Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 07:01 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/arnar Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“ Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“
Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur