Seðlabankinn styrkir gengi krónu með inngripum í morgun 18. september 2009 12:38 Krónan hefur sótt í sig veðrið í morgun eftir veikingu gærdagsins og skrifast styrkingin á inngrip Seðlabankans. Nemur styrking dagsins 0,6% það sem af er degi. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sinu. Þar segir að Seðlabankinn, sem látið hefur gjaldeyrismarkaðinn óáreittan það sem af er september, virðist leitast við að halda gengi evru gagnvart krónu í grennd við 180 kr. þessa dagana, en þegar þetta er ritað kostar evran 181,5 kr., Bandaríkjadollar 123,4 kr. og breska pundið 201,9 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. Á aflandsmarkaði virðist ríkja Fróðárfriður nú um stundir. Hefur gengi evru gagnvart krónu verið á bilinu 210-220 frá miðjum júlí og velta mun minni en raunin var á öðrum ársfjórðungi, ef marka má miðlunarkerfi Reuters. Frá júníbyrjun, þegar segja má að aukinn stöðugleiki hafi komist á krónuna eftir miklar sveiflur framan af ári, hefur Seðlabankinn selt evrur fyrir 5,5 milljarða kr. í þeirri viðleitni sinni að styðja við bakið á krónunni. Þrátt fyrir þessi inngrip, metafgang af þjónustujöfnuði í sumar að mati greiningarinnar og takmarkaðar nýjar vaxtagreiðslur til útlendinga frá miðju ári hefur krónan ekki gert meira en halda sjó gagnvart evru undanfarna þrjá mánuði. Þessar vikurnar dregur hratt úr innstreymi gjaldeyris frá ferðamönnum og gæti því róður Seðlabankans til stuðnings krónu heldur þyngst næsta kastið. Ekki er þó loku fyrir það skotið að tiltrú manna á krónunni, sem er afar lítil um þessar mundir, geti aukist ef skriður kemst aftur á áætlun AGS og stjórnvalda þegar líður á haustið. Lokahnútur verður bundinn á endurreisn fjármálakerfisins, Icesave-málið verður til lykta leitt, lánsfé berst frá nágrannaþjóðum og fyrstu skref til afléttingar gjaldeyrishafta verða stigin. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Krónan hefur sótt í sig veðrið í morgun eftir veikingu gærdagsins og skrifast styrkingin á inngrip Seðlabankans. Nemur styrking dagsins 0,6% það sem af er degi. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sinu. Þar segir að Seðlabankinn, sem látið hefur gjaldeyrismarkaðinn óáreittan það sem af er september, virðist leitast við að halda gengi evru gagnvart krónu í grennd við 180 kr. þessa dagana, en þegar þetta er ritað kostar evran 181,5 kr., Bandaríkjadollar 123,4 kr. og breska pundið 201,9 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. Á aflandsmarkaði virðist ríkja Fróðárfriður nú um stundir. Hefur gengi evru gagnvart krónu verið á bilinu 210-220 frá miðjum júlí og velta mun minni en raunin var á öðrum ársfjórðungi, ef marka má miðlunarkerfi Reuters. Frá júníbyrjun, þegar segja má að aukinn stöðugleiki hafi komist á krónuna eftir miklar sveiflur framan af ári, hefur Seðlabankinn selt evrur fyrir 5,5 milljarða kr. í þeirri viðleitni sinni að styðja við bakið á krónunni. Þrátt fyrir þessi inngrip, metafgang af þjónustujöfnuði í sumar að mati greiningarinnar og takmarkaðar nýjar vaxtagreiðslur til útlendinga frá miðju ári hefur krónan ekki gert meira en halda sjó gagnvart evru undanfarna þrjá mánuði. Þessar vikurnar dregur hratt úr innstreymi gjaldeyris frá ferðamönnum og gæti því róður Seðlabankans til stuðnings krónu heldur þyngst næsta kastið. Ekki er þó loku fyrir það skotið að tiltrú manna á krónunni, sem er afar lítil um þessar mundir, geti aukist ef skriður kemst aftur á áætlun AGS og stjórnvalda þegar líður á haustið. Lokahnútur verður bundinn á endurreisn fjármálakerfisins, Icesave-málið verður til lykta leitt, lánsfé berst frá nágrannaþjóðum og fyrstu skref til afléttingar gjaldeyrishafta verða stigin.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira