Síldarkvóti HB Granda að komast í höfn 21. september 2009 15:52 Myndin er á heimasíðu HB Granda. Nú styttist í að veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum ljúki á þessu sumri. Veiðarnar hafa verið stundaðar innan íslensku lögsögunnar og hafa þær gengið vonum framar. Fjallað er um málið á heimasíðu HB Granda. ,,Veiðarnar innan íslensku lögsögunnar hafa gengið það vel í sumar að það eru hverfandi líkur á að við þurfum að nýta okkur þann rétt að veiða hluta kvótans í norsku lögsögunni," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, í samtali við heimasíðuna. Að hans sögn kom Ingunn AK til Vopnafjarðar með um 1.000 tonna afla sl. föstudag og í gær kom Lundey NS þangað með um 900 tonn. ,,Staðan núna er þannig að hvert okkar þriggja skipa á eftir að landa einu sinni enn á Vopnafirði og vonandi helst veiðin það góð að það gangi eftir. Veiðin hefur færst töluvert austar síðustu dagana og Faxi RE er nú austur undir Síldarsmugunni um 200 sjómílur austur af Langanesi og bíður þess að Ingunn komi á miðin. Enn er verið að frysta síld úr afla Ingunnar og því er ekki reiknað með því að skipið verði á miðunum fyrr en seint annað kvöld. Í framhaldinu tekur svo við frysting á afla Lundeyjar á Vopnafirði," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Nú styttist í að veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum ljúki á þessu sumri. Veiðarnar hafa verið stundaðar innan íslensku lögsögunnar og hafa þær gengið vonum framar. Fjallað er um málið á heimasíðu HB Granda. ,,Veiðarnar innan íslensku lögsögunnar hafa gengið það vel í sumar að það eru hverfandi líkur á að við þurfum að nýta okkur þann rétt að veiða hluta kvótans í norsku lögsögunni," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, í samtali við heimasíðuna. Að hans sögn kom Ingunn AK til Vopnafjarðar með um 1.000 tonna afla sl. föstudag og í gær kom Lundey NS þangað með um 900 tonn. ,,Staðan núna er þannig að hvert okkar þriggja skipa á eftir að landa einu sinni enn á Vopnafirði og vonandi helst veiðin það góð að það gangi eftir. Veiðin hefur færst töluvert austar síðustu dagana og Faxi RE er nú austur undir Síldarsmugunni um 200 sjómílur austur af Langanesi og bíður þess að Ingunn komi á miðin. Enn er verið að frysta síld úr afla Ingunnar og því er ekki reiknað með því að skipið verði á miðunum fyrr en seint annað kvöld. Í framhaldinu tekur svo við frysting á afla Lundeyjar á Vopnafirði," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira