Viðskipti innlent

Ísland verður aðili að kolefnismarkaði ESB

Íslandi verður aðili að kolefnismarkaði Evrópusambandsins í "náinni framtíð" að því er segir í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni. Þetta hefur Bloomberg eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra.

Ísland tekur þegar tillit til reglna ESB um útblástur á gróðurhúsalofttegundum en samkvæmt Kyoto-bókuninni, sem Ísland hefur samþykkt, er gert ráð fyrir að landið geti skapað sér innistæðu hvað útblásturinn varðar. Þær innistæður er síðan hægt að selja þeim þjóðum sem fara framúr lögum og reglum um magn útblástursins.

Ísland hefur ekki eigin áætlun um kaup og sölu á kolefnum innanlands sem þýðir að landið þarf að samþykkja regluverk til þess að geta gerst aðili að kerfi ESB á þessum vettvangi. Þetta kemur fram í máli Emmanuel Fages sérfræðing hjá Societe Generale í París en Bloomberg ræddi einnig við hann um málið.

"Lykilspurningin hér er hvort Íslendingar hafi þegar ákveðið hve mikið magn þeir muni setja á markaðinn," segir Fages.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×