Viðskipti innlent

Stjórnsýslukæra vegna skilyrts leyfis fyrir evruupptöku

Kaupþing hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Ríkisskattstjóra vegna skilyrts leyfis fyrir evruupptöku. Seðlabankinn lagðist gegn leyfinu til Kaupþings.

Í október síðast liðnum tilkynnti Kaupþing um þau áform sín að nota evrur í stað króna sem starfrækslumynt bankans. Umsókn þar að lútandi var send ríkisskattstjóra sem lögum samkvæmt fór fram á umsögn Seðlabankans um umsóknina.

Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu þá lagðist seðlabankinn gegn því að Kaupþing fengi að taka upp evrur. Þrátt fyrir það samþykkti Ríkisskattstjóri umsókn Kaupþings með þeim skilyrðum þó að ekkert verði af evru upptökunni fyrr en á næsta ári.

Kaupþing vill hins vegar taka upp evruna strax og hefur því sent inn stjórnsýslukæru á hendur Rikisskattstjóra til fjármálaráðuneytisins. Þar fengust þær upplýsingar að málið sé til umfjöllunar og að það verði afgreitt eins fljótt og auðið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×