Fleiri fréttir Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. 22.9.2009 10:24 SA: Of snemmt að fagna lokum kreppunnar Aljóðasamtök atvinnurekenda (IOE), sem Samtök atvinnulífsins (SA) eiga aðild að, hafa sent leiðtogum G-20 ríkjanna opið bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að bæta starfsumhverfi fyrirtækja. Samtökin segja of snemmt að fagna lokum kreppunnar þó svo jákvæð teikn hafi sést á mörkuðum og vöxtur látið á sér kræla á ný. 22.9.2009 10:09 Norðmenn íhuga olíuleit við Jan Mayen Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. 22.9.2009 09:35 Kíló af sænskum humar selt á 20.000 krónur Fyrsti humar fiskveiðaársins í Svíþjóð var seldur á 1.100 krónur sænskar kílóið á uppboði í morgun eða rétt tæplega 20.000 kr. íslenskar. 22.9.2009 08:42 Kröfuhafar SPM funda um nauðasaming í dag Fundur með kröfuhöfum Sparisjóðs Mýrasýslu verður haldinn í dag, þriðjudag, að Hilton Hotel Nordica í Reykjavík. Á fundinum verður fjallað um núverandi stöðu sparisjóðsins. Þá verður á fundinum leitað eftir meðmælum kröfuhafa með frumvarpi að nauðasamningi, sem öllum þekktum kröfuhöfum hefur áður verið kynnt. 22.9.2009 08:34 Mikið framboð af íbúðahúsnæði veldur þrýstingi til lækkunnar Hagfræðideild Landsbankans segir að um þessar mundir sé mikið framboð af íbúðahúsnæði og því þrýstingur til frekari lækkunar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í Hagsjá deildarinnar þar sem rætt er um vísitölu byggingarkostnaðar. 22.9.2009 08:16 Aðeins hluti söluverðs Haga til Kaupþings Þegar Hagar, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss og fleiri verslana, voru seldir úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í júlí á síðasta ári fór aðeins hluti af söluverðinu beint og milliliðalaust til Kaupþings sem hafði fjármagnað kaupin á Högum. 22.9.2009 07:14 Stjórnendur yfirskuldsettra fyrirtækja skjóta eignum undan Margir eigendur fyrirtækja sem standa frammi fyrir gjaldþroti eða að bankarnir taki rekstur þeirra yfir eru að taka eignir út úr fyrirtækjunum og/eða taka út háar peningafjárhæðir með ýmsum hætti. Þetta sögðu helstu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa bankans í kynningu sem var haldin í júní síðastliðnum. 21.9.2009 20:11 Ríkisskattstjóri skoðar hvort kvótahagnaði hafi verið skotið undan Ríkisskattstjóri skoðar nú hvort kvótahagnaði hafi verið komið fyrir í aflandsfélögum og notaður til fjárfestinga hér á landi. Þannig hafi fyrrum kvótaeigendur geta komist hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt. Í þeim félögum sem um ræðir skipta lægstu upphæðirnar tvö til þrjú hundruð milljónum króna. 21.9.2009 18:44 Hátt í 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota Allt að 65 prósent fyrirtækja á Íslandi eru tæknilega gjaldþrota og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þetta fullyrtu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa í júní. 21.9.2009 18:33 Lítil velta á hlutabréfamarkaði Lítil velta var á hlutabréfamarkaðinum í dag eða aðeins nokkrar milljónir kr. Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eða um 0,14%. 21.9.2009 16:03 Síldarkvóti HB Granda að komast í höfn Nú styttist í að veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum ljúki á þessu sumri. Veiðarnar hafa verið stundaðar innan íslensku lögsögunnar og hafa þær gengið vonum framar. 21.9.2009 15:52 FÍS fundar með bankastjórum um skuldavanda fyrirtækja Undanfarið hefur stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) fundað með bankastjórum stóru viðskiptabankanna og helstu stjórnendum þeirra um skuldavanda fyrirtækja. Fundir með Kaupþingi og Íslandsbanka hafa þegar farið fram en fundur með Landsbanka verður á miðvikudag. 21.9.2009 15:18 Gengið frá láni danskra stjórnvalda til Föroya Banki Í dag var gengið frá láni danskra stjórnvalda til Föroya Banki en lánið kemur úr svokölluðum bankpakke II. Upphæð lánsins er rétt rúmlega 204 milljónir danskra kr. eða um 5 milljarðar kr. 21.9.2009 15:12 Dell kaupir Perot Systems fyrir 500 milljarða Bandaríski tölvurisinn Dell hefur fest kaup á Perot Systems fyrir 3,9 milljarða dollara eða tæplega 500 milljarða kr. Stjórnir beggja fyrirtækjanna hafa lagt blessun sína yfir kaupin að því er segir í tilkynningu frá Dell. 21.9.2009 14:46 Tíu mál gegn þrotabúi Straums þingfest Tíu mál gegn þrotabúi Straums-Burðaráss voru þingfest í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í flestum tilfellum er um lífeyrissjóði að ræða og snúast málin um ágreining um hvort kröfur sjóðanna séu forgangskröfur eða almennar kröfur. 21.9.2009 14:16 Hugsanlega að þiðna á botnfrosnum íbúðamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru 57 í síðustu viku og er það meira en hefur verið í einni viku síðan í október í fyrra. 21.9.2009 12:07 Segir lánadrottna taka vel í tilboð Mjólku Ólafur M. Magnússon framkvæmdarstjóri Mjólku segir að samningar við lánadrottna gangi vel. Allir stærstu lánadrottnar félagsins sem og viðskiptabanki þess, hafi gengið að tilboði sem félagið bauð þeim. Ólafur er þakklátur fyrir það góða samstarf og mikla skilning sem félaginu hefur verið sýnt á þessum erfiðu tímum. Nú standi yfir viðræður við að fá nýja fjárfesta inn í félagið en í þeim hópi eru bæði innlendir og erlendir aðilar. 21.9.2009 11:56 Íslandshrun leiðir til breytinga í fjármálum breskra sveitarfélaga Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. 21.9.2009 10:45 Mjólka á barmi gjaldþrots - reyna að semja við kröfuhafa Mjólka ehf. stendur frammi fyrir miklum skuldavanda og er fyrirséð að félagið geti ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem á því hvíla ef marka má bréf sem Ólafur Magnússon framkvæmdarstjóri sendir lánadrottnum. Skuldir félagsins eru umtalsverðar og eigið fé neikvætt. Nú er leitað leiða til þess að semja við kröfuhafa og eru tvær leiðir í boði. 21.9.2009 10:37 Uppgjörstími verðbréfa breytist í dag Líkt og áður hefur verið tilkynnt færist uppgjörstími verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands (VS) frá klukkan 9 árdegis til klukkan 12 á hádegi frá og með deginum í dag 21. september.. Þessi færsla hefur í för með sér breytingu á meðhöndlun réttinda skuldabréfa. 21.9.2009 10:11 Nýr framkvæmdastjóri Landsvaka Björn Þór Guðmundsson hefur tímabundið verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsvaka hf. til loka maí 2010 og tekur hann til starfa í dag. 21.9.2009 10:03 Hertar bankareglur G-20 munu draga úr hagnaði banka Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. 21.9.2009 09:52 Vísitala byggingarkostnaðar hækkar áfram Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2009 er 495,3 stig sem er hækkun um 0,65% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í október 2009. 21.9.2009 09:11 Fjármálaspekingur: Alheimsgjaldmiðill árið 2024 Kínverski fjármálaspekingurinn og rithöfundurinn Song Hongbing segir í nýrri bók sinni, Gjaldeyrisstríðin, annar hluti (The Currency Wars Two) að dularfull en geysiöflug alþjóðleg samtök muni árið 2024 losa sig við dollara og aðra helstu gjaldmiðla heimsins og taka upp einn sameiginlegan alheimsgjaldmiðil. 21.9.2009 09:08 Spá frekari samdrætti í jólakaupum vestan hafs Fyrstu spár um jólaeyðslu Bandaríkjamanna eru komnar í hús og telja sérfræðingar Deloitte að hinn almenni neytandi muni halda fast um budduna frekar en hitt. 21.9.2009 09:03 Karen Millen langar að kaupa Karen Millen af Kaupþingi Tískudrottningin Karen Millen hefur áhuga á því að kaupa tískuverslanakeðjuna Karen Millen af skilanefnd Kaupþings. Millen stofnaði keðjuna árið 1981 og var þá aðeins með 100 pund milli handanna. 21.9.2009 08:39 AGS selur 400 tonn af gulli fyrir 1.600 milljarða Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur ákveðið að selja yfir 400 tonn af gullforða sínum. Verðmæti þessa gulls er um 13 milljarðar dollara, eða rúmlega 1.600 milljarðar kr. 21.9.2009 08:27 Landstjóri Guernsey fagnar málshöfðun gegn neyðarlögunum Lyndon Trott landstjóri á Guernsey segir að hann fagni fyrirhuguðu dómsmáli innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Ennfremur muni stjórnvöld á eyjunni styðja við bakið á innistæðieigendunum fari mál þeirra fyrir íslenska dómstóla. 21.9.2009 08:00 Kæra stjórnendur lífeyrissjóða vegna venslatengsla Tveir stjórnarmenn í VR kæra á morgun stjórn og stjórnendur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna til Fjármálaeftirlitsins vegna brota á samþykktum sjóðsins og lögum um lífeyrissjóði samkvæmt kvöldfréttum RÚV. 20.9.2009 19:22 Ástþór Magnússon: Vill kaupa gullforða Seðlabanka Íslands „Við erum í þeim bissniss að kaupa gull af fólki,“ segir Ástþór Magnússon, eigandi Goldbank á Spáni en hann sendi seðlabankastjóranum Má Guðmundssyni bréf í dag þar sem hann býðst til þess að kaupa gullforða bankans. Um er að ræða tvö tonn af gulli sem íslenski Seðlabankinn á. 20.9.2009 14:00 Íslendingar treysta RÚV best Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (37,2%). 20.9.2009 13:17 Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. 19.9.2009 18:40 Almenni lífeyrissjóðurinn: Það var slæm hugmynd að fjárfesta í Baugi Almenni lífeyrissjóðurinn, sem rekinn var af Glitni, stóð fyrir rúmum þriðjungi af heildarlánum lífeyrissjóða til Baugs. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að með hliðsjón af því hversu illa fyrirtækin í landinu standi sé ljóst að skuldabréfakaup í Baugi hafi ekki verið góður kostur. 19.9.2009 18:51 Hafnfirðingar tapa milljörðum vegna lóða Hundrað fyrirtæki hafa skilað inn lóðum sínum í Hafnarfirði. Kostnaður bæjarins vegna lóðaskila undanfarna mánuði og uppbyggingar á ónýttum svæðum nemur um 10 milljörðum. 19.9.2009 18:44 Icelandair: Á þriðja tug uppsagna dregnar til baka „Við vorum búnir að gera áætlun fyrir veturinn en svo kemur í ljós að það horfir betur við en við töldum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en flugfélagið ákvað að draga uppsagnir 24 flugmanna til baka nú á dögunum. 19.9.2009 15:07 Norskur fjárfestir kaupir hlut í MP Banka Norski fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. hafa náð samkomulagi um að Røsjø eignist hlut í bankanum að loknum fyrirhuguðum hluthafafundi í næsta mánuði og verði þar með virkur hluthafi við framtíðarþróun bankans. 18.9.2009 21:05 Milljarða lán Milestone til Wernersbræðra einskis virði Sex milljarða króna lán Milestone til Karls og Steingríms Wernerssona, fyrrverandi eigenda félagsins, er einskis virði í bókum þess. Lánið var veitt til félags í eigu bræðranna og var meðal annars notað til að kaupa systur þeirra út úr Milestone. 18.9.2009 18:41 Seðlabankinn styrkir eftirlit með gjaldeyrisreglum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að endurskipuleggja og efla starfsemi gjaldeyriseftirlits innan bankans. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að markmiðið með þeim breytingum sé að styrkja eftirlit með gildandi gjaldeyrishöftum. Gjaldeyriseftirlitið verður hér eftir sjálfstæð eining innan Seðlabankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. 18.9.2009 14:56 Milestone úrskurðað gjaldþrota Stjórn Milestone ehf. hefur óskað eftir eftir því að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk félagsins og kveðið upp úrskurð um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. 18.9.2009 14:37 Magma: Tapaði rúmum 500 milljónum á síðasta ári Tap Magma Energy nam tæpum 4,5 milljónum dollara á síðasta rekstrarári félagsins (árið er júní til júní) eða rúmlega 500 milljónum kr. Af þessu tapi féllu tæplega 1,9 milljón dollara til á síðasta ársfjórðungi rekstrarársins. 18.9.2009 13:40 Sjávarútvegurinn á góðri siglingu í kreppunni Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. 18.9.2009 13:13 Álverðið hefur hækkað um 100 dollara í vikunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um rúmlega 100 dollara í vikunni. Þessa stundina stendur verðið í 1.946 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga sem er helsta viðmiðunarverðið á þessum markaði. 18.9.2009 12:52 Seðlabankinn styrkir gengi krónu með inngripum í morgun Krónan hefur sótt í sig veðrið í morgun eftir veikingu gærdagsins og skrifast styrkingin á inngrip Seðlabankans. Nemur styrking dagsins 0,6% það sem af er degi. 18.9.2009 12:38 SI: Vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni Samtök iðnðarins (SI) gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í samskiptum við erlenda fjárfesta og uppbyggingu iðnaðar sem reiðir sig á nýtingu orkuauðlinda. Stjórnvöld eru ekki samstiga og senda frá sér misvísandi skilaboð. 18.9.2009 12:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. 22.9.2009 10:24
SA: Of snemmt að fagna lokum kreppunnar Aljóðasamtök atvinnurekenda (IOE), sem Samtök atvinnulífsins (SA) eiga aðild að, hafa sent leiðtogum G-20 ríkjanna opið bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að bæta starfsumhverfi fyrirtækja. Samtökin segja of snemmt að fagna lokum kreppunnar þó svo jákvæð teikn hafi sést á mörkuðum og vöxtur látið á sér kræla á ný. 22.9.2009 10:09
Norðmenn íhuga olíuleit við Jan Mayen Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. 22.9.2009 09:35
Kíló af sænskum humar selt á 20.000 krónur Fyrsti humar fiskveiðaársins í Svíþjóð var seldur á 1.100 krónur sænskar kílóið á uppboði í morgun eða rétt tæplega 20.000 kr. íslenskar. 22.9.2009 08:42
Kröfuhafar SPM funda um nauðasaming í dag Fundur með kröfuhöfum Sparisjóðs Mýrasýslu verður haldinn í dag, þriðjudag, að Hilton Hotel Nordica í Reykjavík. Á fundinum verður fjallað um núverandi stöðu sparisjóðsins. Þá verður á fundinum leitað eftir meðmælum kröfuhafa með frumvarpi að nauðasamningi, sem öllum þekktum kröfuhöfum hefur áður verið kynnt. 22.9.2009 08:34
Mikið framboð af íbúðahúsnæði veldur þrýstingi til lækkunnar Hagfræðideild Landsbankans segir að um þessar mundir sé mikið framboð af íbúðahúsnæði og því þrýstingur til frekari lækkunar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í Hagsjá deildarinnar þar sem rætt er um vísitölu byggingarkostnaðar. 22.9.2009 08:16
Aðeins hluti söluverðs Haga til Kaupþings Þegar Hagar, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss og fleiri verslana, voru seldir úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í júlí á síðasta ári fór aðeins hluti af söluverðinu beint og milliliðalaust til Kaupþings sem hafði fjármagnað kaupin á Högum. 22.9.2009 07:14
Stjórnendur yfirskuldsettra fyrirtækja skjóta eignum undan Margir eigendur fyrirtækja sem standa frammi fyrir gjaldþroti eða að bankarnir taki rekstur þeirra yfir eru að taka eignir út úr fyrirtækjunum og/eða taka út háar peningafjárhæðir með ýmsum hætti. Þetta sögðu helstu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa bankans í kynningu sem var haldin í júní síðastliðnum. 21.9.2009 20:11
Ríkisskattstjóri skoðar hvort kvótahagnaði hafi verið skotið undan Ríkisskattstjóri skoðar nú hvort kvótahagnaði hafi verið komið fyrir í aflandsfélögum og notaður til fjárfestinga hér á landi. Þannig hafi fyrrum kvótaeigendur geta komist hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt. Í þeim félögum sem um ræðir skipta lægstu upphæðirnar tvö til þrjú hundruð milljónum króna. 21.9.2009 18:44
Hátt í 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota Allt að 65 prósent fyrirtækja á Íslandi eru tæknilega gjaldþrota og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þetta fullyrtu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa í júní. 21.9.2009 18:33
Lítil velta á hlutabréfamarkaði Lítil velta var á hlutabréfamarkaðinum í dag eða aðeins nokkrar milljónir kr. Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eða um 0,14%. 21.9.2009 16:03
Síldarkvóti HB Granda að komast í höfn Nú styttist í að veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum ljúki á þessu sumri. Veiðarnar hafa verið stundaðar innan íslensku lögsögunnar og hafa þær gengið vonum framar. 21.9.2009 15:52
FÍS fundar með bankastjórum um skuldavanda fyrirtækja Undanfarið hefur stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) fundað með bankastjórum stóru viðskiptabankanna og helstu stjórnendum þeirra um skuldavanda fyrirtækja. Fundir með Kaupþingi og Íslandsbanka hafa þegar farið fram en fundur með Landsbanka verður á miðvikudag. 21.9.2009 15:18
Gengið frá láni danskra stjórnvalda til Föroya Banki Í dag var gengið frá láni danskra stjórnvalda til Föroya Banki en lánið kemur úr svokölluðum bankpakke II. Upphæð lánsins er rétt rúmlega 204 milljónir danskra kr. eða um 5 milljarðar kr. 21.9.2009 15:12
Dell kaupir Perot Systems fyrir 500 milljarða Bandaríski tölvurisinn Dell hefur fest kaup á Perot Systems fyrir 3,9 milljarða dollara eða tæplega 500 milljarða kr. Stjórnir beggja fyrirtækjanna hafa lagt blessun sína yfir kaupin að því er segir í tilkynningu frá Dell. 21.9.2009 14:46
Tíu mál gegn þrotabúi Straums þingfest Tíu mál gegn þrotabúi Straums-Burðaráss voru þingfest í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í flestum tilfellum er um lífeyrissjóði að ræða og snúast málin um ágreining um hvort kröfur sjóðanna séu forgangskröfur eða almennar kröfur. 21.9.2009 14:16
Hugsanlega að þiðna á botnfrosnum íbúðamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru 57 í síðustu viku og er það meira en hefur verið í einni viku síðan í október í fyrra. 21.9.2009 12:07
Segir lánadrottna taka vel í tilboð Mjólku Ólafur M. Magnússon framkvæmdarstjóri Mjólku segir að samningar við lánadrottna gangi vel. Allir stærstu lánadrottnar félagsins sem og viðskiptabanki þess, hafi gengið að tilboði sem félagið bauð þeim. Ólafur er þakklátur fyrir það góða samstarf og mikla skilning sem félaginu hefur verið sýnt á þessum erfiðu tímum. Nú standi yfir viðræður við að fá nýja fjárfesta inn í félagið en í þeim hópi eru bæði innlendir og erlendir aðilar. 21.9.2009 11:56
Íslandshrun leiðir til breytinga í fjármálum breskra sveitarfélaga Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. 21.9.2009 10:45
Mjólka á barmi gjaldþrots - reyna að semja við kröfuhafa Mjólka ehf. stendur frammi fyrir miklum skuldavanda og er fyrirséð að félagið geti ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem á því hvíla ef marka má bréf sem Ólafur Magnússon framkvæmdarstjóri sendir lánadrottnum. Skuldir félagsins eru umtalsverðar og eigið fé neikvætt. Nú er leitað leiða til þess að semja við kröfuhafa og eru tvær leiðir í boði. 21.9.2009 10:37
Uppgjörstími verðbréfa breytist í dag Líkt og áður hefur verið tilkynnt færist uppgjörstími verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands (VS) frá klukkan 9 árdegis til klukkan 12 á hádegi frá og með deginum í dag 21. september.. Þessi færsla hefur í för með sér breytingu á meðhöndlun réttinda skuldabréfa. 21.9.2009 10:11
Nýr framkvæmdastjóri Landsvaka Björn Þór Guðmundsson hefur tímabundið verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsvaka hf. til loka maí 2010 og tekur hann til starfa í dag. 21.9.2009 10:03
Hertar bankareglur G-20 munu draga úr hagnaði banka Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. 21.9.2009 09:52
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar áfram Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2009 er 495,3 stig sem er hækkun um 0,65% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í október 2009. 21.9.2009 09:11
Fjármálaspekingur: Alheimsgjaldmiðill árið 2024 Kínverski fjármálaspekingurinn og rithöfundurinn Song Hongbing segir í nýrri bók sinni, Gjaldeyrisstríðin, annar hluti (The Currency Wars Two) að dularfull en geysiöflug alþjóðleg samtök muni árið 2024 losa sig við dollara og aðra helstu gjaldmiðla heimsins og taka upp einn sameiginlegan alheimsgjaldmiðil. 21.9.2009 09:08
Spá frekari samdrætti í jólakaupum vestan hafs Fyrstu spár um jólaeyðslu Bandaríkjamanna eru komnar í hús og telja sérfræðingar Deloitte að hinn almenni neytandi muni halda fast um budduna frekar en hitt. 21.9.2009 09:03
Karen Millen langar að kaupa Karen Millen af Kaupþingi Tískudrottningin Karen Millen hefur áhuga á því að kaupa tískuverslanakeðjuna Karen Millen af skilanefnd Kaupþings. Millen stofnaði keðjuna árið 1981 og var þá aðeins með 100 pund milli handanna. 21.9.2009 08:39
AGS selur 400 tonn af gulli fyrir 1.600 milljarða Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur ákveðið að selja yfir 400 tonn af gullforða sínum. Verðmæti þessa gulls er um 13 milljarðar dollara, eða rúmlega 1.600 milljarðar kr. 21.9.2009 08:27
Landstjóri Guernsey fagnar málshöfðun gegn neyðarlögunum Lyndon Trott landstjóri á Guernsey segir að hann fagni fyrirhuguðu dómsmáli innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Ennfremur muni stjórnvöld á eyjunni styðja við bakið á innistæðieigendunum fari mál þeirra fyrir íslenska dómstóla. 21.9.2009 08:00
Kæra stjórnendur lífeyrissjóða vegna venslatengsla Tveir stjórnarmenn í VR kæra á morgun stjórn og stjórnendur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna til Fjármálaeftirlitsins vegna brota á samþykktum sjóðsins og lögum um lífeyrissjóði samkvæmt kvöldfréttum RÚV. 20.9.2009 19:22
Ástþór Magnússon: Vill kaupa gullforða Seðlabanka Íslands „Við erum í þeim bissniss að kaupa gull af fólki,“ segir Ástþór Magnússon, eigandi Goldbank á Spáni en hann sendi seðlabankastjóranum Má Guðmundssyni bréf í dag þar sem hann býðst til þess að kaupa gullforða bankans. Um er að ræða tvö tonn af gulli sem íslenski Seðlabankinn á. 20.9.2009 14:00
Íslendingar treysta RÚV best Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (37,2%). 20.9.2009 13:17
Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. 19.9.2009 18:40
Almenni lífeyrissjóðurinn: Það var slæm hugmynd að fjárfesta í Baugi Almenni lífeyrissjóðurinn, sem rekinn var af Glitni, stóð fyrir rúmum þriðjungi af heildarlánum lífeyrissjóða til Baugs. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að með hliðsjón af því hversu illa fyrirtækin í landinu standi sé ljóst að skuldabréfakaup í Baugi hafi ekki verið góður kostur. 19.9.2009 18:51
Hafnfirðingar tapa milljörðum vegna lóða Hundrað fyrirtæki hafa skilað inn lóðum sínum í Hafnarfirði. Kostnaður bæjarins vegna lóðaskila undanfarna mánuði og uppbyggingar á ónýttum svæðum nemur um 10 milljörðum. 19.9.2009 18:44
Icelandair: Á þriðja tug uppsagna dregnar til baka „Við vorum búnir að gera áætlun fyrir veturinn en svo kemur í ljós að það horfir betur við en við töldum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en flugfélagið ákvað að draga uppsagnir 24 flugmanna til baka nú á dögunum. 19.9.2009 15:07
Norskur fjárfestir kaupir hlut í MP Banka Norski fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. hafa náð samkomulagi um að Røsjø eignist hlut í bankanum að loknum fyrirhuguðum hluthafafundi í næsta mánuði og verði þar með virkur hluthafi við framtíðarþróun bankans. 18.9.2009 21:05
Milljarða lán Milestone til Wernersbræðra einskis virði Sex milljarða króna lán Milestone til Karls og Steingríms Wernerssona, fyrrverandi eigenda félagsins, er einskis virði í bókum þess. Lánið var veitt til félags í eigu bræðranna og var meðal annars notað til að kaupa systur þeirra út úr Milestone. 18.9.2009 18:41
Seðlabankinn styrkir eftirlit með gjaldeyrisreglum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að endurskipuleggja og efla starfsemi gjaldeyriseftirlits innan bankans. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að markmiðið með þeim breytingum sé að styrkja eftirlit með gildandi gjaldeyrishöftum. Gjaldeyriseftirlitið verður hér eftir sjálfstæð eining innan Seðlabankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. 18.9.2009 14:56
Milestone úrskurðað gjaldþrota Stjórn Milestone ehf. hefur óskað eftir eftir því að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk félagsins og kveðið upp úrskurð um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. 18.9.2009 14:37
Magma: Tapaði rúmum 500 milljónum á síðasta ári Tap Magma Energy nam tæpum 4,5 milljónum dollara á síðasta rekstrarári félagsins (árið er júní til júní) eða rúmlega 500 milljónum kr. Af þessu tapi féllu tæplega 1,9 milljón dollara til á síðasta ársfjórðungi rekstrarársins. 18.9.2009 13:40
Sjávarútvegurinn á góðri siglingu í kreppunni Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. 18.9.2009 13:13
Álverðið hefur hækkað um 100 dollara í vikunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um rúmlega 100 dollara í vikunni. Þessa stundina stendur verðið í 1.946 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga sem er helsta viðmiðunarverðið á þessum markaði. 18.9.2009 12:52
Seðlabankinn styrkir gengi krónu með inngripum í morgun Krónan hefur sótt í sig veðrið í morgun eftir veikingu gærdagsins og skrifast styrkingin á inngrip Seðlabankans. Nemur styrking dagsins 0,6% það sem af er degi. 18.9.2009 12:38
SI: Vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni Samtök iðnðarins (SI) gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í samskiptum við erlenda fjárfesta og uppbyggingu iðnaðar sem reiðir sig á nýtingu orkuauðlinda. Stjórnvöld eru ekki samstiga og senda frá sér misvísandi skilaboð. 18.9.2009 12:01