Viðskipti innlent

Vísitala íbúðaverðs í borginni hækkar annan mánuðinn í röð

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% samkvæmt nýjum tölum Fasteignaskrár Íslands. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitala íbúðaverðs hækkar.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að hækkunin komi nokkuð á óvart líkt og í síðasta mánuði þar sem velta á fasteignamarkaði hefur verið með minnsta móti. Aftur á móti fer hátt hlutfall viðskipta fram fyrir tilstuðlan makaskipta og líkur á að þau haldi verði uppi.

Eins kann að vera að margir hugi að vistaskiptum fyrir veturinn og séu því í verri stöðu en ella til að bíða eftir að verð lækki frekar.

Hagfræðideildin bendir á að vísitalan hækkar umfram verðlagshækkun og því hefur einnig orðið raunhækkun á íbúðaverði síðustu tvo mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×