Lúxusvarningur tók kipp Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. janúar 2008 02:00 Bollinger kampavín Víða má finna merki um neyslugleði landans þegar horft er yfir þróun mála á nýliðnu ári. Þannig jókst til dæmis sala á dýrum og stórum jeppum á meðan sala á fólksbílum almennt dróst saman. Sala á freyðivínum fór fram úr almennri söluaukningu víns hér á landi og eina kampavínstegundin á lista yfir tíu söluhæstu freyðivínin færðist upp um sæti milli ára. Auk heldur segir Haukur Víðisson, framkvæmdastjóri Fiskisögu og Gallerýs kjöts, en það er sú verslun sem hér hefur hvað lengsta sögu í sölu á „fínni“ matvöru, að úrvalið í þeim geira hafi líklegast aldrei verið meira en í fyrra. Vísar hann þar meðal annars til svokallaðs Kobe-kjöts, en það er sérinnflutt japanskt nautakjöt af séröldum gripum. Slíkar nautalundir kosta 16 þúsund krónur kílóið. „Það hefði nú þótt með ólíkindum fyrir örfáum árum að fólk keypti nautakjöt á þessu verði, en Kobe-kjötið var mjög vinsælt og menn keyptu það töluvert, bæði fyrir gamlárskvöld og í kringum jólin,“ segir Haukur. Að auki segir hann að mikið sé farið að flytja inn af hvers kyns kjötmeti öðru, hvort heldur það er gæsalifur (fois gras), villiendur, kornhænur og fasanar eða villisvín, sem hér fengust. „Það hefur verið hæg en merkjanleg þróun í að auka hér fjölbreytni í þessum geira síðustu ár og þar hefur Gallerý kjöt vissulega spilað stórt hlutverk,“ segir hann, en keðjan er með fimm verslanir með sérinnfluttum varningi. „Og fólk þekkir þetta orðið mikið betur en áður.“ Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), segir að verið sé að fara yfir sölutölur síðasta árs og búa til útgáfu. Þar komi hins vegar fram að sala á freyðivíni hafi aukist um 6,34 prósent milli ára, sem sé aðeins yfir meðalaukningu í áfengissölu milli 2006 og 2007, sem var um sex prósent. „Það seldust 123 þúsund lítrar af freyðivíni en árið áður 116 þúsund lítrar,“ segir hún, en enn á eftir að sundurliða þessa aukningu frekar milli tegunda. Sigrún segir hins vegar ljóst að í desember aukist alltaf sala í dýrari vínum. „En ég held við sjáum samt enga sprengingu á milli ára í að menn kaupi til dæmis miklu dýrara konjak en áður. Þessi sala eykst hins vegar alltaf í desember, hvort sem það eru rauðvín, freyðivín eða annað, enda er þetta mikið notað í gjafir og svo náttúrlega til hátíðabrigða.“ Í tölum yfir söluhæstu freyðivín ársins kemur hins vegar fram að í einu kampavínstegundinni sem þar kemst á blað hefur salan aukist um nær 30 prósent milli ára. Freyðivínin eru ýmist rétt undir eða yfir þúsund krónum og sker kampavínið því sig nokkuð úr í sjöunda sæti á listanum, en það kostar 3.290 krónur flaskan. Í tölum um bílasölu hefur komið fram að þótt fólksbílasala hafi dregist saman um tæp sjö prósent á síðasta ári hafi orðið söluaukning í öðrum flokkum. Þannig seldust til dæmis 126 prósentum fleiri Land Rover jeppar (þar eru taldir með Range Rover jeppar) árið 2007 en gerðu árið 2006. Bílgreinasambandið segir að í fyrra hafi selst 348 slíkir bílar, sem eru 2,2 prósent af heildarsölu ársins. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að þar á bæ hafi menn skoðað tölur síðasta árs þar sem sjá megi ákveðna aukningu í sölu svokallaðra lúxusbíla. Runólfur segir aukningu í nýjum bílum líka tilkomna vegna innflutnings einstaklinga frá Bandaríkjunum þar sem verð hafi þótt skaplegt. Í þeim flokki er Land Rover jú með sína 2,2 prósenta hlutdeild, sem þykir nokkuð hátt. Til samanburðar er hlutdeild Volvo 2 prósent, Mercedes Benz með 1,9 prósent, BMW og Audi með 1,6 prósenta hlutdeild hvor tegund, Lexus með 1 prósents hlutdeild og Porche með 0,4 prósent í heildarinnflutningi nýrra bíla. Af innfluttum notuðum fólksbílum segir Runólfur hlutdeild Audis hins vegar vera 5,2 prósent og BMW 8,3 prósent. „Þar eru líka áberandi þessir bandarísku bílar. Lexusinn ekki stór með 0,5, Lincoln sem er svona í betri flokki er með 0,9 prósent, en Land Rover er til dæmis með 6,4 prósenta hlutdeild í innfluttum notuðum bílum.“ Runólfur hefur eftir bílaumboðum að ákveðin aukning hafi á síðasta ári átt sér stað í innflutningi notaðra bíla. „En spurning er hvort núverandi ástand hefur í för með sér breytingar í hina áttina,“ segir Runólfur og vísar bæði til mettunar og samdráttar í efnahagslífinu og svo hás orkuverðs. „Því fylgir að fólk fer aðeins að velta eldsneytinu meira fyrir sér.“ Þannig gæti eldsneytisverð dregið heldur úr sparnaðinum við að flytja inn frá Ameríku. „Alla vega ef þetta eru einhverjar sleggjur undir húddinu,“ segir Runólfur og bendir á að vestra reyni menn nú frekar að losa sig við stóra bíla með stórar vélar og verðið á þeim því lægra í takt við lögmál um framboð og eftirspurn. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Víða má finna merki um neyslugleði landans þegar horft er yfir þróun mála á nýliðnu ári. Þannig jókst til dæmis sala á dýrum og stórum jeppum á meðan sala á fólksbílum almennt dróst saman. Sala á freyðivínum fór fram úr almennri söluaukningu víns hér á landi og eina kampavínstegundin á lista yfir tíu söluhæstu freyðivínin færðist upp um sæti milli ára. Auk heldur segir Haukur Víðisson, framkvæmdastjóri Fiskisögu og Gallerýs kjöts, en það er sú verslun sem hér hefur hvað lengsta sögu í sölu á „fínni“ matvöru, að úrvalið í þeim geira hafi líklegast aldrei verið meira en í fyrra. Vísar hann þar meðal annars til svokallaðs Kobe-kjöts, en það er sérinnflutt japanskt nautakjöt af séröldum gripum. Slíkar nautalundir kosta 16 þúsund krónur kílóið. „Það hefði nú þótt með ólíkindum fyrir örfáum árum að fólk keypti nautakjöt á þessu verði, en Kobe-kjötið var mjög vinsælt og menn keyptu það töluvert, bæði fyrir gamlárskvöld og í kringum jólin,“ segir Haukur. Að auki segir hann að mikið sé farið að flytja inn af hvers kyns kjötmeti öðru, hvort heldur það er gæsalifur (fois gras), villiendur, kornhænur og fasanar eða villisvín, sem hér fengust. „Það hefur verið hæg en merkjanleg þróun í að auka hér fjölbreytni í þessum geira síðustu ár og þar hefur Gallerý kjöt vissulega spilað stórt hlutverk,“ segir hann, en keðjan er með fimm verslanir með sérinnfluttum varningi. „Og fólk þekkir þetta orðið mikið betur en áður.“ Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), segir að verið sé að fara yfir sölutölur síðasta árs og búa til útgáfu. Þar komi hins vegar fram að sala á freyðivíni hafi aukist um 6,34 prósent milli ára, sem sé aðeins yfir meðalaukningu í áfengissölu milli 2006 og 2007, sem var um sex prósent. „Það seldust 123 þúsund lítrar af freyðivíni en árið áður 116 þúsund lítrar,“ segir hún, en enn á eftir að sundurliða þessa aukningu frekar milli tegunda. Sigrún segir hins vegar ljóst að í desember aukist alltaf sala í dýrari vínum. „En ég held við sjáum samt enga sprengingu á milli ára í að menn kaupi til dæmis miklu dýrara konjak en áður. Þessi sala eykst hins vegar alltaf í desember, hvort sem það eru rauðvín, freyðivín eða annað, enda er þetta mikið notað í gjafir og svo náttúrlega til hátíðabrigða.“ Í tölum yfir söluhæstu freyðivín ársins kemur hins vegar fram að í einu kampavínstegundinni sem þar kemst á blað hefur salan aukist um nær 30 prósent milli ára. Freyðivínin eru ýmist rétt undir eða yfir þúsund krónum og sker kampavínið því sig nokkuð úr í sjöunda sæti á listanum, en það kostar 3.290 krónur flaskan. Í tölum um bílasölu hefur komið fram að þótt fólksbílasala hafi dregist saman um tæp sjö prósent á síðasta ári hafi orðið söluaukning í öðrum flokkum. Þannig seldust til dæmis 126 prósentum fleiri Land Rover jeppar (þar eru taldir með Range Rover jeppar) árið 2007 en gerðu árið 2006. Bílgreinasambandið segir að í fyrra hafi selst 348 slíkir bílar, sem eru 2,2 prósent af heildarsölu ársins. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að þar á bæ hafi menn skoðað tölur síðasta árs þar sem sjá megi ákveðna aukningu í sölu svokallaðra lúxusbíla. Runólfur segir aukningu í nýjum bílum líka tilkomna vegna innflutnings einstaklinga frá Bandaríkjunum þar sem verð hafi þótt skaplegt. Í þeim flokki er Land Rover jú með sína 2,2 prósenta hlutdeild, sem þykir nokkuð hátt. Til samanburðar er hlutdeild Volvo 2 prósent, Mercedes Benz með 1,9 prósent, BMW og Audi með 1,6 prósenta hlutdeild hvor tegund, Lexus með 1 prósents hlutdeild og Porche með 0,4 prósent í heildarinnflutningi nýrra bíla. Af innfluttum notuðum fólksbílum segir Runólfur hlutdeild Audis hins vegar vera 5,2 prósent og BMW 8,3 prósent. „Þar eru líka áberandi þessir bandarísku bílar. Lexusinn ekki stór með 0,5, Lincoln sem er svona í betri flokki er með 0,9 prósent, en Land Rover er til dæmis með 6,4 prósenta hlutdeild í innfluttum notuðum bílum.“ Runólfur hefur eftir bílaumboðum að ákveðin aukning hafi á síðasta ári átt sér stað í innflutningi notaðra bíla. „En spurning er hvort núverandi ástand hefur í för með sér breytingar í hina áttina,“ segir Runólfur og vísar bæði til mettunar og samdráttar í efnahagslífinu og svo hás orkuverðs. „Því fylgir að fólk fer aðeins að velta eldsneytinu meira fyrir sér.“ Þannig gæti eldsneytisverð dregið heldur úr sparnaðinum við að flytja inn frá Ameríku. „Alla vega ef þetta eru einhverjar sleggjur undir húddinu,“ segir Runólfur og bendir á að vestra reyni menn nú frekar að losa sig við stóra bíla með stórar vélar og verðið á þeim því lægra í takt við lögmál um framboð og eftirspurn.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira