Moody´s: Búsáhaldabylting í Grikklandi og á Bretlandi 16. desember 2009 10:47 Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið. Moody´s telur að á komandi árum verði gögn um samfélagslegan óróa og spennu meðal almennings mikilvæg til að meta hvort þjóðir geti aðlagað sig að nauðsynlegum efnahagsstærðum. Uppþot og óeirðir hafa þegar átt sér stað í Grikklandi af og til á þessu ári en þau eru rakin til hins bágborna efnahagsástands þjóðarinnar. Moody´s hefur áhyggjur af því að hið sama verði upp á teningnum í Bretlandi, og hjá fleiri mjög skuldsettum þjóðum, á næsta ári. Í nýrri skýrslu frá Moody´s segir að jafnvel þótt þessar þjóðir komi sér saman um hve mikill niðurskurðinn þurfi að vera hjá þeim gætu þær lent í vandræðum með framkvæmdina á niðurskurðinum. „Hjá þeim þjóðum þar sem skuldir hafa vaxið verulega, og sérstaklega hjá þeim þjóðum sem hafa ekki lengur efni á skuldum sínum, mun þörfin á niðurskurði reyna verulega á sáttina í samfélaginu. Þessi prófraun verður því erfiðari eftir Því sem vonbrigði með bata koma fram og vextir hækka," segir í skýrslunni. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið. Moody´s telur að á komandi árum verði gögn um samfélagslegan óróa og spennu meðal almennings mikilvæg til að meta hvort þjóðir geti aðlagað sig að nauðsynlegum efnahagsstærðum. Uppþot og óeirðir hafa þegar átt sér stað í Grikklandi af og til á þessu ári en þau eru rakin til hins bágborna efnahagsástands þjóðarinnar. Moody´s hefur áhyggjur af því að hið sama verði upp á teningnum í Bretlandi, og hjá fleiri mjög skuldsettum þjóðum, á næsta ári. Í nýrri skýrslu frá Moody´s segir að jafnvel þótt þessar þjóðir komi sér saman um hve mikill niðurskurðinn þurfi að vera hjá þeim gætu þær lent í vandræðum með framkvæmdina á niðurskurðinum. „Hjá þeim þjóðum þar sem skuldir hafa vaxið verulega, og sérstaklega hjá þeim þjóðum sem hafa ekki lengur efni á skuldum sínum, mun þörfin á niðurskurði reyna verulega á sáttina í samfélaginu. Þessi prófraun verður því erfiðari eftir Því sem vonbrigði með bata koma fram og vextir hækka," segir í skýrslunni.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira