Viðskipti innlent

Stjórnendur yfirskuldsettra fyrirtækja skjóta eignum undan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, var einn þeirra sem kynnti kröfuhöfum stöðuna. Mynd/ Pjetur.
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, var einn þeirra sem kynnti kröfuhöfum stöðuna. Mynd/ Pjetur.
Margir eigendur fyrirtækja sem standa frammi fyrir gjaldþroti eða að bankarnir taki rekstur þeirra yfir eru að taka eignir út úr fyrirtækjunum og/eða taka út háar peningafjárhæðir með ýmsum hætti. Þetta sögðu helstu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa bankans í kynningu sem var haldin í júní síðastliðnum.

Í skýrslunni er fjallað um grafalvarlega stöðu fyrirtækja á Íslandi. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 fullyrtu stjórnendur Landsbankans jafnframt að 65% fyrirtækja á Íslandi væru tæknilega gjaldþrota og gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þjóðin sæi fram á vanda sem væri af slíkri stærðargráðu að grípa þyrfti til sérstakra aðgerða.

Í kynningunni kemur fram að nauðsynlegt væri að afskrifa skuldir og fljótlegasta leiðin til þess að endurskipuleggja rekstur fyrirtækja væri með samstarfi við eigendur þeirra.


Tengdar fréttir

Hátt í 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota

Allt að 65 prósent fyrirtækja á Íslandi eru tæknilega gjaldþrota og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þetta fullyrtu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×