Viðskipti innlent

Seðlabankinn styrkir eftirlit með gjaldeyrisreglum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að endurskipuleggja og efla starfsemi gjaldeyriseftirlits innan bankans. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að markmiðið með þeim breytingum sé að styrkja eftirlit með gildandi gjaldeyrishöftum. Gjaldeyriseftirlitið verður hér eftir sjálfstæð eining innan Seðlabankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra.

Sérstök ráðgjafarnefnd verður gjaldeyriseftirlitinu til stuðnings. Nefndin mun hafa eftirlit með störfum gjaldeyriseftirlitsins, stuðla að virku samstarfi þess og annarra sviða innan Seðlabankans og sinna stefnumótun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×