Viðskipti innlent

Aðeins hluti söluverðs Haga til Kaupþings

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Þegar Hagar, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss og fleiri verslana, voru seldir úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í júlí á síðasta ári fór aðeins hluti af söluverðinu beint og milliliðalaust til Kaupþings sem hafði fjármagnað kaupin á Högum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Hagar voru seldir á 30 milljarða og að sögn blaðsins fóru aðeins 10 milljarðar af söluverðinu til Kaupþings.

Fimmtán milljarðar fóru í að kaupa hlutabréf í Baugi Group af eigendum félagsins, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum, sem notuðu síðan peningana til þess að gera upp skuldir sínar við Kaupþing. Þá fóru fimm milljarðar í að greiða skuld Baugs við Glitni. Jón Ásgeir Jóhannesson staðfestir þetta við blaðið og segir að gjörningurinn hafi verið að kröfu stærstu veðhafa Baugs Group sem voru íslensku bankarnir. Þetta leiddi til þess að Baugur eignaðist meira en 20 prósent í sjálfum sér sem er óheimilt samvkæmt lögum. Skiptastjórar þrotabús Baugs hafa farið fram á riftun vegna sölunnar á Högum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×