Fleiri fréttir

Hlutabréf niður á Norðurlöndunum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í evrópskum kauphöllum í dag, þó mest á Norðurlöndunum. Hlutabréf tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær eftir að orðrómur fór á kreik að eitt af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins ætti við lausafjárvanda að stríða og myndi hugsanlega fara í þrot.

FLE semur við TM Software um tölvuþjónustu

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og TM Software um rekstur á tölvubúnaði og þráðlausu neti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Sóttu 37 milljarða til Asíu og Evrópu

Í desember tók Kaupþing tvö sambankalán, annað upp á 160 milljónir dala í Asíu og hitt upp á 300 milljónir evra í Evrópu. CDS-álag á bréf bankanna hækkaði í gær.

Glitnir kannar hug fjárfesta vestan hafs

Glitnir kannar í þessari viku aðstæður í Bandaríkjunum með hugsanlega skuldabréfaútgáfu í huga. „Við erum á ferðalagi að hitta fjárfesta og sjáum svo bara hvað út úr því kemur,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis banka.

Lausafé Existu dugar út árið

Aðgangur fjármálafyrirtækisins Existu að lausu fé nægir til að mæta endurfjármögnunarþörf félagsins nær allt árið, að sögn Erlends Hjaltasonar, forstjóra félagsins.

Lúxusvarningur tók kipp

Á nýliðnu ári rokseldist margvíslegur varningur sem alla jafna er kenndur við lúxus. Óli Kristján Ármannsson forvitnaðist um neyslumynstur fólks í dýrari hluta vöruframboðsins og komst að raun um að úrval lúxusmatvæla hefur aldrei verið meira, sala freyðivíns jókst umfram almenna söluaukningu áfengis og forstjórabílar runnu út eins og heitar lummur um leið og sala hefðbundinna fólksbíla dróst saman.

Bankahólfið: Leitin mikla

Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt.

Keyra prentvélar 24 tíma sólarhringsins allt árið

Infopress Group er leiðandi prentfyrirtæki í Austur-Evrópu. Félagið fjárfesti fyrir 3,5 milljarða í desember og prentar meðal annars Playboy og Cosmopolitan. Björgvin Guðmundsson spjallaði við Birgi Jónsson forstjóra um vöxtinn í prentgeiranum.

Hugsanlegt að bankar sameinist

Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári.

Hætta á hrávörubólu

Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni.

Þróunin minnir á netbóluna

Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár.

Óræð skref eftir bankabólu

Lausafjárþurrðin sem riðið hefur húsum frá því um mitt síðasta ár hefur komið illa við kauninn á mörgum eftur góðærisskeið. Svartsýnustu spámenn segja efnahagskreppu handan við hornið.

Vetrarstríð Novators við Finnana

Novator vill breyta næststærsta fjarskiptafélagi Finna og halda í útrás frá Finnlandi. Hugmyndir hans mæta andstöðu sem hann skýrir með þjóðernishyggju. Finnar telja hugmyndir hans óskýrar og vilja ekki breyta því sem vel gengur.

Ríkustu Íslendingarnir

Vísir birtir í dag úttekt á Ríkustu Íslendingunum. Alls eiga 20 einstaklingar og ein hjón meira en 20 milljarða í hreinni eign. Við úttekt þessa var haft samband við fjölmarga apila sem hafa miklu þekkingu á fjármálamarkaðnum og standa einstkalingum á þessum lista nærri.

Nasdaq féll um 2,36%

Hlutabréf á Wall Street lækkuðu í verði í dag. Lækkunin er helst rakin til þess að símafyrirtækið AT&T spáir minni einkaneyslu en einng vegna frétta af fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial.

Fasteignalánarisi í kreppu

Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun.

Enn lækkar Exista

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,18% í dag. Exista lækkaði mest, eða um 4,28%. FL GROUP lækkaði um 3,38%.

