunni og megi þakka honum fyrir hægan efnahagsbata í stað langvarandi kreppu. 17.12.2009 06:00 Hlutabréf Össurar taka flugið Talsverð hreyfing var með hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar jafnt hér sem á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær eftir að sænski bankinn SEB Enskilda birti nýtt og verulega uppfært verðmat á félaginu. Gengi bréfanna rauk upp um fimm prósent hér en um tæp átta í Danmörku. 17.12.2009 06:00 Landsbankinn reistur við á ný Samið var um uppgjör eigna og skulda Landsbankans í fyrrinótt. Fjármálaráðherra er sáttur og segir endurreisn bankakerfisins ekki nærri eins kostnaðarsama og óttast var í fyrstu. 17.12.2009 06:00 Ásmundur hættir eftir áramót Endanlegt uppgjör NBI er ekki lokið að fullu. Eftir því sem næst verður komist stefnir bankinn á að birta uppgjör síðasta árs á milli jóla og nýárs og líkur á að níu mánaða uppgjör liggi þá fyrir. 17.12.2009 06:00 Lánaði sér sjálfum sama dag og eignir voru kyrrsettar Landsbankinn lánaði milljarða króna til hlutabréfakaupa í sjálfum sér, sama dag og eignir hans voru kyrrsettar með leynd, þriðja október í fyrra. Ráðamenn fullyrtu tveimur dögum síðar að ekki væri þörf á aðgerðum vegna bankanna. 16.12.2009 19:09 Rekstur Landsbankans traustur og ekki of aðþrengdur Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru bjartsýnir á framtíð bankans. 16.12.2009 15:17 Framtíð ParX í óvissu Framtíð ParX, dótturfélags Nýherja, er í óvissu. Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja segir aðspurður að unnið sé að endurskipulagningu ParX en verst allra frétta af málinu að öðru leyti. 16.12.2009 14:35 Byr: Ákvörðun um málshöfðun liggur ekki fyrir Stjórn Byrs hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi um málshöfðun gegn MP Banka. Í fréttinni kom fram að Exeter Holdings, í samvinnu við stjórn Byrs sparisjóðs, ætli að stefna MP banka vegna sölu hans á stofnfjárbréfum í Byr skömmu eftir bankahrun. Stjórnin segir hins vegar að ákvörðun um málshöfðun liggi ekki fyrir. 16.12.2009 14:16 Greiðslustöðvun Straums framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag heimild Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. til greiðslustöðvunar. Á dögunum sagði Georg Andersen forstöðumaður upplýsingasviðs Straums að bankinn hafi lokið sinni vinnu en lengri tíma þurfi til þess að dómskerfið geti klárað þau mál sem tengjast félaginu. Greiðslustöðvunin gildir til 10. september 2010. 16.12.2009 14:07 Opinber rannsókn á Kaupþingi hafin í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur sent frá sér tilkynningu um að opinber rannsókn sé hafin á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Rannsóknin muni m.a. beinast að gjörðum Kaupþings til að fá Breta til að leggja sparifé sitt inn á Edge-reikninga bankans í Bretlandi. 16.12.2009 13:59 Álftanes gjaldþrota, skuldir nema fimmföldum tekjum Sveitarfélagið Álftanes er komið í greiðsluþrot og nema heildarskuldir þess fimmföldum tekjunum. Sveitarfélagið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og viðskiptabanki þess hefur lokað fyrir frekari viðskipti. Þetta eru m.a. niðurstöður skýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem birt hefur verið á vefsíðu kauphallarinnar. 16.12.2009 13:26 Landsvaki og Landsbanki sýknaðir í sjóðamáli Landsvaki og Landsbankinn voru í dag sýknaðir í máli 16 einstaklinga sem höfðuðu mál vegna peningamarkaðssjóða bankans. Sambærilegur dómur féll í máli 18 einstaklinga í október. 16.12.2009 12:21 Landsframleiðsla á mann 21% yfir meðaltali ESB-ríkja Landsframleiðsla á mann var hér á landi 21% yfir meðaltali ESB-ríkjanna í fyrra. Er þá búið að taka tilliti til mismunandi kaupmáttar landsframleiðslunnar í hverju landi fyrir sig, þ.e. landsframleiðsla ríkjanna er metin í sömu mynt. 16.12.2009 12:05 Verðbólgan sem fyrr mest á Íslandi Verðbólgan á Íslandi lækkaði úr 13,8% í 12,4% milli október og nóvember síðastliðinn samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Af ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er verðbólgan, sem fyrr, langmest hér á landi. 16.12.2009 12:01 Bloomberg fréttaveitan birtir vísitölur GAMMA Bloomberg hefur ákveðið að birta skuldabréfavísitölur GAMMA. Þessar vísitölur hafa hingað til verið birtar á visir.is í lok viðskiptadags. 16.12.2009 11:49 Heildareignir Landsbankans 944 milljarðar króna Heildareignir Landsbankans eru 944 milljarðar króna, þar af nema útlán til viðskiptavina bankans um 608 milljörðum króna, eiginfjárframlag íslenska ríkisins er 122 milljarðar, lausafé 39 milljarðar, hlutabréfaeign 30 milljarðar og skuldabréfaeign 24 milljarðar. 16.12.2009 11:11 Skuldabréf Landsbankans verður 247 milljarðar Samið hefur verið um að Landsbankinn (NBI hf.) gefi út 247 milljarða króna skuldabréf til Landsbanka Íslands hf. Skuldabréfið er í erlendum gjaldmiðlum til 10 ára og, af því verða aðeins greiddir vextir fyrstu fimm árin. 16.12.2009 10:57 Moody´s: Búsáhaldabylting í Grikklandi og á Bretlandi Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið. 16.12.2009 10:47 Samkomulag í höfn hjá ríki og Landsbanka Samkomulag er í höfn hjá ríkinu og Landsbankanum og verður stofnefnahagsreikningur bankans kynntur klukkan hálfellefu. Samkomulagið var undirritað í gærkvöldi og í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að það marki tímamót í endurreisn bankakerfisins. 16.12.2009 10:19 Viðskiptaráð: Mikill skortur á samráði við skattafrumvarpsgerð Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt því að mæta fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis. VÍ gagnrýnir vinnubrögð Alþingis, en mikill skortur hefur verið á samráði við hagsmunaaðila. Einnig er fyrirætlun ríkisstjórnarinnar um að keyra frumvarpið í gegn á þeim litla tíma sem er til áramóta gangrýnisverð. Í dag eru einungis níu virkir dagar eftir af árinu. 16.12.2009 10:00 Þúsundir sitja í skuldafangelsi í Dubai Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull. 16.12.2009 09:39 Sjá næstu 50 fréttir
ÍLS fellur frá útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur fallið frá hugmyndum um útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa á árinu 2009 og á fyrri hluta ársins 2010, en gerir ráð fyrir að endurskoða málið á síðari hluta ársins 2010. 18.12.2009 09:59
NunaMinerals framlengir samstarfið við Rio Tinto Grænlenska námufélagið NunaMinerals hefur framlengt samstarfssamning sín um við Rio Tinto Mining and Exploration sem er eitt af dótturfélögum Rio Tinto. Rio Tinto er eitt stærsta námufélags heimsins en það á m.a. álverið í Straumsvík. 18.12.2009 09:33
Afli erlendra skipa við Ísland 52.000 tonn í fyrra Út er komið ritið Afli erlendra ríkja við Ísland 2008 og heimsafli 2008. Í ritinu kemur meðal annars fram að afli erlendra ríkja við Ísland var tæp 52 þúsund tonn árið 2008 miðað við rúm 90 þúsund tonn 2007. Norðmenn og Færeyingar stunduðu aðallega veiðar hér við land á síðasta ári og uppistaðan í aflanum var loðna. 18.12.2009 09:02
Lán frá ESB í athugun hjá ráðuneyti og Seðlabankanum Rætt hefur verið um að sérstök lánafyrirgreiða standi Íslandi til boða af hálfu ESB. Er það mál nú í athugun hjá fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Margrétar Guðjónsdóttur þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi. 18.12.2009 08:12
Um 500 ný störf hafa skapast Nær þrefalt fleiri umsóknir bárust Tækniþróunarsjóði um styrki á þessu ári en í fyrra. Núna bárust 267 umsóknir, en 91 árið áður. Þá bárust nítján umsóknir um öndvegisstyrki. 18.12.2009 03:45
Stoðir greiddu Glitni einn og hálfan milljarð Stoðir greiddu einn og hálfan milljarð króna í þóknanir til Glitnis á átta mánaða tímabili árið 2008. Félagið átti þá ráðandi hlut í bankanum. 17.12.2009 18:38
Samband breskra bæjar- og sveitafélaga í mál við Glitni Samband breskra bæjar- og sveitarfélaga hefur ákveðið að fara í mál við Glitni vegna þess að kröfur þeirra voru ekki samþykktar sem forgangskröfur. 17.12.2009 19:11
Lítil viðskipti á markaði Össur hækkaði um 2,37% í 35 viðskiptum sem námu rúmum 67 milljónum króna. Føroya Banki hækkaði um 0,39% en viðskiptin voru sáralítil. 17.12.2009 17:16
Gamma: GBI hækkaði um 0,02% Skuldabréfavísitölur GAMMA breyttust lítið í frekar litlum viðskiptum í dag. Hækkaði heildarvísitalan GAMMA: GBI um 0,02% í 4,5 milljarða veltu. Verðtryggð bréf hækkuðu um 0,05% í 1 milljarða veltu og óverðtryggð bréf lækkuðu um -0,06% í 3,5 milljarða veltu. 17.12.2009 17:07
Skuldbréf Álftanes færð á athugunarlista Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af sveitarfélaginu Álftanesi á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda. 17.12.2009 15:48
Iceland Express fjölgar áfangastöðum í Póllandi Iceland Express ætlar að hefja flug til Gdansk í Póllandi næsta sumar. Flogið verður einu sinni í viku frá og með júníbyrjun, á föstudögum. 17.12.2009 14:26
Ríkið borgar 46 milljörðum minna í vexti vegna bankanna Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að endurreisn stóru bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Nýja Landsbankans geri það að verkum að vaxtagreiðslur ríkisins minnki um 46 milljarða kr. á þessu ári og hinu næsta. 17.12.2009 13:57
Toys"R"Us sektað fyrir brot á útsölureglum Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Toys"R"Us fyrir brota á útsölureglum. 17.12.2009 13:12
Neytendastofa sektar Allianz um eina milljón króna Neytendastofa hefur sektað Allianz um eina milljón kr. Um var að ræða annað brot Allianz á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu við samanburð á ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar og því taldi Neytendastofa ástæðu til að leggja stjórnvaldssekt á Allianz. 17.12.2009 13:07
Fljótsdalshérað rekið með lítilsháttar hagnaði næsta ár Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær, 16. desember, fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Áætluð afkoma samantekins A og B hluta er jákvæð um eina milljón króna á árinu 2010. 17.12.2009 12:30
Erlend kortavelta var 50% hærri en í nóvember í fyrra Athygli vekur að erlend kreditkortavelta í nóvember var að raungildi um það bil 50% meiri en í sama mánuði í fyrra, en innlend kortavelta dróst á sama tíma saman um 8% á milli ára. 17.12.2009 12:22
Sama partýið, sama músíkin, nýir plötusnúðar Kaupaukakerfi starfsmanna Landsbankans gæti leitt til þess að viðskiptavinum sem þurfa á lánalengingum og afskriftum að halda verði sýnd stífni í samningum segir hagfræðingur. Hann segir sama partýið halda áfram með sömu músíkinni þó komnir séu nýir plötusnúðar. 17.12.2009 12:02
Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins Ungstirnið Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Hin 19 ára gamla Watson hefur einkum hagnast vel á myndunum um Harry Potter þar sem hún leikur Hermonie. 17.12.2009 11:22
Bresk bæjar- og sveitarfélög saka slitastjórn Glitnis um lögbrot Fulltrúar frá sambandi breskra bæjar- og sveitarfélaga (LGA) eru nú staddir hérlendis á fundi með slitastjórn Glitnis. Richard Kemp varaforseti LGA segir það lögbrot að slitastjórn Glitnis hafi ákveðið að kröfur félaganna á hendur Glitni voru skilgreindar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur. 17.12.2009 10:38
Staðan á dönskum vinnumarkaði langtum verri en talið var Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni. 17.12.2009 09:59
Saksóknari: Baldur staðinn að ósannindum Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, sagði í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, vegna kröfu Baldurs Guðlaugssonar um að rannsókn á hendur honum verði felld niður, að Baldur hefði verið staðinn að ósannindum. 17.12.2009 09:12
Kreditkortaveltan jókst um 7,6% í nóvember Heildarvelta kreditkorta í nóvembermánuði var 23,3 milljarðar kr. samanborið við 21,7 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 7,6% aukning milli ára. Heildarvelta kreditkorta dróst saman um 1,2% í október miðað við mánuðinn á undan. 17.12.2009 08:26
BHM: Lífeyrissjóður láni ekki nema lánshæfismat sé í lagi Miðstjórn Bandalags háskólamanna (BHM) beinir því að gefnu tilefni til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að sjóðurinn gæti varúðar í fjárfestingum og láni ekki til fyrirtækja með lélegt lánshæfismat. 17.12.2009 08:22
Rekstur Mosfellsbæjar í jafnvægi á næsta ári Heildartekjur A og B hluta bæjarsjóðs Mosfellsbæjar á árinu 2010 eru áætlaðar 4.612 milljónir kr. en gjöld án fjármagnsliða áætluð 4.190 milljónir kr. Rekstrarafgangur án fjármagnliða er áætlaður 423 milljónir kr., fjármagnsliðir er 425 milljónir kr. og því rekstrarniðurstaða samstæðunnar neikvæð um 2 milljónir kr. 17.12.2009 08:09
Bernanke bankastjóri maður ársins Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er maður ársins, að mati bandaríska vikuritsins Time. Í umsögn tímaritsins segir, að seðlabankastjórinn hafi gegnt lykilhlutverki í þeim öldudal sem fjármálaheimurinn hafi siglt í gegnum í kreppunni og megi þakka honum fyrir hægan efnahagsbata í stað langvarandi kreppu. 17.12.2009 06:00
Hlutabréf Össurar taka flugið Talsverð hreyfing var með hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar jafnt hér sem á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær eftir að sænski bankinn SEB Enskilda birti nýtt og verulega uppfært verðmat á félaginu. Gengi bréfanna rauk upp um fimm prósent hér en um tæp átta í Danmörku. 17.12.2009 06:00
Landsbankinn reistur við á ný Samið var um uppgjör eigna og skulda Landsbankans í fyrrinótt. Fjármálaráðherra er sáttur og segir endurreisn bankakerfisins ekki nærri eins kostnaðarsama og óttast var í fyrstu. 17.12.2009 06:00
Ásmundur hættir eftir áramót Endanlegt uppgjör NBI er ekki lokið að fullu. Eftir því sem næst verður komist stefnir bankinn á að birta uppgjör síðasta árs á milli jóla og nýárs og líkur á að níu mánaða uppgjör liggi þá fyrir. 17.12.2009 06:00
Lánaði sér sjálfum sama dag og eignir voru kyrrsettar Landsbankinn lánaði milljarða króna til hlutabréfakaupa í sjálfum sér, sama dag og eignir hans voru kyrrsettar með leynd, þriðja október í fyrra. Ráðamenn fullyrtu tveimur dögum síðar að ekki væri þörf á aðgerðum vegna bankanna. 16.12.2009 19:09
Rekstur Landsbankans traustur og ekki of aðþrengdur Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru bjartsýnir á framtíð bankans. 16.12.2009 15:17
Framtíð ParX í óvissu Framtíð ParX, dótturfélags Nýherja, er í óvissu. Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja segir aðspurður að unnið sé að endurskipulagningu ParX en verst allra frétta af málinu að öðru leyti. 16.12.2009 14:35
Byr: Ákvörðun um málshöfðun liggur ekki fyrir Stjórn Byrs hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi um málshöfðun gegn MP Banka. Í fréttinni kom fram að Exeter Holdings, í samvinnu við stjórn Byrs sparisjóðs, ætli að stefna MP banka vegna sölu hans á stofnfjárbréfum í Byr skömmu eftir bankahrun. Stjórnin segir hins vegar að ákvörðun um málshöfðun liggi ekki fyrir. 16.12.2009 14:16
