Sjávarútvegurinn á góðri siglingu í kreppunni 18. september 2009 13:13 Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. Þá jókst velta í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, sem nær bæði yfir landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, um nærri 21% að nafnvirði. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að teknu tilliti til verðbólgu má því gróflega ætla að raunvirði veltu í sjávarútvegi hafi heldur aukist á milli ára en hitt. Framleiðsla málma jókst hins vegar aðeins lítillega á milli ára að krónutölu, og því minnkaði velta þar að raunvirði. Aftur á móti virðast flugsamgöngur hafa gengið með ágætum á vordögum, en velta í þeim geira jókst um ríflega 30% í krónum talið á tímabilinu. Rekstur hótela og veitingahúsa virðist ekki hafa notið lágs gengis krónu með sama hætti og flugreksturinn, því aðeins varð lítilsháttar krónutöluaukning í þeim geira á sama tíma. Samdráttur í innlendri eftirspurn undanfarið endurspeglast skýrt í tölum Hagstofu. Velta í bílasölu og tengdum greinum skrapp saman um nærri helming milli ára í krónum talið. Sömu sögu má segja af byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Smásöluvelta var nánast óbreytt að krónu tölu í maí og júní frá sama tíma í fyrra, sem jafngildir ríflega 9% raunlækkun. Sams konar þróun átti sér stað í sérhæfðri þjónustu af ýmsu tagi. Þá skrapp velta í tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi saman um 26% að krónutölu á milli ára. Ofangreindar tölur endurspegla þau umskipti sem orðið hafa í hagkerfinu frá þensluskeiðinu um miðjan áratuginn. Líklegt er að geirar tengdir innlendri eftirspurn á borð við bílasölu, umboðs- og heildverslun og ýmsar greinar smásöluverslunar muni áfram eiga undir högg að sækja, en hagur útflutningsgreina gæti vænkast frekar á næstunni ef það gengur eftir sem sífellt fleiri spá erlendis: Að nú sé botninum náð í kreppunni á heimsvísu og að eftirspurn erlendis muni taka við sér á komandi ársfjórðungum. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. Þá jókst velta í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, sem nær bæði yfir landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, um nærri 21% að nafnvirði. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að teknu tilliti til verðbólgu má því gróflega ætla að raunvirði veltu í sjávarútvegi hafi heldur aukist á milli ára en hitt. Framleiðsla málma jókst hins vegar aðeins lítillega á milli ára að krónutölu, og því minnkaði velta þar að raunvirði. Aftur á móti virðast flugsamgöngur hafa gengið með ágætum á vordögum, en velta í þeim geira jókst um ríflega 30% í krónum talið á tímabilinu. Rekstur hótela og veitingahúsa virðist ekki hafa notið lágs gengis krónu með sama hætti og flugreksturinn, því aðeins varð lítilsháttar krónutöluaukning í þeim geira á sama tíma. Samdráttur í innlendri eftirspurn undanfarið endurspeglast skýrt í tölum Hagstofu. Velta í bílasölu og tengdum greinum skrapp saman um nærri helming milli ára í krónum talið. Sömu sögu má segja af byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Smásöluvelta var nánast óbreytt að krónu tölu í maí og júní frá sama tíma í fyrra, sem jafngildir ríflega 9% raunlækkun. Sams konar þróun átti sér stað í sérhæfðri þjónustu af ýmsu tagi. Þá skrapp velta í tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi saman um 26% að krónutölu á milli ára. Ofangreindar tölur endurspegla þau umskipti sem orðið hafa í hagkerfinu frá þensluskeiðinu um miðjan áratuginn. Líklegt er að geirar tengdir innlendri eftirspurn á borð við bílasölu, umboðs- og heildverslun og ýmsar greinar smásöluverslunar muni áfram eiga undir högg að sækja, en hagur útflutningsgreina gæti vænkast frekar á næstunni ef það gengur eftir sem sífellt fleiri spá erlendis: Að nú sé botninum náð í kreppunni á heimsvísu og að eftirspurn erlendis muni taka við sér á komandi ársfjórðungum.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira