Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 24. september næstkomandi. Vísar Greining til þess að í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 13. ágúst síðastliðinn segi að sterkari króna sé forsenda áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds.

„Gengi krónunnar hefur verið stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun og mun nefndin ekki gera neitt til að raska þeim stöðugleika. Nefndin vill, ef eitthvað er, sjá krónuna verðmeiri. Peningalegt aðhald hefur hins vegar aukist aðeins en verðbólgan hefur lækkað úr 11,3% í 10,9% frá síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans og raunstýrivextir bankans þannig hækkað ef miðað er við liðna verðbólgu. Stýrivextir bankans eru nú 12%," segir í Morgunkorni Greiningar.

Spáir Greining Íslandsbanka því raunar að stýrivextir verði óbreyttir fram á annan ársfjórðung á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×