Bresk bæjar- og sveitarfélög saka slitastjórn Glitnis um lögbrot 17. desember 2009 10:38 Fulltrúar frá sambandi breskra bæjar- og sveitarfélaga (LGA) eru nú staddir hérlendis á fundi með slitastjórn Glitnis. Richard Kemp varaforseti LGA segir það lögbrot að slitastjórn Glitnis hafi ákveðið að kröfur félaganna á hendur Glitni voru skilgreindar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur. Þetta kom fram í viðtali við Kemp á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 áður en hann og fleiri fulltrúar frá LGA héldu til Íslands. Í viðtalinu segir Kemp að þeir vilji fá..."hvert einasta penný til baka fyrir breska skattgreiðendur." Nokkur umfjöllun er í breskum fjölmiðlum í morgun vegna heimsóknar fulltrúa LGA til Íslands en þeir ætla að reyna að sannfæra slitastjórnina um að kröfur þeirra eigi að vera forgangskröfur. Alls áttu bresk bæjar- og sveitarfélög auk fjölda opinberra stofnanna um 900 milljónir punda inn á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi þegar þeir hrundu í fyrrahaust. Af þeirri upphæð voru um 200 milljónir punda inn á reikningum Glitnis. Fram kemur í blaðinu Independent að íslensku bankarnir, fyrir utan Glitni, hafi tjáð fyrrgreindum kröfuhöfum að þeir muni fá innistæður sínar greiddar að fullu. Hinsvegar muni innistæðueigendur hjá Glitni ekki fá nema um fjórðung af fé sínu til baka eins og staðan er núna. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fulltrúar frá sambandi breskra bæjar- og sveitarfélaga (LGA) eru nú staddir hérlendis á fundi með slitastjórn Glitnis. Richard Kemp varaforseti LGA segir það lögbrot að slitastjórn Glitnis hafi ákveðið að kröfur félaganna á hendur Glitni voru skilgreindar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur. Þetta kom fram í viðtali við Kemp á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 áður en hann og fleiri fulltrúar frá LGA héldu til Íslands. Í viðtalinu segir Kemp að þeir vilji fá..."hvert einasta penný til baka fyrir breska skattgreiðendur." Nokkur umfjöllun er í breskum fjölmiðlum í morgun vegna heimsóknar fulltrúa LGA til Íslands en þeir ætla að reyna að sannfæra slitastjórnina um að kröfur þeirra eigi að vera forgangskröfur. Alls áttu bresk bæjar- og sveitarfélög auk fjölda opinberra stofnanna um 900 milljónir punda inn á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi þegar þeir hrundu í fyrrahaust. Af þeirri upphæð voru um 200 milljónir punda inn á reikningum Glitnis. Fram kemur í blaðinu Independent að íslensku bankarnir, fyrir utan Glitni, hafi tjáð fyrrgreindum kröfuhöfum að þeir muni fá innistæður sínar greiddar að fullu. Hinsvegar muni innistæðueigendur hjá Glitni ekki fá nema um fjórðung af fé sínu til baka eins og staðan er núna.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent