Viðskipti innlent

Hafnfirðingar tapa milljörðum vegna lóða

Sigríður Mogensen. skrifar

Hundrað fyrirtæki hafa skilað inn lóðum sínum í Hafnarfirði. Kostnaður bæjarins vegna lóðaskila undanfarna mánuði og uppbyggingar á ónýttum svæðum nemur um 10 milljörðum.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að heildarbakfærslan á síðustu 12 mánuðum sé á bilinu 6 til 7 milljarðar króna. Þar af hafi bæjarsjóður þurft að greiða út í beinhörðum peningum vel á þriðja milljarð króna.

Þessu til viðbótar hefur Hafnarfjarðarbær lagt um 4 milljarða í uppbyggingu á þessum svæðum.

Samtals er kostnaður bæjarins vegna lóðaskila og uppbyggingar á ónýttum svæðum því um 10 milljarðar króna.

Útgreiðslum bæjarins vegna lóðaskila hefur verið mætt bæði með lánum og því að nota þær tekjur sem koma inn, meðal annars tekjur af sölu bæjarins á hlut sínum í HS Orku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×