Viðskipti erlent

House of Fraser kom vel út úr jólaversluninni

MYND/365

Svo virðist vera sem að House of Fraser (HoF) hafi verið einn af sigurvegurunum í nýyfirstaðinni jólaverslun í Bretlandi sem reyndist mörgum smásölum erfið.

Fjallað er um málið í Hálffimm fréttum greiningar Kaupþings. Þasr segir að vöruhúsakeðjan greindi frá því að vörusala á fimm vikna tímabili sem lauk 3. janúar hefði aukist um 2,4% að öllu óbreyttu á milli ára og ljóst væri að framlegð og lausafjárstaða yrði meiri en reiknað var með.

Góð jólasala gaf HoF færi á að fækka útsöludögum en birgðastaða félagsins var fimmtungi lægri en á sama tíma árið 2006. Önnur vöruhúsakeðja, John Lewis, greindi sömuleiðis frá góðri jólaverslun þar sem salan jókst um 18% á milli ára.

Fram kemur í Financial Times að HoF hafi farið í miklar endurbætur á verslunum sínum eftir að fjárfestahópur undir forystu Baugs tók það yfir síðla árs 2006. Þrátt fyrir þær fjárfestingar hafa skuldir félagsins lækkað mikið eftir yfirtökuna og voru vaxtaberandi skuldir um 110 milljónum punda lægri í árslok en áætlanir hljóðuðu upp á






Fleiri fréttir

Sjá meira


×