Segir lánadrottna taka vel í tilboð Mjólku 21. september 2009 11:56 Ólafur M. Magnússon framkvæmdarstjóri Mjólku segir að samningar við lánadrottna gangi vel. Allir stærstu lánadrottnar félagsins sem og viðskiptabanki þess, hafi gengið að tilboði sem félagið bauð þeim. Ólafur er þakklátur fyrir það góða samstarf og mikla skilning sem félaginu hefur verið sýnt á þessum erfiðu tímum. Nú standi yfir viðræður við að fá nýja fjárfesta inn í félagið en í þeim hópi eru bæði innlendir og erlendir aðilar. „Það hefur gengið mjög vel og við erum gríðarlega þakklátir fyrir það góða samstarf og mikla skilning sem lánadrottnar hafa sýnt okkur. Það var erfið ákvörðun að óska eftir að menn gæfu hluta af kröfum sínum eftir. Nú förum við á fullt í það að endurfjármagna félagið og koma fjáhag þess á réttan kjöl með þessu samstillta átaki," segir Ólafur en rekstur Mjólku hefur verið afar erfiður síðustu mánuði. Lánadrottnum félagsins var boðið að gefa eftir hluta krafna sinna líkt og Vísir sagði frá fyrr í dag. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig persónulega að fara þessa leið. Við höfum hinsvegar átt því láni að fagna að vera í góðu sambandi við okkar birgja og unnið þetta með þeim. Þetta lýsir því hvernig atvinnulífið er að takast á við þennan vanda. Fyrirtækin í landinu eru að hjálpast við að takast á við þetta." Ólafur segir að nú standi yfir viðræður við nýja fjárfesta bæði innlenda og erlenda. Einn af þeim sé Kaupfélag Skagfirðinga. „Í þessari endurskipulagningu höfum við reynt að fá inn nýja fjárfesta til þess að kaupa reksturinn og við höfum reynt að hámarka það sem við höfum til ráðstöfunar fyrir lánadrottnana með þessum hætti. Þetta snýst um að við getum gert þennan rekstur bærilegan og þannig fengið fjárfesta til okkar. Þetta er svipað og að bjóða gestum í heimsókn, þá verðurðu að taka til í stofunni áður, svo það sé ekki allt í drasli," segir Ólafur. Ólafur segir stöðu fyrirtækisins mun betri nú en áður en menn fóru í umræddar aðgerðir. Mjólka hafi færst langt frá því að fara í gjaldþrot eins og útlit var fyrir. „Allir stærstu lánadrottnar okkar hafa samþykkt umrædd tilboð. Það eru einungis fjórir til fimm aðilar sem eiga eftir að svara en ég á von á því að fá svar núna í fyrri hluta vikunnar. Okkar banki hefur einnig samþykkt þetta upplegg okkar." Tengdar fréttir Mjólka á barmi gjaldþrots - reyna að semja við kröfuhafa Mjólka ehf. stendur frammi fyrir miklum skuldavanda og er fyrirséð að félagið geti ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem á því hvíla ef marka má bréf sem Ólafur Magnússon framkvæmdarstjóri sendir lánadrottnum. Skuldir félagsins eru umtalsverðar og eigið fé neikvætt. Nú er leitað leiða til þess að semja við kröfuhafa og eru tvær leiðir í boði. 21. september 2009 10:37 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Ólafur M. Magnússon framkvæmdarstjóri Mjólku segir að samningar við lánadrottna gangi vel. Allir stærstu lánadrottnar félagsins sem og viðskiptabanki þess, hafi gengið að tilboði sem félagið bauð þeim. Ólafur er þakklátur fyrir það góða samstarf og mikla skilning sem félaginu hefur verið sýnt á þessum erfiðu tímum. Nú standi yfir viðræður við að fá nýja fjárfesta inn í félagið en í þeim hópi eru bæði innlendir og erlendir aðilar. „Það hefur gengið mjög vel og við erum gríðarlega þakklátir fyrir það góða samstarf og mikla skilning sem lánadrottnar hafa sýnt okkur. Það var erfið ákvörðun að óska eftir að menn gæfu hluta af kröfum sínum eftir. Nú förum við á fullt í það að endurfjármagna félagið og koma fjáhag þess á réttan kjöl með þessu samstillta átaki," segir Ólafur en rekstur Mjólku hefur verið afar erfiður síðustu mánuði. Lánadrottnum félagsins var boðið að gefa eftir hluta krafna sinna líkt og Vísir sagði frá fyrr í dag. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig persónulega að fara þessa leið. Við höfum hinsvegar átt því láni að fagna að vera í góðu sambandi við okkar birgja og unnið þetta með þeim. Þetta lýsir því hvernig atvinnulífið er að takast á við þennan vanda. Fyrirtækin í landinu eru að hjálpast við að takast á við þetta." Ólafur segir að nú standi yfir viðræður við nýja fjárfesta bæði innlenda og erlenda. Einn af þeim sé Kaupfélag Skagfirðinga. „Í þessari endurskipulagningu höfum við reynt að fá inn nýja fjárfesta til þess að kaupa reksturinn og við höfum reynt að hámarka það sem við höfum til ráðstöfunar fyrir lánadrottnana með þessum hætti. Þetta snýst um að við getum gert þennan rekstur bærilegan og þannig fengið fjárfesta til okkar. Þetta er svipað og að bjóða gestum í heimsókn, þá verðurðu að taka til í stofunni áður, svo það sé ekki allt í drasli," segir Ólafur. Ólafur segir stöðu fyrirtækisins mun betri nú en áður en menn fóru í umræddar aðgerðir. Mjólka hafi færst langt frá því að fara í gjaldþrot eins og útlit var fyrir. „Allir stærstu lánadrottnar okkar hafa samþykkt umrædd tilboð. Það eru einungis fjórir til fimm aðilar sem eiga eftir að svara en ég á von á því að fá svar núna í fyrri hluta vikunnar. Okkar banki hefur einnig samþykkt þetta upplegg okkar."
Tengdar fréttir Mjólka á barmi gjaldþrots - reyna að semja við kröfuhafa Mjólka ehf. stendur frammi fyrir miklum skuldavanda og er fyrirséð að félagið geti ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem á því hvíla ef marka má bréf sem Ólafur Magnússon framkvæmdarstjóri sendir lánadrottnum. Skuldir félagsins eru umtalsverðar og eigið fé neikvætt. Nú er leitað leiða til þess að semja við kröfuhafa og eru tvær leiðir í boði. 21. september 2009 10:37 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Mjólka á barmi gjaldþrots - reyna að semja við kröfuhafa Mjólka ehf. stendur frammi fyrir miklum skuldavanda og er fyrirséð að félagið geti ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem á því hvíla ef marka má bréf sem Ólafur Magnússon framkvæmdarstjóri sendir lánadrottnum. Skuldir félagsins eru umtalsverðar og eigið fé neikvætt. Nú er leitað leiða til þess að semja við kröfuhafa og eru tvær leiðir í boði. 21. september 2009 10:37