FME: Almannahagsmunir geta réttlætt brot á þagnarskyldu 17. september 2009 08:52 Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur Fjármálaeftirlitsins (FME) leggur áherslu á að eftirlitið viðurkennir að í ákveðnum tilvikum geta almannahagsmunir réttlætt það að þagnarskyldum upplýsingum væri miðlað og að þegar svo háttaði til ættu þeir sem það gerðu ekki að hljóta refsingu. Árný segir ennfremur að það væri skoðun Fjármálaeftirlitsins að dómstólar ættu að skera úr um hvort trúnaður fylgdi upplýsingum eða ekki - en hvorki Fjármálaeftirlitið né sérstakur ríkissaksóknari. Þetta kom fram á nýlegri ráðstefnu um bankaleynd sem haldin var í samvinnu viðskiptaráðuneytisins og lagadeildar Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Bankaleynd - reglur og framkvæmd þeirra". Greint er frá erindi Árnýar á heimasíðu FME. Árný byrjaði á því að fara yfir ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki sem snúa að bankaleynd, þ.e. þagnarskyldu banka varðandi upplýsingar um viðskiptamenn sína. Benti hún á að við túlkun á ákvæðinu liti Fjármálaeftirlitið til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til laganna, markmiðs ákvæðisins og þeirra hagsmuna sem ákvæðinu væri ætlað að vernda. Þeir hagsmunir væru einkahagsmunir viðskiptavina almennt, er fælust í rétti þeirra til friðhelgi, og opinberir hagsmunir, sem fælust í að standa vörð um traust til fjármálafyrirtækja og þar með trausti til fjármálakerfisins í heild sinni. Árný ræddi þvínæst hverjir væru bundnir af þagnarskyldunni. Fram kom að það væri afstaða Fjármálaeftirlitsins að þagnarskyldan fylgdi upplýsingunum. Sú niðurstaða væri byggð á orðalagi annarrar málsgreinar ákvæðis um þagnarskyldu auk athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til laganna. Slíkt væri jafnframt nauðsynlegt til að ná markmiðinu með ákvæðinu um þagnarskyldu. Ákvæðið hljóðar svona: „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna." Árný sagðist hafa rætt við aðila sem hefðu tekið þátt í að skrifa ákvæðið og hefðu þeir tekið undir þennan skilning Fjármálaeftirlitsins. Hún sagði að á hinn bóginn virtist þetta ekki vera skilningur sérstaks ríkissaksóknara, en hann virtist túlka ákvæðið á þann hátt að þegar búið væri að rjúfa þagnarskylduna væri ekki hægt að gera það aftur. Það hefði í för með sér að þegar einhver innan fjármálafyrirtækis afhenti þagnarskyldar upplýsingar til einhvers utan þess gæti sá síðarnefndi afhent upplýsingarnar hverjum sem er óháð almannahagsmunum. Þá ítrekaði Árný að bankaleynd hamlaði hvorki eftirliti með fjármálafyrirtækjum né lögreglurannsóknum. Að lokum benti Árný á að umræður hefðu verið um hvort breyta ætti reglum um þagnarskyldu en að ekki hefði verið rætt í þaula hvernig reglunar ættu að vera. Hún benti einnig á að bankakerfið á Íslandi myndi aldrei þrífast án einhvers konar bankaleyndar. Mikilvægt væri að hefja sig yfir aðstæður sem ríktu í dag og þá atburði sem orðið hefðu fyrir ári og leita að framtíðarniðurstöðu. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur Fjármálaeftirlitsins (FME) leggur áherslu á að eftirlitið viðurkennir að í ákveðnum tilvikum geta almannahagsmunir réttlætt það að þagnarskyldum upplýsingum væri miðlað og að þegar svo háttaði til ættu þeir sem það gerðu ekki að hljóta refsingu. Árný segir ennfremur að það væri skoðun Fjármálaeftirlitsins að dómstólar ættu að skera úr um hvort trúnaður fylgdi upplýsingum eða ekki - en hvorki Fjármálaeftirlitið né sérstakur ríkissaksóknari. Þetta kom fram á nýlegri ráðstefnu um bankaleynd sem haldin var í samvinnu viðskiptaráðuneytisins og lagadeildar Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Bankaleynd - reglur og framkvæmd þeirra". Greint er frá erindi Árnýar á heimasíðu FME. Árný byrjaði á því að fara yfir ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki sem snúa að bankaleynd, þ.e. þagnarskyldu banka varðandi upplýsingar um viðskiptamenn sína. Benti hún á að við túlkun á ákvæðinu liti Fjármálaeftirlitið til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til laganna, markmiðs ákvæðisins og þeirra hagsmuna sem ákvæðinu væri ætlað að vernda. Þeir hagsmunir væru einkahagsmunir viðskiptavina almennt, er fælust í rétti þeirra til friðhelgi, og opinberir hagsmunir, sem fælust í að standa vörð um traust til fjármálafyrirtækja og þar með trausti til fjármálakerfisins í heild sinni. Árný ræddi þvínæst hverjir væru bundnir af þagnarskyldunni. Fram kom að það væri afstaða Fjármálaeftirlitsins að þagnarskyldan fylgdi upplýsingunum. Sú niðurstaða væri byggð á orðalagi annarrar málsgreinar ákvæðis um þagnarskyldu auk athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til laganna. Slíkt væri jafnframt nauðsynlegt til að ná markmiðinu með ákvæðinu um þagnarskyldu. Ákvæðið hljóðar svona: „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna." Árný sagðist hafa rætt við aðila sem hefðu tekið þátt í að skrifa ákvæðið og hefðu þeir tekið undir þennan skilning Fjármálaeftirlitsins. Hún sagði að á hinn bóginn virtist þetta ekki vera skilningur sérstaks ríkissaksóknara, en hann virtist túlka ákvæðið á þann hátt að þegar búið væri að rjúfa þagnarskylduna væri ekki hægt að gera það aftur. Það hefði í för með sér að þegar einhver innan fjármálafyrirtækis afhenti þagnarskyldar upplýsingar til einhvers utan þess gæti sá síðarnefndi afhent upplýsingarnar hverjum sem er óháð almannahagsmunum. Þá ítrekaði Árný að bankaleynd hamlaði hvorki eftirliti með fjármálafyrirtækjum né lögreglurannsóknum. Að lokum benti Árný á að umræður hefðu verið um hvort breyta ætti reglum um þagnarskyldu en að ekki hefði verið rætt í þaula hvernig reglunar ættu að vera. Hún benti einnig á að bankakerfið á Íslandi myndi aldrei þrífast án einhvers konar bankaleyndar. Mikilvægt væri að hefja sig yfir aðstæður sem ríktu í dag og þá atburði sem orðið hefðu fyrir ári og leita að framtíðarniðurstöðu.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira