Viðskipti innlent

Hátt í 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota

Telma Tómasson skrifar
Allt að 65 prósent fyrirtækja á Íslandi eru tæknilega gjaldþrota og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þetta fullyrtu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa í júní.

Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem stjórnendur Landsbankans kynntu kröfuhöfum og fréttastofan hefur undir höndum. Þar segir meðal annars að íslensk fyrirtæki séu yfirskuldsett og að 50 til 65 prósent félaga geti ekki mætt skuldbindingum sínum, sem sé langt umfram það sem þekkist annars staðar þar sem efnahagsástandið hefur verið slæmt, eins og í Asíu, á Norðurlöndunum og á Bretlandi. Þar séu um 8 til 20 prósent fyrirtækja í slíkum vanda.

Í skýrslunni segir að þjóðin horfist í augu við vanda sem er af slíkri stærðargráðu að grípa þurfi til sérstakra aðgerða. Tíminn sé að renna út og bregðast þurfi við með hraði. Hugsanlegt sé að snjóbolta áhrif kunni að setja enn fleiri fyrirtæki á hliðina.

Svo slæmt sé ástandið að fjöldi fyrirtækja séu í raun lifandi dauð og að skuldabyrði íslenskra fyrirtækja sé það mikil að hún gæti leitt til annars efnahagshruns innan fárra ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×