Viðskipti innlent

Sumitomo Mitsui í mál við bæði Kaupþing og Glitni

Sumitomo Mitsui, þriðji stærsti banki Japans, hefur höfðað mál gegn bæði Kaupþingi og Glitni fyrir dómstól í London. Málshöfðunin er vegna lánaveitinga sem Sumitomo stóð að til Kaupþings og Glitnis ásamt öðrum bönkum í Japan, Ástralíu og á Nýja Sjálandi.

Með þessari málshöfðun eru a.m.k. sex dómsmál í uppsiglingu í London gegn íslensku bönkunum en það eru aðilar frá Þýskalandi, Asíu og Ástralíu sem standa að þeim.

Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni hefur stærsti banki Japans, Mitsubishi einnig höfðað mál gegn Kaupþingi en Mitsubishi hafði forgöngu um sambankalán til Kaupþings. Þátttakendur í láninu voru auk japanska bankans, Cathay United Bank, Malayan Banking Bhd og Commonwealth Bank.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×