Viðskipti innlent

Dell kaupir Perot Systems fyrir 500 milljarða

Bandaríski tölvurisinn Dell hefur fest kaup á Perot Systems fyrir 3,9 milljarða dollara eða tæplega 500 milljarða kr. Stjórnir beggja fyrirtækjanna hafa lagt blessun sína yfir kaupin að því er segir í tilkynningu frá Dell.

 

Perot Systems er tölvuþjónustufyrirtæki sem býður upp allt frá fjármálastjórnun til sérfræðiþjónustu við viðskiptavini sína. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 2,8 milljörðum dollara.

 

Michael Dell, stofnandi Dell, leggur áherslu á í tilkynningunni að með kaupunum aukist möguleikar fyrirtækisins verulega á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á allsherjarlausnir á tölvusviðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×