Viðskipti innlent

Tíu mál gegn þrotabúi Straums þingfest

Tíu mál gegn þrotabúi Straums-Burðaráss voru þingfest í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í flestum tilfellum er um lífeyrissjóði að ræða og snúast málin um ágreining um hvort kröfur sjóðanna séu forgangskröfur eða almennar kröfur.

 

 

Í umfjöllun á RUV um málið er haft eftir Ólafi Gústafssyni hrl. að skiptastjórn Straums telji að kröfurnar séu almennar, en lífeyrissjóðirnir eru á öðru máli.

 

Þeir hafi átt skuldabréf á Straum, Straumur hafi keypt bréfin, sjóðirnir síðan lagt andvirði bréfanna inn á bankareikninga . Því vilja lífeyrissjóðirnir meina að um innlán sé að ræða og þar af leiðandi forgangskröfur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×