Vöruinnflutningur 44% minni en á sama tíma í fyrra 16. september 2009 12:59 Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að samdráttur innflutnings var sérstaklega krappur í ýmsum vöruflokkum sem endurspegla þá neyslu sem auðveldast er að skera við nögl þegar skóinn kreppir hjá heimilum. Til að mynda dróst innflutningur einkabifreiða saman um 78% á tímabilinu að magni til, innflutningur á varanlegum neysluvörum á borð við heimilistæki og húsbúnað skrapp saman um 63% og nærri helmingi minna var flutt inn af hálfvaranlegum neysluvörum á borð við fatnað frá áramótum til júlíloka en á sama tíma í fyrra. Innflutningur mat- og drykkjarvara minnkaði hins vegar um 23% á tímabilinu og bensíninnflutningur dróst aðeins saman um 6% að magni til. Samdráttur í innflutningi fjárfestingarvara var aftur á móti ríflega 70% á sama tíma. Samdráttur útflutnings á ofangreindu tímabili skrifast fyrst og fremst á óreglulega liði á borð við skip og flugvélar. Almennur vöruútflutningur, að þessum liðum slepptum, jókst þannig um 5,6% á tímabilinu. Sá vöxtur átti sér fyrst og fremst rót í 11% magnaukningu á útflutningi afurða stóriðju, en útflutningur sjávarafurða stóð í stað í magni mælt á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Óhagstæð verðþróun á erlendum mörkuðum varð hins vegar til þess að krónutalan sem stóriðjan skilaði í vöruútflutningi var nánast sú sama á þessu tímabili í ár og í fyrra, þrátt fyrir aukið útflutt magn og mikið fall krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Sundurliðun Hagstofunnar á vöruskiptunum dregur þó upp nokkuð aðra mynd af þróuninni. Til að mynda hefur fall krónunnar ekki enn skilað okkur aukningu í vöruútflutningi, enda er tæpast unnt að auka framleiðslu okkar helstu útflutningsvara, sjávarafurða og áls, næsta kastið hvað sem líður gengi krónu. Þá skrifast samdráttur í innflutningi að verulegu leyti á lok stóriðjuframkvæmda á síðasta ári og mikinn niðurskurð heimilanna á þeirri neyslu sem slá má á frest. Fall krónu styrkir þó verulega samkeppnisstöðu þeirra innlendu framleiðslugreina sem keppa við innfluttar vörur, til að mynda matvöruframleiðslu, þótt slík áhrif séu minni en ella sakir þess að í litlu hagkerfi eins og því íslenska er hlutur slíkra samkeppnisgreina minni en í stærri hagkerfum. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að samdráttur innflutnings var sérstaklega krappur í ýmsum vöruflokkum sem endurspegla þá neyslu sem auðveldast er að skera við nögl þegar skóinn kreppir hjá heimilum. Til að mynda dróst innflutningur einkabifreiða saman um 78% á tímabilinu að magni til, innflutningur á varanlegum neysluvörum á borð við heimilistæki og húsbúnað skrapp saman um 63% og nærri helmingi minna var flutt inn af hálfvaranlegum neysluvörum á borð við fatnað frá áramótum til júlíloka en á sama tíma í fyrra. Innflutningur mat- og drykkjarvara minnkaði hins vegar um 23% á tímabilinu og bensíninnflutningur dróst aðeins saman um 6% að magni til. Samdráttur í innflutningi fjárfestingarvara var aftur á móti ríflega 70% á sama tíma. Samdráttur útflutnings á ofangreindu tímabili skrifast fyrst og fremst á óreglulega liði á borð við skip og flugvélar. Almennur vöruútflutningur, að þessum liðum slepptum, jókst þannig um 5,6% á tímabilinu. Sá vöxtur átti sér fyrst og fremst rót í 11% magnaukningu á útflutningi afurða stóriðju, en útflutningur sjávarafurða stóð í stað í magni mælt á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Óhagstæð verðþróun á erlendum mörkuðum varð hins vegar til þess að krónutalan sem stóriðjan skilaði í vöruútflutningi var nánast sú sama á þessu tímabili í ár og í fyrra, þrátt fyrir aukið útflutt magn og mikið fall krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Sundurliðun Hagstofunnar á vöruskiptunum dregur þó upp nokkuð aðra mynd af þróuninni. Til að mynda hefur fall krónunnar ekki enn skilað okkur aukningu í vöruútflutningi, enda er tæpast unnt að auka framleiðslu okkar helstu útflutningsvara, sjávarafurða og áls, næsta kastið hvað sem líður gengi krónu. Þá skrifast samdráttur í innflutningi að verulegu leyti á lok stóriðjuframkvæmda á síðasta ári og mikinn niðurskurð heimilanna á þeirri neyslu sem slá má á frest. Fall krónu styrkir þó verulega samkeppnisstöðu þeirra innlendu framleiðslugreina sem keppa við innfluttar vörur, til að mynda matvöruframleiðslu, þótt slík áhrif séu minni en ella sakir þess að í litlu hagkerfi eins og því íslenska er hlutur slíkra samkeppnisgreina minni en í stærri hagkerfum.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira