Fleiri fréttir Heildaraflinn í ágúst minnkar um 11,9% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 11,9% minni en í ágúst 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,7% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.9.2009 09:13 Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“. Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs. 15.9.2009 09:09 Norski olíusjóðurinn fitnar í 50 þúsund milljarða Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna og sína tölur að í ágúst náðu eignir hans verðmætinu rúmar 2.500 milljarðar norskra kr. eða rúmlega 50.000 milljarðar kr. Í ágúst einum nam eignaaukning sjóðsins 56 milljörðum norskra kr. eða vel yfir 1.000 milljörðum kr. 15.9.2009 08:39 Vísar á bug gagnrýni vegna Landsbankans í Lúx Lárentínus Kristjánsson vísar á bug gagnrýni á skilanefndina vegna málefna hins gjaldþrota banka í Lúxemborg og segir sökina liggja hjá fulltrúum fjármálayfirvalda ytra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. 14.9.2009 19:47 Uppsveifla á skuldabréfamarkaðinum Töluvert líf var á skuldabréfamarkaðinum í dag og nam veltan 16,7 milljörðum kr. Er þetta tvöfalt meiri velta en á föstudaginn síðasta. 14.9.2009 16:00 Japanski fjárfestirinn nátengdur stærsta kröfuhafa Glitnis Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. 14.9.2009 15:31 Fjárfestagoðsögn: Varar við gjaldmiðlakreppu Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers varar nú við því að gjaldmiðlakreppa gæti verið í aðsigi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess orð lét Roges falla í viðtali á CNBC. 14.9.2009 13:25 Nýja Kaupþing endurbætir reglur fyrir fyrirtækji í skuldavanda Nýi Kaupþing banki gefur í dag út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Tilefni slíkra reglna eru þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu. 14.9.2009 12:33 Heimilin herða sultarólina, ferðamenn eyða meiru Lítið lát er á samdrætti einkaneyslu hérlendis ef marka má nýbirtar tölur um kortaveltu og veltu í smásöluverslun. Virðast heimilin skera við nögl flest annað en brýnustu nauðsynjar þessa dagana. Hinsvegar eyða ferðamenn fé á landinu sem aldrei fyrr. 14.9.2009 12:13 Spáir lítilsháttar lækkun á ársverðbólgunni Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í september. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítillega, úr 10,9% í 10,7%. 14.9.2009 12:05 Lehman Brothers: Dagurinn þegar Wall Street hrundi Nú er að renna upp ársafmæli dagsins þegar Wall Street hrundi í kjölfar gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman Brothers þann 15. september í fyrra. Gjaldþrotið var upphafið að verstu fjármálakreppu sem heimurinn hefur orðið fyrir síðustu 80 árin og raunar sér ekki enn fyrir endan á henni hjá fjölda þjóða. 14.9.2009 11:37 Málstofa SÍ um endurskipulag skulda heimila og fyrirtækja Málstofa um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja verður haldin á morgun 15. september kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans (SÍ), Sölvhóli. 14.9.2009 10:26 Danske Bank: Kreppunni er lokið í Danmörku Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum. 14.9.2009 10:19 Fyrirtaka í greiðslustöðvun flugrisa Eignarhaldsfélagið Northern Travel Holdings hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka fer fram í málinu í dag. Félagið var aðallega í eigu Fons hf. 14.9.2009 09:55 Yfir 50 milljarða skuld eins og snara um háls Unibrew Skuldir sem nema yfir 2 milljörðum danskra kr. eða yfir 50 milljörðum kr. eru eins og snara um háls Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðja Danmerkur. Forstjórinn Henrik Brandt segir að það sé forgangsatriði í rekstrinum að draga úr þessum skuldum. 14.9.2009 09:55 Heildarvelta kreditkorta minnkar um 17,2% milli ára Heildarvelta kreditkorta í ágústmánuði var 23,7 milljarðar kr. samanborið við 28,6 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 17,2 % samdráttur milli ára. 14.9.2009 09:23 SFO hefur rannsakað íslensku bankana í fleiri mánuði Breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) eða Serious Fraud Office hefur rannsakað starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi í fleiri mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um samstarf SFO og embættis sérstaks saksóknara. 14.9.2009 09:03 Kópavogur tapaði 1,2 milljarði á fyrri helming ársins Tap Kópavogsbæjar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,2 milljarði kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 100 milljón kr. hagnaði. Samkvæmt tilkynningu um uppgjörið segir að frávik frá áætlun liggi aðallega í fjármagnsliðum. 14.9.2009 08:40 Búið að selja alla hluti Exista í Bakkavör Viðskiptum með alla hluti Exista í Bakkavör Group er lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör. 14.9.2009 08:31 Seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftum Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftunum og segir að Seðlabankinn muni fljótlega tilkynna um slíkt. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í Morgunblaðinu í dag. 14.9.2009 08:14 Minnkandi velta í smásöluverslun í ágúst Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,4% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 11,2% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í ágúst 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 17,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.9.2009 08:01 Vonar að kröfuhafar eignist Íslandsbanka Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Glitnis fyrir hönd kröfuhafa bankans undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör vegna Glitnis. 14.9.2009 05:30 Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða íslenskra króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Aðrir kröfuhafar hefðu átt ríkari rétt á að fá skuldir sínar greiddar en bankinn. 13.9.2009 18:29 Samkomulag um framtíð Íslandsbanka undirritað Íslandsbanki, skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, og íslenska ríkið hafa undirritað samninga um uppgjör á milli gamla og nýja bankans og endurfjármögnun Íslandsbanka, að fram kemur í tilkynningu. Samkomulagið felur í sér að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka. 13.9.2009 16:18 Kröfuhafar geta eignast Íslandsbanka Skrifað verður undir samkomulag um að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka á næstu klukkutímum. Fjármálaráðherra segist vongóður um að kröfuhafar vilji eignast bæði Íslandsbanka og Kaupþing en slíkt hefði í för með sér að íslenska ríkið myndi spara um 70 milljarða í eiginfjárframlagi fyrir þessa tvo banka. 13.9.2009 12:07 Breska lögreglan á leið til Íslands vegna viðskiptafélaga Exista Fulltrúar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) ætla að koma Íslands vegna rannsóknar sinnar á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista saman tæplega 30% hlut í JJB Sports. Kaupþing lánaði fyrir kaupunum. Mikilvæg gögn í málinu eru talin vera hér á landi. 13.9.2009 11:18 Segja björgunarpakkann hafa skapað yfir milljón störf Starfsmenn Hvíta hússins í Washington fullyrða að björgunarpakkinn sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrr á árinu hafi nú þegar skapað 1,1 milljón ný störf í Bandaríkjunum. 13.9.2009 08:00 Ölgerðin sameinar starfsemi sína undir eitt þak Þeim áfanga var fagnað í dag að Ölgerðin hefur sameinað alla starfsemi sína undir eitt þak. Fram kemur í tilkynningu að fjöldi gesta hafi lagt leið sína í Grjótháls og til að skoða nýbygginguna sem hýsir skrifstofur og vöruhótel. 12.9.2009 19:41 Heildarfjöldi gjaldþrota banka nálgast eitt hundrað Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu þremur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 92 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári. Bankarnir eru staðsettir Illinois, Minnesota og Washington. 12.9.2009 17:33 Obama beitir sér gegn kínverskum dekkjum Ráðamenn í Washington tilkynntu í gær um hækkun tolla á innflutt dekk frá Kína. Fá dæmi eru fyrir því að Bandaríkjamenn beiti fyrir sér sérstökum verndartollum til að vernda innlendra framleiðslu gegn kínverskri samkeppni. 12.9.2009 15:51 Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12.9.2009 09:58 Eigið fé bankanna gæti þurrkast út vegna málsóknar Eigið fé nýju bankanna þurrkast upp fallist dómstólar á þau rök að gengistryggð lán hafi verið ólögmæt. Bankarnir þurfa þá að afskrifa allt að 150 milljarða króna vegna fasteigna- og bílalána. 11.9.2009 18:48 Íslandsbanki í hendur kröfuhafa Íslandsbanki mun hugsanlega komast í hendurnar á kröfuhöfum samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins um málið. Þar kemur fram að um samkomulag sé að ræða sem var handsalað í júlí síðastliðinum. 11.9.2009 19:15 Japanirnir vildu kaupa Glitni í vetur, enn áhugasamir Þeir japönsku fjárfestar sem höfðu samband við íslensk stjórnvöld eftir hrunið í vetur vildu m.a. festa kaup á Glitni auk orkufyrirtækja. Aftur er búið að koma sambandi á við Japanina og þeir munu enn áhugasamir um að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. 11.9.2009 15:02 Century Aluminium hækkar í kjölfar samnings Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,45% í dag. Í morgun var sem kunnugt er tilkynnt um að Norðurál hefði náð samningi við þrjá erlenda banka um fjármögnun álversins í Helguvík. 11.9.2009 15:31 Lufthansa: Flugliðar í þjóðbúninga og leðurhosur Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að halda upp á Októberhátíðina í 30.000 fetum. Í tilefni hennar munu flugliðar Lufthansa kasta búningum sínum og klæðast í þess stað suðurbæverska þjóðbúningum „dirndl" eða leðurhosum eftir því hvers kyns flugliðarnir eru. 11.9.2009 14:06 Helmingi tilboða tekið í ríkisvíxla Rétt tæplega helmingi af tilboðum í ríkisvíxla var tekið í morgun en þá fór fram útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 10 0115 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Seðlabanka Íslands. 11.9.2009 13:27 Ellibylgjan: Yfir 40.000 Japanir eru 100 ára eða eldri Meðalaldur japönsku þjóðarinnar fer nú ört hækkandi og eru yfir 40.000 Japanir orðnir 100 ára og eldri. Hefur þessum aldurshópi fjölgað um 10% á einu ári. 11.9.2009 13:08 Skrifað undir samkomulag Glitnis og kröfuhafa bankans Skrifað verður undir samkomulag skilanefndar Glitnis og kröfuhafa bankans í dag. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kröfuhafar geti valið á milli tveggja leiða varðandi aðkomu að Íslandsbanka. 11.9.2009 12:09 Raungengi krónunnar heldur áfram að lækka Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. 11.9.2009 12:03 Erlend hlutabréf á bakvið eignahækkanir lífeyrissjóðanna Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst nokkuð í júlí vegna góðrar ávöxtunar af erlendri hlutabréfaeign og erlendum hlutabréfasjóðum. Var hrein eign sjóðanna til greiðslu lífeyris 1.762 milljarða kr. í lok mánaðarins og hafði þá aukist um 25,5 milljarða kr. í mánuðinum. 11.9.2009 11:55 Dýrasti hundur sögunnar keyptur á 70 milljónir Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. 11.9.2009 11:31 Norðurál semur við þrjá banka um fjármögnun Helguvíkur Norðurál hefur samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum. 11.9.2009 10:04 Segir ESB ekki gera kröfur um aðgang að fiskimiðum Íslands Í frétt á vefsíðunni FISHupdate.com segir að í ljós sé að koma að Íslendingar þurfi ekki að gefa neitt eftir hvað varðar aðgang fiskimiðum sínum í staðinn fyrir inngöngu í Evrópusambandið. 11.9.2009 09:50 Veðlán Seðlabankans kostuðu 30% af tekjum ríkissjóðs Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 200 milljarða króna árið 2008, eða 13,6% af landsframleiðslu og 30,6% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 5,4% af landsframleiðslu 2007 og 6,3% árið 2006. 11.9.2009 09:15 Sjá næstu 50 fréttir
Heildaraflinn í ágúst minnkar um 11,9% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 11,9% minni en í ágúst 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,7% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.9.2009 09:13
Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“. Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs. 15.9.2009 09:09
Norski olíusjóðurinn fitnar í 50 þúsund milljarða Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna og sína tölur að í ágúst náðu eignir hans verðmætinu rúmar 2.500 milljarðar norskra kr. eða rúmlega 50.000 milljarðar kr. Í ágúst einum nam eignaaukning sjóðsins 56 milljörðum norskra kr. eða vel yfir 1.000 milljörðum kr. 15.9.2009 08:39
Vísar á bug gagnrýni vegna Landsbankans í Lúx Lárentínus Kristjánsson vísar á bug gagnrýni á skilanefndina vegna málefna hins gjaldþrota banka í Lúxemborg og segir sökina liggja hjá fulltrúum fjármálayfirvalda ytra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. 14.9.2009 19:47
Uppsveifla á skuldabréfamarkaðinum Töluvert líf var á skuldabréfamarkaðinum í dag og nam veltan 16,7 milljörðum kr. Er þetta tvöfalt meiri velta en á föstudaginn síðasta. 14.9.2009 16:00
Japanski fjárfestirinn nátengdur stærsta kröfuhafa Glitnis Hajime Satomi einn af japönsku fjárfestunum sem vildi kaupa Glitni í vetur í gegnum félagið Satomi & Ogasawara partnership er nátengdur Sumitomo Mitsui bankanum sem aftur er einn af stærstu kröfuhöfum Glitnis. 14.9.2009 15:31
Fjárfestagoðsögn: Varar við gjaldmiðlakreppu Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers varar nú við því að gjaldmiðlakreppa gæti verið í aðsigi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess orð lét Roges falla í viðtali á CNBC. 14.9.2009 13:25
Nýja Kaupþing endurbætir reglur fyrir fyrirtækji í skuldavanda Nýi Kaupþing banki gefur í dag út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Tilefni slíkra reglna eru þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu. 14.9.2009 12:33
Heimilin herða sultarólina, ferðamenn eyða meiru Lítið lát er á samdrætti einkaneyslu hérlendis ef marka má nýbirtar tölur um kortaveltu og veltu í smásöluverslun. Virðast heimilin skera við nögl flest annað en brýnustu nauðsynjar þessa dagana. Hinsvegar eyða ferðamenn fé á landinu sem aldrei fyrr. 14.9.2009 12:13
Spáir lítilsháttar lækkun á ársverðbólgunni Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í september. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítillega, úr 10,9% í 10,7%. 14.9.2009 12:05
Lehman Brothers: Dagurinn þegar Wall Street hrundi Nú er að renna upp ársafmæli dagsins þegar Wall Street hrundi í kjölfar gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman Brothers þann 15. september í fyrra. Gjaldþrotið var upphafið að verstu fjármálakreppu sem heimurinn hefur orðið fyrir síðustu 80 árin og raunar sér ekki enn fyrir endan á henni hjá fjölda þjóða. 14.9.2009 11:37
Málstofa SÍ um endurskipulag skulda heimila og fyrirtækja Málstofa um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja verður haldin á morgun 15. september kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans (SÍ), Sölvhóli. 14.9.2009 10:26
Danske Bank: Kreppunni er lokið í Danmörku Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum. 14.9.2009 10:19
Fyrirtaka í greiðslustöðvun flugrisa Eignarhaldsfélagið Northern Travel Holdings hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka fer fram í málinu í dag. Félagið var aðallega í eigu Fons hf. 14.9.2009 09:55
Yfir 50 milljarða skuld eins og snara um háls Unibrew Skuldir sem nema yfir 2 milljörðum danskra kr. eða yfir 50 milljörðum kr. eru eins og snara um háls Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðja Danmerkur. Forstjórinn Henrik Brandt segir að það sé forgangsatriði í rekstrinum að draga úr þessum skuldum. 14.9.2009 09:55
Heildarvelta kreditkorta minnkar um 17,2% milli ára Heildarvelta kreditkorta í ágústmánuði var 23,7 milljarðar kr. samanborið við 28,6 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 17,2 % samdráttur milli ára. 14.9.2009 09:23
SFO hefur rannsakað íslensku bankana í fleiri mánuði Breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) eða Serious Fraud Office hefur rannsakað starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi í fleiri mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um samstarf SFO og embættis sérstaks saksóknara. 14.9.2009 09:03
Kópavogur tapaði 1,2 milljarði á fyrri helming ársins Tap Kópavogsbæjar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,2 milljarði kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 100 milljón kr. hagnaði. Samkvæmt tilkynningu um uppgjörið segir að frávik frá áætlun liggi aðallega í fjármagnsliðum. 14.9.2009 08:40
Búið að selja alla hluti Exista í Bakkavör Viðskiptum með alla hluti Exista í Bakkavör Group er lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör. 14.9.2009 08:31
Seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftum Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftunum og segir að Seðlabankinn muni fljótlega tilkynna um slíkt. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í Morgunblaðinu í dag. 14.9.2009 08:14
Minnkandi velta í smásöluverslun í ágúst Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,4% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 11,2% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í ágúst 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 17,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.9.2009 08:01
Vonar að kröfuhafar eignist Íslandsbanka Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Glitnis fyrir hönd kröfuhafa bankans undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör vegna Glitnis. 14.9.2009 05:30
Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða íslenskra króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Aðrir kröfuhafar hefðu átt ríkari rétt á að fá skuldir sínar greiddar en bankinn. 13.9.2009 18:29
Samkomulag um framtíð Íslandsbanka undirritað Íslandsbanki, skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, og íslenska ríkið hafa undirritað samninga um uppgjör á milli gamla og nýja bankans og endurfjármögnun Íslandsbanka, að fram kemur í tilkynningu. Samkomulagið felur í sér að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka. 13.9.2009 16:18
Kröfuhafar geta eignast Íslandsbanka Skrifað verður undir samkomulag um að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka á næstu klukkutímum. Fjármálaráðherra segist vongóður um að kröfuhafar vilji eignast bæði Íslandsbanka og Kaupþing en slíkt hefði í för með sér að íslenska ríkið myndi spara um 70 milljarða í eiginfjárframlagi fyrir þessa tvo banka. 13.9.2009 12:07
Breska lögreglan á leið til Íslands vegna viðskiptafélaga Exista Fulltrúar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) ætla að koma Íslands vegna rannsóknar sinnar á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista saman tæplega 30% hlut í JJB Sports. Kaupþing lánaði fyrir kaupunum. Mikilvæg gögn í málinu eru talin vera hér á landi. 13.9.2009 11:18
Segja björgunarpakkann hafa skapað yfir milljón störf Starfsmenn Hvíta hússins í Washington fullyrða að björgunarpakkinn sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrr á árinu hafi nú þegar skapað 1,1 milljón ný störf í Bandaríkjunum. 13.9.2009 08:00
Ölgerðin sameinar starfsemi sína undir eitt þak Þeim áfanga var fagnað í dag að Ölgerðin hefur sameinað alla starfsemi sína undir eitt þak. Fram kemur í tilkynningu að fjöldi gesta hafi lagt leið sína í Grjótháls og til að skoða nýbygginguna sem hýsir skrifstofur og vöruhótel. 12.9.2009 19:41
Heildarfjöldi gjaldþrota banka nálgast eitt hundrað Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu þremur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 92 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári. Bankarnir eru staðsettir Illinois, Minnesota og Washington. 12.9.2009 17:33
Obama beitir sér gegn kínverskum dekkjum Ráðamenn í Washington tilkynntu í gær um hækkun tolla á innflutt dekk frá Kína. Fá dæmi eru fyrir því að Bandaríkjamenn beiti fyrir sér sérstökum verndartollum til að vernda innlendra framleiðslu gegn kínverskri samkeppni. 12.9.2009 15:51
Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12.9.2009 09:58
Eigið fé bankanna gæti þurrkast út vegna málsóknar Eigið fé nýju bankanna þurrkast upp fallist dómstólar á þau rök að gengistryggð lán hafi verið ólögmæt. Bankarnir þurfa þá að afskrifa allt að 150 milljarða króna vegna fasteigna- og bílalána. 11.9.2009 18:48
Íslandsbanki í hendur kröfuhafa Íslandsbanki mun hugsanlega komast í hendurnar á kröfuhöfum samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins um málið. Þar kemur fram að um samkomulag sé að ræða sem var handsalað í júlí síðastliðinum. 11.9.2009 19:15
Japanirnir vildu kaupa Glitni í vetur, enn áhugasamir Þeir japönsku fjárfestar sem höfðu samband við íslensk stjórnvöld eftir hrunið í vetur vildu m.a. festa kaup á Glitni auk orkufyrirtækja. Aftur er búið að koma sambandi á við Japanina og þeir munu enn áhugasamir um að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. 11.9.2009 15:02
Century Aluminium hækkar í kjölfar samnings Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,45% í dag. Í morgun var sem kunnugt er tilkynnt um að Norðurál hefði náð samningi við þrjá erlenda banka um fjármögnun álversins í Helguvík. 11.9.2009 15:31
Lufthansa: Flugliðar í þjóðbúninga og leðurhosur Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að halda upp á Októberhátíðina í 30.000 fetum. Í tilefni hennar munu flugliðar Lufthansa kasta búningum sínum og klæðast í þess stað suðurbæverska þjóðbúningum „dirndl" eða leðurhosum eftir því hvers kyns flugliðarnir eru. 11.9.2009 14:06
Helmingi tilboða tekið í ríkisvíxla Rétt tæplega helmingi af tilboðum í ríkisvíxla var tekið í morgun en þá fór fram útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 10 0115 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Seðlabanka Íslands. 11.9.2009 13:27
Ellibylgjan: Yfir 40.000 Japanir eru 100 ára eða eldri Meðalaldur japönsku þjóðarinnar fer nú ört hækkandi og eru yfir 40.000 Japanir orðnir 100 ára og eldri. Hefur þessum aldurshópi fjölgað um 10% á einu ári. 11.9.2009 13:08
Skrifað undir samkomulag Glitnis og kröfuhafa bankans Skrifað verður undir samkomulag skilanefndar Glitnis og kröfuhafa bankans í dag. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kröfuhafar geti valið á milli tveggja leiða varðandi aðkomu að Íslandsbanka. 11.9.2009 12:09
Raungengi krónunnar heldur áfram að lækka Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. 11.9.2009 12:03
Erlend hlutabréf á bakvið eignahækkanir lífeyrissjóðanna Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst nokkuð í júlí vegna góðrar ávöxtunar af erlendri hlutabréfaeign og erlendum hlutabréfasjóðum. Var hrein eign sjóðanna til greiðslu lífeyris 1.762 milljarða kr. í lok mánaðarins og hafði þá aukist um 25,5 milljarða kr. í mánuðinum. 11.9.2009 11:55
Dýrasti hundur sögunnar keyptur á 70 milljónir Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. 11.9.2009 11:31
Norðurál semur við þrjá banka um fjármögnun Helguvíkur Norðurál hefur samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum. 11.9.2009 10:04
Segir ESB ekki gera kröfur um aðgang að fiskimiðum Íslands Í frétt á vefsíðunni FISHupdate.com segir að í ljós sé að koma að Íslendingar þurfi ekki að gefa neitt eftir hvað varðar aðgang fiskimiðum sínum í staðinn fyrir inngöngu í Evrópusambandið. 11.9.2009 09:50
Veðlán Seðlabankans kostuðu 30% af tekjum ríkissjóðs Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 200 milljarða króna árið 2008, eða 13,6% af landsframleiðslu og 30,6% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 5,4% af landsframleiðslu 2007 og 6,3% árið 2006. 11.9.2009 09:15