Greiðslustöðvun Straums framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag heimild Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. til greiðslustöðvunar. Á dögunum sagði Georg Andersen forstöðumaður upplýsingasviðs Straums að bankinn hafi lokið sinni vinnu en lengri tíma þurfi til þess að dómskerfið geti klárað þau mál sem tengjast félaginu. Greiðslustöðvunin gildir til 10. september 2010. 16.12.2009 14:07
Opinber rannsókn á Kaupþingi hafin í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur sent frá sér tilkynningu um að opinber rannsókn sé hafin á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Rannsóknin muni m.a. beinast að gjörðum Kaupþings til að fá Breta til að leggja sparifé sitt inn á Edge-reikninga bankans í Bretlandi. 16.12.2009 13:59
Álftanes gjaldþrota, skuldir nema fimmföldum tekjum Sveitarfélagið Álftanes er komið í greiðsluþrot og nema heildarskuldir þess fimmföldum tekjunum. Sveitarfélagið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og viðskiptabanki þess hefur lokað fyrir frekari viðskipti. Þetta eru m.a. niðurstöður skýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem birt hefur verið á vefsíðu kauphallarinnar. 16.12.2009 13:26
Landsvaki og Landsbanki sýknaðir í sjóðamáli Landsvaki og Landsbankinn voru í dag sýknaðir í máli 16 einstaklinga sem höfðuðu mál vegna peningamarkaðssjóða bankans. Sambærilegur dómur féll í máli 18 einstaklinga í október. 16.12.2009 12:21
Landsframleiðsla á mann 21% yfir meðaltali ESB-ríkja Landsframleiðsla á mann var hér á landi 21% yfir meðaltali ESB-ríkjanna í fyrra. Er þá búið að taka tilliti til mismunandi kaupmáttar landsframleiðslunnar í hverju landi fyrir sig, þ.e. landsframleiðsla ríkjanna er metin í sömu mynt. 16.12.2009 12:05
Verðbólgan sem fyrr mest á Íslandi Verðbólgan á Íslandi lækkaði úr 13,8% í 12,4% milli október og nóvember síðastliðinn samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Af ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er verðbólgan, sem fyrr, langmest hér á landi. 16.12.2009 12:01
Bloomberg fréttaveitan birtir vísitölur GAMMA Bloomberg hefur ákveðið að birta skuldabréfavísitölur GAMMA. Þessar vísitölur hafa hingað til verið birtar á visir.is í lok viðskiptadags. 16.12.2009 11:49
Heildareignir Landsbankans 944 milljarðar króna Heildareignir Landsbankans eru 944 milljarðar króna, þar af nema útlán til viðskiptavina bankans um 608 milljörðum króna, eiginfjárframlag íslenska ríkisins er 122 milljarðar, lausafé 39 milljarðar, hlutabréfaeign 30 milljarðar og skuldabréfaeign 24 milljarðar. 16.12.2009 11:11
Skuldabréf Landsbankans verður 247 milljarðar Samið hefur verið um að Landsbankinn (NBI hf.) gefi út 247 milljarða króna skuldabréf til Landsbanka Íslands hf. Skuldabréfið er í erlendum gjaldmiðlum til 10 ára og, af því verða aðeins greiddir vextir fyrstu fimm árin. 16.12.2009 10:57
Moody´s: Búsáhaldabylting í Grikklandi og á Bretlandi Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið. 16.12.2009 10:47
Samkomulag í höfn hjá ríki og Landsbanka Samkomulag er í höfn hjá ríkinu og Landsbankanum og verður stofnefnahagsreikningur bankans kynntur klukkan hálfellefu. Samkomulagið var undirritað í gærkvöldi og í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að það marki tímamót í endurreisn bankakerfisins. 16.12.2009 10:19
Viðskiptaráð: Mikill skortur á samráði við skattafrumvarpsgerð Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt því að mæta fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis. VÍ gagnrýnir vinnubrögð Alþingis, en mikill skortur hefur verið á samráði við hagsmunaaðila. Einnig er fyrirætlun ríkisstjórnarinnar um að keyra frumvarpið í gegn á þeim litla tíma sem er til áramóta gangrýnisverð. Í dag eru einungis níu virkir dagar eftir af árinu. 16.12.2009 10:00
Þúsundir sitja í skuldafangelsi í Dubai Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull. 16.12.2009 09:39