Viðskipti innlent

Fær 1,9 milljónir kr. á mánuði fyrir stjórnarsetu

Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Alfesca mun fá ágæt laun fyrir setu sína sem stjórnarformaður næsta árið eða sem nemur 1,9 milljón kr. á mánuði. Er þá miðað við opinbert gengi Seðlabankans á evrunni.

Fyrir aðalfundi Alfesca í næstu viku liggur eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Alfesca hf. haldinn 18. nóvember 2008 samþykkir að fyrir eins árs tímabilið frá aðalfundi 2008 til aðalfundar næsta árs verða árslaun stjórnarmanna 45.000 evrur fyrir einstaka stjórnarmann.

Stjórnarformaður fær sem nemur þreföldum launum einstaka stjórnarmanns eða sem samsvarar 135.000 evrum."

Venjulegur stjórnarmaður verður sem sagt að láta sér nægja ríflega 600.000 kr. á mánuði fyrir setu sína í stjórn Alfesca.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×