Viðskipti innlent

Nasdaq féll um 2,36%

Símafyrirtækið AT&T spáir minni neyslu.
Símafyrirtækið AT&T spáir minni neyslu.

Hlutabréf á Wall Street lækkuðu í verði í dag. Lækkunin er helst rakin til þess að símafyrirtækið AT&T spáir minni einkaneyslu en einng vegna frétta af fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi þeirra féll um rúm sautján prósent eftir orðróm um að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,85%, Standard & Poor lækkaði um 1,84% og Nasdaq féll um 2,36%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×