Viðskipti innlent

Fljótsdalshérað rekið með lítilsháttar hagnaði næsta ár

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær, 16. desember, fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Áætluð afkoma samantekins A og B hluta er jákvæð um eina milljón króna á árinu 2010.

Greint er frá þessu á vefsíðu Samtaka íslenskra sveitarfélaga.Þar segir að endurskoðuð áætlun 2009 gerir ráð fyrir neikvæðri afkomu sem nemur 340 milljónum kr. Eigið fé er áætlað að nemi 879 milljónum kr. í árslok 2010 og eiginfjárhlutfallið verði þá 15%.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 297 milljónir kr., sem er 209 milljónum kr. betri niðurstaða en samþykkt áætlun 2009 gerir ráð fyrir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×