Sjávarútvegurinn á góðri siglingu í kreppunni 18. september 2009 13:13 Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. Þá jókst velta í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, sem nær bæði yfir landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, um nærri 21% að nafnvirði. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að teknu tilliti til verðbólgu má því gróflega ætla að raunvirði veltu í sjávarútvegi hafi heldur aukist á milli ára en hitt. Framleiðsla málma jókst hins vegar aðeins lítillega á milli ára að krónutölu, og því minnkaði velta þar að raunvirði. Aftur á móti virðast flugsamgöngur hafa gengið með ágætum á vordögum, en velta í þeim geira jókst um ríflega 30% í krónum talið á tímabilinu. Rekstur hótela og veitingahúsa virðist ekki hafa notið lágs gengis krónu með sama hætti og flugreksturinn, því aðeins varð lítilsháttar krónutöluaukning í þeim geira á sama tíma. Samdráttur í innlendri eftirspurn undanfarið endurspeglast skýrt í tölum Hagstofu. Velta í bílasölu og tengdum greinum skrapp saman um nærri helming milli ára í krónum talið. Sömu sögu má segja af byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Smásöluvelta var nánast óbreytt að krónu tölu í maí og júní frá sama tíma í fyrra, sem jafngildir ríflega 9% raunlækkun. Sams konar þróun átti sér stað í sérhæfðri þjónustu af ýmsu tagi. Þá skrapp velta í tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi saman um 26% að krónutölu á milli ára. Ofangreindar tölur endurspegla þau umskipti sem orðið hafa í hagkerfinu frá þensluskeiðinu um miðjan áratuginn. Líklegt er að geirar tengdir innlendri eftirspurn á borð við bílasölu, umboðs- og heildverslun og ýmsar greinar smásöluverslunar muni áfram eiga undir högg að sækja, en hagur útflutningsgreina gæti vænkast frekar á næstunni ef það gengur eftir sem sífellt fleiri spá erlendis: Að nú sé botninum náð í kreppunni á heimsvísu og að eftirspurn erlendis muni taka við sér á komandi ársfjórðungum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. Þá jókst velta í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, sem nær bæði yfir landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, um nærri 21% að nafnvirði. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að teknu tilliti til verðbólgu má því gróflega ætla að raunvirði veltu í sjávarútvegi hafi heldur aukist á milli ára en hitt. Framleiðsla málma jókst hins vegar aðeins lítillega á milli ára að krónutölu, og því minnkaði velta þar að raunvirði. Aftur á móti virðast flugsamgöngur hafa gengið með ágætum á vordögum, en velta í þeim geira jókst um ríflega 30% í krónum talið á tímabilinu. Rekstur hótela og veitingahúsa virðist ekki hafa notið lágs gengis krónu með sama hætti og flugreksturinn, því aðeins varð lítilsháttar krónutöluaukning í þeim geira á sama tíma. Samdráttur í innlendri eftirspurn undanfarið endurspeglast skýrt í tölum Hagstofu. Velta í bílasölu og tengdum greinum skrapp saman um nærri helming milli ára í krónum talið. Sömu sögu má segja af byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Smásöluvelta var nánast óbreytt að krónu tölu í maí og júní frá sama tíma í fyrra, sem jafngildir ríflega 9% raunlækkun. Sams konar þróun átti sér stað í sérhæfðri þjónustu af ýmsu tagi. Þá skrapp velta í tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi saman um 26% að krónutölu á milli ára. Ofangreindar tölur endurspegla þau umskipti sem orðið hafa í hagkerfinu frá þensluskeiðinu um miðjan áratuginn. Líklegt er að geirar tengdir innlendri eftirspurn á borð við bílasölu, umboðs- og heildverslun og ýmsar greinar smásöluverslunar muni áfram eiga undir högg að sækja, en hagur útflutningsgreina gæti vænkast frekar á næstunni ef það gengur eftir sem sífellt fleiri spá erlendis: Að nú sé botninum náð í kreppunni á heimsvísu og að eftirspurn erlendis muni taka við sér á komandi ársfjórðungum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira