Viðskipti innlent

Markaðurinn opnar í plús

Kauphöllin opnaði í plús í morgun og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,26% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 5.736 stigum.

Bakkavör rétti loks úr kútnum og hækkaði um 1,3%, Kaupþing hækkaði um 0,8% og SPRON um 0,6%. Aðeins þrjú félög lækkuðu lítilega þar af Marel um 0,5% og Glitnir um 0,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×