Viðskipti innlent

Veltan á gjaldeyrismarkaðinum aldrei meiri

Velta með gjaldeyri hefur aukist mikið undanfarin ár samfara alþjóðavæðingu íslenskra fjármálamarkaða. Heildarvelta með gjaldeyri á millibankamarkaði á síðasta ári nam samtals 4.967 milljarða kr og hefur þá meira en fimmfaldast frá síðustu aldamótum.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að veltan fyrir síðasta ár er 13% meiri en fyrir árið 2006 þegar heildarvelta nam 4.393 milljörðum kr. Ljóst er að samhliða því sem þátttakendum á íslenska gjaldeyrismarkaðinum fjölgar og tengslin við alþjóðlega gjaldeyrismarkaði aukast munu umsvif og dýpt gjaldeyrismarkaðarins vaxa líkt og endurspeglast í sífellt aukinni veltu á milli ára.

Hafa verður í huga að heildaraukning veltu á gjaldeyrismarkaði er þó líklega mun meiri en þessar tölur segja til um þar sem velta utan millibankamarkaðar hefur aukist undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×