Viðskipti innlent

Varaþingmanni stefnt af Saga Capital

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir

Fjárfestingarbankinn Saga Capital hefur stefnt varaþingmanninum og hæstaréttarlögmanninum Dögg Pálsdóttur.

Saga Capital stefnir Dögg, syni hennar Páli Ágústi Ólafssyni og fyrirtæki þeirra Insolidum ehf.

Hvorki Dögg né Saga Capital vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Heimildir Vísis herma að málið tengist kaupum á hlutabréfum í Spron sem Saga Capital sá um að fjármagna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×