Fleiri fréttir

Skilnaður að baki nær fimmtu hverjum íbúðaviðskiptum Dana

Ný könnun leiðir í ljós að rekja má nær fimmtung af öllum íbúðaviðskiptum í Danmörku til skilnaða. Þetta er veruleg aukning frá árinu 2006 þegar samskonar könnun leiddi í ljós að 10% viðskiptanna mátti rekja til skilnaða.

Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports.

Íslenskar vísitölur horfnar af heimskortinu

FTSE, sem heldur utan um hlutabréfavísitölur heimsins, hefur ákveðið að hætta að birta þær íslensku í daglegum gögnum sínum. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Ísland segir í frétt um málið í viðskiptablaðinu Financial Times.

Íslandssjóðir stofna nýjan verðbréfasjóð

Íslandssjóðir hafa sett nýjan verðbréfasjóð á markað, Veltusafn, sem hentar vel til sparnaðar í skemmri tíma. Markmið sjóðsins er að nýta tækifæri á markaði með virkri stýringu innlána, víxla og ríkisskuldabréfa en á sama tíma að skila jafnri og stöðugri ávöxtun.

Fyrrverandi og núverandi ríkisskattstjóri rífast fyrir dómi

Skúli Eggert Þórðarsson, ríkisskattstjóri, og Garðar Valdimarsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, takast nú á fyrir dómstólum, um túlkun skattalaga. Deilt er um hvort fyrrverandi forstjóri Straums eigi að greiða tekjuskatt vegna söluréttarsamnings, eða einungis fjármangstekjuskatt.

Aðstoðarbankastjóri Kaupþings endurskoðaði aflandsfélög

Kaupþing stofnaði og sá um endurskoðun á fjölmörgum félögum í skattaparadísum í gegnum endurskoðunarfyrirtæki á bresku jómfrúareyjunum. Fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Kaupþings, sem ekki er endurskoðandi, sá einnig um endurskoðun.

Ágætur dagur í kauphöllinni

Það var grænt á flestum tölum í kauphöllinni í dag og hækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um 1,25%. Stendur vísitalan í rúmum 809 stigum.

Aðgerðir gegn eftirliti bíða niðurstöðu rannsóknarnefndar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að hugsanlegar aðgerðir, eins og til dæmis málsóknir, gegn eftirlitsaðilum vegna vinnubragða þeirra í aðdragenda efnahagshrunsins í haust munu bíða eftir niðurstöðum frá rannsóknarnefnd Alþings.

Dönsk stjórnvöld kanna málssókn gegn eigin fjármálaeftirliti

Ríkisstjórn Danmerkur er nú að kanna hvort hægt sé að hefja málsókn (tjenestemandssag) gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Ástæðan fyrir málsókinni er ábótavant eftirlit hins danska FME með Roskilde Bank sem varð gjaldþrota fyrr í ár.

Byr kominn með sjálfstæða erlenda greiðslumiðlun

Nú hefur Byr opnað reikninga erlendis í öllum helstu myntum, það er evrum, pundum, dollurum, norskum, sænskum og dönskum krónum, svissneskum frönkum og jenum, og er því kominn með sjálfstæða greiðslumiðlun fyrir erlend viðskipti.

Lúxushús við Holmen bitbein hjá þrotabúi Baugs

Meðal þeirra eigna sem þrotabú Baugs og Gaumur eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu bítast nú um er lúxushús við Holmen í hjarta Kaupmannahafnar. Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Nybolig og er verðmiðinn 15 milljónir danskra kr. eða rúmlega 360 milljónir kr.

Icelandair opnar nýjar höfuðstöðvar í Boston

Nýjar höfuðstöðvar Icelandair í Vesturheimi eru formlega teknar í notkun í dag í Boston að viðstöddum fulltrúum borgar- og flugvallaryfirvalda auk lykilfólks úr flug- og ferðaþjónustunni í Massachusettsfylki. Hlutverk skrifstofunnar í Boston er að stýra markaðs- og sölustarfi Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada og þar starfa um 25 manns.

Dollarinn hefur lækkað nokkuð gagnvart krónunni

Bandaríkjadollar hefur lækkað um tæpar 3 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði undanfarnar tvær vikur. Á sama tíma hefur verð evru hækkað um 2 kr. Gengi evru gagnvart dollara hefur hækkað mikið undanfarið og náði í morgun sínu hæsta gildi undanfarið ár, þegar evran var seld á 1,477 dollara.

Verðbólgan á Íslandi margföld á við Evrópuríki

Verðbólgan á Íslandi mældist 16,0% í ágúst og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Að meðaltali er verðbólgan nú um 0,6% meðal ríkja EES en -0,2% meðal ríkja evru svæðisins.

Góður árangur hjá Mannviti í Ungverjalandi

Verkfræðistofan Mannvit lauk því að bora fyrstu holuna í bænum Szentlörinc í suðvesturhluta Ungverjalands í síðustu viku. Holan er 1.820 metra djúp og fyrstu prófanir og mælingar á eiginleikum borholunnar gefa til kynna góðan árangur.

Rekstri Verðbréfunar hf. verður hætt

Stjórn Verðbréfunar hf. samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2009 samkomulag við NBI hf. um kaup á útistandandi skuldabréfum Verðbréfunar hf. á uppgreiðsluvirði safnbréfanna. Rekstri Verðbréfunar hf. verður því hætt.

Exista ræður erlendan ráðgjafa í endurskipulagningu

Exista hefur ráðið til sín ráðgjafarfyrirtækið Talbot Hughes McKillop sem munu leiða vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Exista og samningaviðræður við bæði innlenda og erlenda lánveitendur félagsins.

Írskir skattgreiðendur fá 16.000 milljarða reikning

Írskir skattgreiðendur verða að punga út 80 milljörðum punda eða um 16.000 milljörðum kr. til að bjarga bönkum landsins frá hruni. Þetta er upphæðin sem írsk stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir ónýt lán í bönkum landsins. Þessum lánum verður safnað saman í einn „slæman banka" sem verður fjármagnaður af ríkissjóði landsins.

French Connection skilar 2,6 milljarða tapi

Breska verslunarkeðjan French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu.

FME: Almannahagsmunir geta réttlætt brot á þagnarskyldu

Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur Fjármálaeftirlitsins (FME) leggur áherslu á að eftirlitið viðurkennir að í ákveðnum tilvikum geta almannahagsmunir réttlætt það að þagnarskyldum upplýsingum væri miðlað og að þegar svo háttaði til ættu þeir sem það gerðu ekki að hljóta refsingu.

Nauðsynleg aðgerð til bjargar Bakkavör

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir að kaup bræðranna á hlut Exista í Bakkavör hafi verið nauðsynleg til að bjarga Bakkavör. Ljóst sé að Exista fari í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða jafnvel gjaldþrot á næstu vikum

Mun líklega verða stærsti eigandi Alfesca á ný

Ólafur Ólafsson mun að öllum líkindum tryggja sér vel yfir helmingshlut í Alfesca og verða stærsti eigandi félagsins á nýjan leik. Slíkt mun Ólafur gera í gegnum nýtt félag sem hann stofnaði í byrjun árs.

Þrotabú Fons ætlar ekki að rifta Iceland Express-viðskiptum

Þrotabú Fons hyggst ekki rifta 300 milljóna króna hlutafjáraukningu í Iceland Express í nóvember á síðasta ári. Aukningin varð til þess að hlutur Fons í flugfélaginu minnkaði úr 99 prósentum í 7,9 prósent. Þetta kom fram á sérstökum fundi með kröfuhöfum þrotabús Fons í dag.

Gengi Century Aluminium hækkar áfram

Gengi hluta í Century Aluminium hækkaði um 5% í kauphöllinni í dag og er félagið þá komið í efsta sæti hvað varðar hækkun frá áramótum en hún nemur nú 32%.

Royal Court á Guernsey heimilar málsókn gegn neyðarlögunum

Umsjónarmenn þrotabús Landsbankans á Guernsey, sem eru frá Deloitte, munu hefja málsókn fyrir íslenskum dómstóli gegn neyðarlögunum fari svo að þeim takist ekki að hámarka endurheimtur fyrir innistæðueigendur bankans á eyjunni. The Royal Court á Guernsey, æðsti dómstóll eyjunnar, hefur nú heimilað umsjónarmönnunum slíka málsókn.

Vöruinnflutningur 44% minni en á sama tíma í fyrra

Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun.

Magma vill stærri hlut í Hs Orku

Magma Energy stefnir á að eignast fimmtíu prósenta hlut í HS orku. Þessa sagði Ross Beaty, forstjóri fyrirtækisins, á símafundi vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins í gær. Magma á nú 43 prósenta hlut í félaginu. Beaty sagðist vinna að því hörðum höndum að auka hlut Magma í HS orku enn frekar.

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 24. september næstkomandi. Vísar Greining til þess að í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 13. ágúst síðastliðinn segi að sterkari króna sé forsenda áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds.

Metatvinnuleysi á Bretlandi

Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í 15 ár, eða frá árinu 1994. Fjöldi atvinnulausra Breta jókst um 210 þúsund í 2,47 milljonir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta sýna tölur sem breska blaðið Telegraph hefur frá hagstofunni þar í landi.

Hækkanir opinberra gjalda vofa yfir

Gjaldskrárhækkanir eru framundan hjá bæði ríki, sveitarfélögum og orkufyrirtækjum. Að einhverju leyti skýrast þessi atriði nánar í næsta mánuði þegar ríkisstjórnin kynnir fjárlög fyrir árið 2010. Greiningadeild Kaupþings telur að þessi atriði gætu hækkað vísitölu neysluverðs um 3,1%, en áhrifin dreifist yfir árin 2009-2011.

Facebook skilar hagnaði í fyrsta sinn

Mark Zuckerberg, hugmyndasmiðurinn að baki, nettengslasíðunnar Facebook tilkynnti nýlega að Facebook hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn frá því að síðan var sett upp árið 2004.

Yfirlýsing frá Gaumi ehf

Í tilefni frétta af fjárkröfu skiptastjóra þb. Baugs Group hf. á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. og fleiri aðilum vegna kaupa 1998 ehf. á 95,7% af heildarhlutafé Haga hf. hefur Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. sent yfirlýsingu þar sem Gaumur vill koma eftirfarandi á framfæri:

Vilja kaupa Karen Millen og Oasis af Kaupþingi

Tískuvörurisinn Debenhams er nú sagður íhuga að fjárfesta í verslunarkeðjunum Karen Millen og Oasis sem nú eru í eigu Kaupþings en áður Baugs. Bloomberg segir frá þessu í kvöld en þetta er haft eftir innanbúðarmanni hjá Debenhams.

Enginn vildi dollara danska seðlabankans

Danskir bankar höfðu vægast sagt lítinn áhuga á að bæta lausafjárstöðu sína með dollurum sem í boði voru hjá danska seðlabankanum, Nationalbanken, í dag.

Century Aluminium hækkar

Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,4% í dag en mjög lítil viðskipti voru á bakvið þá hækkun. Þá hækkaði Össur um 0,4%. Annars endaði dagurinn í rauðu því úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,16%.

Þórarinn aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands

Seðlabankastjóri hefur ráðið Þórarinn G. Pétursson í stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. Ráðningin fór fram að undangenginni auglýsingu og að afloknu sérstöku mati hæfnisnefndar.

Auður Evrópu orðinn meiri en Bandaríkjanna

Bandaríkin eru ekki lengur heimili mesta auðs í heiminum. Evrópa hefur velt Bandaríkjamönnum úr sessi hvað þetta varðar. Auðæfi Bandaríkjanna hafa minnkað mest af öllum landsvæðum heimsins nú ári eftir fall Lehman Brothers.

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á uppleið og hækkaði WTI léttolían um 0,8% á markaðinum í New York undir lokin í gærkvöldi. Stendur verðið í 69,4 dollurum fyrir opnun markaðarins í dag.

Sjá næstu 50 fréttir