Viðskipti innlent

Sænski seðlabankinn hafnaði beiðni SÍ um gjaldmiðlaskipti

Sænski seðlabankinn hafnaði nýlega beiðni Seðlabanka Íslands um að draga á gjaldmiðlaskiptalínu þá sem norrænu seðlabankarnir samþykktu í vor. SÍ hefur þegar dregið 200 milljónir evra frá norska seðlabankanum og sömu upphæð hjá danska seðlabankanum.

Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni er haft eftir Tomas Lundberg fjölmiðlafulltrúa sænska seðlabankans (Riksbank) í Stokkhólmi að ósk hefði komið frá SÍ um að virkja gjaldmiðlaskiptin milli bankanna. "Við tjáðum þeim að við ætluðum að bíða eftir þeirri áætlun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert fyrir Ísland," segir Lundberg. "Þeir geta ekki dregið á línuna fyrr en yfirstjórn Riksbank ákveður slíkt."

Sem kunnugt er af fréttum var gjaldmiðlasksiptasamningurinn upp á 500 milljón evra við hvern af seðlabönkum Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar.

Audunn Gronn yfirmaður alþjóðadeildar seðlabanka Noregs segir að samningarnir séu samhljóða milli bankanna. "Það verður að liggja fyrir samþykki beggja aðila svo hægt sé að nota línurnar," segir Audunn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×