Fyrirtæki á heilsuvörumarkaði sameinast

Nokkur fyrirtæki á heilsuvörumarkaði hafa verið sameinuð í einu fyrirtæki sem enn hefur ekki fengið nafn. Þetta eru félögin Maður lifandi, Himnesk hollusta, Biovörur og Grænn kostur.

Veltan á gjaldeyrismarkaðinum aldrei meiri

Velta með gjaldeyri hefur aukist mikið undanfarin ár samfara alþjóðavæðingu íslenskra fjármálamarkaða. Heildarvelta með gjaldeyri á millibankamarkaði á síðasta ári nam samtals 4.967 milljarða kr og hefur þá meira en fimmfaldast frá síðustu aldamótum.

Markaðurinn opnar í plús

Kauphöllin opnaði í plús í morgun og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,26% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 5.736 stigum.

Stofnandi Starbucks tekur við stjórninni

Howard Schultz stofnandi kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur ákveðið að setjast aftur við stjórnvölinn í fyrirtækinu sem aðalforstjóri. Sá sem gengdi starfinu áður var rekinn eftir mjög slæmt ár í fyrra.

Hannes gerir starfslokasamning við FL Group

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group hefur skrifað undir starfslokasamning við FL Group. Þetta staðfesti Halldór Kristmannsson, upplýsingafulltrúi Fl Group í samtali við Vísi. Hann vildi ekki segja frá innihaldi samningsins að svo stöddu en sagði að frá honum yrði greint þegar ársuppgjör fyrirtæksins verður kynnt þann 12. febrúar næstkomandi.

Rauður dagur hjá Bakkabræðrum

Rauði liturinn var nær allsráðandi í Kauphöllinni í dag en 21 félag lækkaði á meðan aðeins tvö hækkuðu. Mesta lækkun varð á bréfum í Bakkavör Group og Exista en stofnendur Bakkavarar, bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, eiga meirihlutann í Exista.

Nýr forstjóri ráðinn hjá Astraeus

Stjórn Astraeus Limited, sem er alfarið í eigu Northern Travel Holding hf, hefur ráðið nýjan forstjóra fyrir Astraeus Limited, sem þegar hefur hafið störf; eftir að fyrrverandi forstjóri sagði starfi sínu lausu í lok desember sl, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Nýr forstjóri heitir Mario Fulgoni og hefur starfað sem framkvæmdastjóri yfir flugrekstarsviði Astraeus frá júlí 2007.

Exista fellur um rúm fimm prósent

Gengi bréfa í Existu og SPRON hélt áfram að falla eftir upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mesta fallið er hjá Existu, sem hefur farið niður um rúm fimm prósent. Gengi bréfa í félaginu hefur því fallið um 16,5 prósent frá áramótum og um 59 prósent frá hæsta gildi í júlí.

Vísbendingar um tvöföldun á olíuverði á árinu

Í olíuviðskiptum þessa dagana eru vísbendingar um að olíuverð muni tvöfaldast á árinu. Þetta skrifar vefsíðan Bloomberg í dag og nefnir sem rökstuðing að fyrirframkaup á olíu en viðskipti með olíutunnuna í 200 dollurum í lok ársins hafa tífaldast á undanförnum tveimur mánuðum.

Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan.

Hreyfing í málum Northern Rock

Fjárfestingabankinn Goldman Sachs er nálægt því að ljúka við 15 milljarða punda fjármögnunarpakka fyrir áhugasaman yftirtökuaðila í Northern Rock.

Óttast hugsanlega efnahagskreppu

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi.

Gengi Existu fellur um 12 prósent á tveimur dögum

Hlutabréf í flestum félögum í Kauphöllinni héldu áfram að lækka í dag, annan viðskiptadaginn á árinu, og stendur Úrvalsvísitalan nú í 5943 stigum. Hefur hún ekki verið lægri í um eitt og hálft ár. Samtals hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæp sex prósent það sem af er ári.

Vill læknadeild í HR

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, vill opna læknadeild við Háskólann í Reykjavík. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Róbert lét einn milljarð króna renna í sjóð til Háskólans í Reykjavík á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir