Viðskipti innlent

Segja yfirtöku á Carnegie ekki hafa áhrif á sjóði bankans

Jón Þórisson er forstjóri VBS
Jón Þórisson er forstjóri VBS MYND/GVA

VBS fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að yfirtaka sænskra stjórnvalda á Carnegie-fjárfestingarbankanum í dag hafi hvorki áhrif á dagleg viðskipti með hlutdeildarskírteini Carnegie sjóðanna né verðmæti þeirra.

Verðbréfasjóðir Carnegie séu reknir af sjálfstæðu dótturfélagi bankans í Kaupmannahöfn og varsla þeirra á höndum annars dótturfélags í Lúxemborg. Starfsleyfi þessara félaga sé í fullu gildi og ofangreindar ráðstafanir hafi engin áhrif á starfsemi þeirra.

Þá segir VBS að óvissu um framtíðareignarhald Carnegie-bankans verði vonandi eytt innan tíðar enda hafi sænsk yfirvöld lagt áherslu á að bankinn verði seldur fljótlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×