Viðskipti erlent

Mærskeigendur hafa tapað yfir 1.000 milljörðum króna

Hlutabréf í danska skipafélaginu Mærsk eru í frjálsu falli þessa dagana og á síðustu þremur mánuðum hafa hlutabréfin fallið í verði um vel yfir 1.000 milljarða króna eða 105 milljarða dkr.

Sökum hinnar erfiðu stöðu hafa stjórnendur Mærsk tilkynnt neyðarálætlun til að bregðast við ástandinu. Felur áætlunin m.a. í sér að á milli tvö og þrjú þúsund manns verður sagt upp störfum hjá félaginu.

Mærsk er stærsta fyrirtæki Danmerkur og ástæðan fyrir slæmu gengi þess er einkum hækkandi olíuverð og hin almenna niðursveifla á fjármálamörkuðum heimsins.

Gengi hlutabréfa í Mærsk er nú orðið svo lágt að greinendur í Danmörku telja góð kauptækifæri í þeim fyrir fjárfesta sem horfa langt fram í tímann.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×