Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 19. september 2009 18:40 Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira