Viðskipti innlent

Uppgjörstími verðbréfa breytist í dag

Líkt og áður hefur verið tilkynnt færist uppgjörstími verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands (VS) frá klukkan 9 árdegis til klukkan 12 á hádegi frá og með deginum í dag 21. september.. Þessi færsla hefur í för með sér breytingu á meðhöndlun réttinda skuldabréfa.

 

Í tilkynningu segir að réttindadagur verður eftir breytingu þessa einum bankadegi fyrir greiðsludag vaxta og afborgana og réttindi ákvarðast því af eigendaskráningu hjá VS í lok þess dags. M.ö.o. fylgja réttindi til vaxta og afborgana með í viðskiptum sem gera á upp eigi síðar en einum bankadegi fyrir greiðsludag vaxta og afborgana.

 

Ólíkt því sem tíðkast hefur fyrir flest skuldabréf munu réttindin því framvegis ekki fylgja með í viðskiptum sem gera á upp á greiðsludeginum sjálfum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×