Erlend kortavelta var 50% hærri en í nóvember í fyrra 17. desember 2009 12:22 Athygli vekur að erlend kreditkortavelta í nóvember var að raungildi um það bil 50% meiri en í sama mánuði í fyrra, en innlend kortavelta dróst á sama tíma saman um 8% á milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að krónutölu var erlenda kreditkortaveltan í síðasta mánuði raunar áþekk því sem var fyrir tveimur árum síðan, en þar verður að hafa í huga að frá nóvember 2007 hefur gengi erlendra gjaldmiðla að jafnaði hækkað um 100% gagnvart krónunni. Ferðagleði Íslendinga á erlenda grund virðist heldur vera að glæðast eftir afar snarpan samdrátt í ferðalögum erlendis frá hruni. Þannig sýndu nýlegar tölur frá Ferðamálastofu að 16% fleiri Íslendingar héldu til útlanda um Leifsstöð í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Aukning kortaveltunnar er hins vegar meiri en svo að hún verði auðveldlega skýrð með fleiri utanferðum. Þróun greiðslukortaveltu undanfarið gefur vísbendingu um að íslensk heimili dragi nú hægar en áður úr neyslu sinni, enda hafa þau haft ríflega ár til að aðlaga útgjöld sín að nýjum veruleika eftir hrun. Seðlabankinn birti í gær nýjar tölur fyrir greiðslumiðlun og kemur þar fram að heildarvelta kreditkortanotkunar í nóvember nam 23,4 milljörðum kr., sem að raungildi er nánast sama velta og í sama mánuði í fyrra. Nóvember síðastliðinn er fyrsti mánuðurinn eftir hrun þar sem hægt er að skoða ársbreytingu án þess aðviðmiðunarmánuðurinn litist af ástandinu fyrir hrun. Ef litið er til heildarnotkunar kreditkorta að viðbættri innlendri notkun heimila á debetkortum kemur upp úr kafinu að samdráttur slíkrar veltu í nóvember var 5,4% að raungildi frá sama mánuði í fyrra. Er það í stórum dráttum í samræmi við þróun undanfarinna mánaða. Október er þó sér á báti hvað það varðar að kortavelta, reiknuð á þennan hátt, var ríflega fjórðungi minni að raungildi í þeim mánuði í ár en í fyrra. Það á sér hins vegar að miklu leyti þá skýringu að í október í fyrra voru bankaúttektir af debetkortareikningum óvenju miklar þar sem fólk tók út reiðufé í stórum stíl þegar óvissa vegna bankahrunsins var hvað mest. Væntanlega hefur svo hluti þess fjár skilað sér aftur inn á debetreikningana þegar um hægðist og afganginum verið ráðstafað til heimilisútgjalda í aðdraganda jólanna. Þar sem mikil fylgni er milli þróunar kortaveltu að raungildi og einkaneyslu gefa hinar nýju tölur vísbendingu um hvernig þessi stærsti einstaki liður landsframleiðslunnar hefur þróast á síðasta fjórðungi ársins. Sé reynt að leiðrétta fyrir áhrifum af mikilli úttekt reiðufjár í fyrrahaust má ráða af kortaveltutölunum að samdráttur einkaneyslu milli ára kunni að reynast í námunda við 10% á síðasta fjórðungi ársins. Ef sú spá greiningarinnar gengur eftir verður það minnsti samdráttur í einkaneyslu á milli ára frá hruni, enda varð ríflega 22% samdráttur í einkaneyslu á þessum ársfjórðungi í fyrra. Líklega munu þó heimilin halda áfram að draga úr útgjöldum fram eftir næsta ári þar sem kaupmáttur ráðstöfunartekna mun skreppa töluvert saman á næstunni vegna stöðnunar í nafnlaunum, hækkunar á verðlagi neysluvöru, aukins atvinnuleysis og aukinna skattgreiðslna af launatekjum. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Athygli vekur að erlend kreditkortavelta í nóvember var að raungildi um það bil 50% meiri en í sama mánuði í fyrra, en innlend kortavelta dróst á sama tíma saman um 8% á milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að krónutölu var erlenda kreditkortaveltan í síðasta mánuði raunar áþekk því sem var fyrir tveimur árum síðan, en þar verður að hafa í huga að frá nóvember 2007 hefur gengi erlendra gjaldmiðla að jafnaði hækkað um 100% gagnvart krónunni. Ferðagleði Íslendinga á erlenda grund virðist heldur vera að glæðast eftir afar snarpan samdrátt í ferðalögum erlendis frá hruni. Þannig sýndu nýlegar tölur frá Ferðamálastofu að 16% fleiri Íslendingar héldu til útlanda um Leifsstöð í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Aukning kortaveltunnar er hins vegar meiri en svo að hún verði auðveldlega skýrð með fleiri utanferðum. Þróun greiðslukortaveltu undanfarið gefur vísbendingu um að íslensk heimili dragi nú hægar en áður úr neyslu sinni, enda hafa þau haft ríflega ár til að aðlaga útgjöld sín að nýjum veruleika eftir hrun. Seðlabankinn birti í gær nýjar tölur fyrir greiðslumiðlun og kemur þar fram að heildarvelta kreditkortanotkunar í nóvember nam 23,4 milljörðum kr., sem að raungildi er nánast sama velta og í sama mánuði í fyrra. Nóvember síðastliðinn er fyrsti mánuðurinn eftir hrun þar sem hægt er að skoða ársbreytingu án þess aðviðmiðunarmánuðurinn litist af ástandinu fyrir hrun. Ef litið er til heildarnotkunar kreditkorta að viðbættri innlendri notkun heimila á debetkortum kemur upp úr kafinu að samdráttur slíkrar veltu í nóvember var 5,4% að raungildi frá sama mánuði í fyrra. Er það í stórum dráttum í samræmi við þróun undanfarinna mánaða. Október er þó sér á báti hvað það varðar að kortavelta, reiknuð á þennan hátt, var ríflega fjórðungi minni að raungildi í þeim mánuði í ár en í fyrra. Það á sér hins vegar að miklu leyti þá skýringu að í október í fyrra voru bankaúttektir af debetkortareikningum óvenju miklar þar sem fólk tók út reiðufé í stórum stíl þegar óvissa vegna bankahrunsins var hvað mest. Væntanlega hefur svo hluti þess fjár skilað sér aftur inn á debetreikningana þegar um hægðist og afganginum verið ráðstafað til heimilisútgjalda í aðdraganda jólanna. Þar sem mikil fylgni er milli þróunar kortaveltu að raungildi og einkaneyslu gefa hinar nýju tölur vísbendingu um hvernig þessi stærsti einstaki liður landsframleiðslunnar hefur þróast á síðasta fjórðungi ársins. Sé reynt að leiðrétta fyrir áhrifum af mikilli úttekt reiðufjár í fyrrahaust má ráða af kortaveltutölunum að samdráttur einkaneyslu milli ára kunni að reynast í námunda við 10% á síðasta fjórðungi ársins. Ef sú spá greiningarinnar gengur eftir verður það minnsti samdráttur í einkaneyslu á milli ára frá hruni, enda varð ríflega 22% samdráttur í einkaneyslu á þessum ársfjórðungi í fyrra. Líklega munu þó heimilin halda áfram að draga úr útgjöldum fram eftir næsta ári þar sem kaupmáttur ráðstöfunartekna mun skreppa töluvert saman á næstunni vegna stöðnunar í nafnlaunum, hækkunar á verðlagi neysluvöru, aukins atvinnuleysis og aukinna skattgreiðslna af launatekjum.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent