Viðskipti innlent

Vodafone á Íslandi hlýtur alþjóðleg verðlaun

Íslenska símafyrirtækið Vodafone er meðal tólf evrópskra fyrirtækja sem hljóta verðlaun á Convergence-ráðstefnu Microsoft sem haldin verður í Kaupmannahöfn í næstu viku.

Vodafone hlýtur verðlaunin fyrir nýsköpun og hugvitssamlega nýtingu Microsoft-lausna sem skilað hafa góðum árangri við rekstur fyrirtækisins. Það voru íslensku upplýsingatæknifyrirtækin PerSight, Applicon og Kögun sem sáu um innleiðingu lausnanna.

Í tilkynningu um málið segir að meðal þess sem vakti athygli Microsoft var hvernig Vodafone og samstarfsaðilar þróuðu og útvíkkuðu möguleika viðskiptatengslakerfisins Microsoft Dynamics CRM.

Convergence-ráðstefnan í Evrópu er stærsti viðburðurinn ár hvert sem haldinn á sviði Microsoft Dynamics, viðskiptahugbúnaðar Microsoft. Mikil samkeppni er meðal samstarfsaðila Microsoft og viðskiptavina þeirra um að komast í hóp verðlaunahafa ráðstefnunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×