Fleiri fréttir

Kögun kaupir hugbúnaðarfyrirtæki í Bandaríkjunum

Kögun hf. hefur skrifað undir samning um kaup á bandarísku hugbúnaðarfyrirtæki. Ekki hefur verið greint frá nafni fyrirtækisins. Það verður ekki gert fyrr en áreiðanleikakönnun hefur verið framkvæmd af hálfu endurskoðenda og lögfræðinga Kögunar.

Hækkanir í Evrópu og BNA

Evrópskar kauphallir náðu í gær hæstu gildum í meira en í þrjú og hálft ár en einnig hækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum. Olíuverð hefur haldist undir 60 dölum á fatið sem sem hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði en einnig voru birtar tölur um 4,7 prósenta framleiðniaukningu í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi sem er mesta hækkun í tvö ár.

Nóbelsverðlauna- hafinn Dr. Linda Buck sest í stjórn DeCODE

Dr. Linda Buck hefur tekið sæti í stjórn Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2004 fyrir rannsóknir sínar á lyktarskyni mannsins. Hún vinnur við Fred Hutchinson Krabbameinsmiðstöðina í Seattle og er einn af vísindamönnum Howard Hughes læknisfræðistofnunarinnar. Hún gegnir einnig stöðu prófessors í lífeðlisfræði við University of Washington.

Horfur í heimsbúskapnum góðar samkvæmt OECD

Horfur í heimsbúskapnum eru almennt góðar samkvæmt skýrslu OECD um alþjóðlega þróun efnahagsmála sem fjallað er um á vef fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun olíuverðs á þessu ári hefur hagvöxtur í heiminum haldist stöðugur og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á næsta ári.

Fær 59 milljónir í stað kaupréttar

Halldór J. Kristjánsson, banka­stjóri Landsbankans, hefur fall­ið frá rétti sínum til að kaupa 2,9 milljónir hluta í bankanum á genginu 3,58. Landsbankinn greiðir Halldóri laun sem nemur mismuninum á núverandi markaðsgengi, sem stendur í 24 krónum á hlut, og kaupréttargenginu.

Hlutlaus ákvörðun

"Ákvarðanir Seðlabankans í dag eru nokkuð hlutlausar og ættu ekki að hafa afgerandi áhrif á þróunina á gjaldeyrismarkaði. Miklu skiptir þó hvort útgáfur á skuldabréfum í íslenskum krónum taka við sér í desember. Ef svo fer ekki má gera ráð fyrir að krónan sígi áfram," sagði í fréttum greiningardeildar Landsbankans í gær eftir að tilkynnt var um hækkun stýrivaxta Seðlabankans.

Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu

"Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra.

Orðaður við Alfred Berg

KB banki er orðaður við norska fjármálafyrirtækið Alfred Berg að sögn Dagens Industri. Einnig munu Sampo, Invik og fjárfestingarsjóður frá London hafa sýnt Alfred Berg áhuga.

Hver hagnast yfir 30 milljónir króna

Átta lykilstjórnendur í KB banka gengu í fyrradag frá kaupum á hlutabréfum í bankanum fyrir 232 milljónir króna. Um framvirka samninga var að ræða, sem voru gerðir til þriggja mánaða, um kaup á 400 þúsund hlutum á genginu 580 krónur á hlut.

Ósammála um hvernig verðbólgan muni þróast

Óvissa um gengisþróun krónunnar gerir Íslandsbanka og KB banka erfitt fyrir að spá um verðbólgu næstu tvö árin. Greiningardeild KB banka telur að verðbólgan muni skjótast hratt upp, líkt og gerðist árið 2001, ef gengi krónunnar veikist. Þar sem áhrifa gengisveikingarinnar muni ekki gæta fyrr en undir lok næsta árs muni verðbólgan ekki hækka að marki á næsta ári. Hún muni hins vegar verða hærri árið 2007.

Standa við verðmatið á Jarðborunum

Þórður Pálsson, forstöðumaður Greiningardeildar KB banka, vísar á bug gagnrýni Magnúsar Jónssonar, forstjóra Atorku Group, um að vinnubrögð bankans vegna greiningar á Jarðborunum hafi verið ófagleg. Hann segir eðlilegt að verð yfirtökutilboðs sé rætt og ekki sjálfgefið þótt einn vilji kaupa að annar vilji selja.

SPH býður vildarþjónusta fyrir fyrirtæki

Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) býður fyrirtækjum upp á vildarþjónustu sem sniðin er að þörfum fyrirtækja. Vildarþjónusta hefur verið í boði fyrir einstaklinga og fengið afar góðar viðtökur. Markaðsstjóri SPH segir þetta þjónustu sem hafi vantað á fyrirtækjamarkaði.

Tvö ný samheitalyf hjá Actavis

Dótturfélag Actavis Group í Bandaríkjunum, Amide Pharmaceutical Inc., hefur fengið markaðsleyfi fyrir tvö ný samheitalyf í landinu. Bandaríska Matvæla- og lyfjastofnunin hefur samþykkt að félagið fái að markaðssetja tvö lyf, annars vegar er um að ræða verkjastillandi lyf og lyf sem er notað til meðhöndlunar á krampa.

Stjórnendur rukkaðir

Á árunum 2002 til 2004 hafa rúmlega 300 stjórnendur fyrirtækja verið teknir til rannsóknar hjá skattyfirvöldum vegna vanframtaldra tekna. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanni Samfylkingarinnar. Rannsókn skattyfirvalda hefur leitt til þess að skattgreiðslur þessara einstaklinga hafa verið hækkaðar um 450 milljónir króna.

Baugur kaupir hlut í dönsku fasteignafélagi

Forstjóri fasteignafélagsins Keops sem Baugur á stóran hlut í kaupir ásamt Baugi ríflega fimmtungs hlut í fasteignafélaginu Nordicom. Félagið er metið á rífleag tuttugu milljarða. Baugur er ásamt forstjóra Keops, Ole Vagner, kaupandi að 22 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Nordicom sem skráð er í dönsku kauphöllinni.

Coast fær verðlaun

Á árlegri verðlaunahátíð breska tímaritsins Drapers í síðustu viku var Mosaic Fashions veitt verðlaun fyrir Coast-vörumerkið. Verðlaunin eru annars veitt Coast fyrir öran vöxt en sala vörumerkisins hefur þrefaldast á síðastliðnum fjórum árum. Hins vegar fyrir að hafa á stuttum tíma skapað Coast þá stöðu að vera fyrsti valkostur fyrir konur í leit að tækifærisklæðnaði.

Hampiðjan hagnast um kvartmilljarð

Hagnaður Hampiðjunnar fyrstu níu mánuði ársins var um 250 milljónir króna eða um 3.361 milljón evra. Á þriðja ársfjórðungi hagnaðist félagið um 87 milljónir króna. Hagnaður félagsins jókst um ellefu prósent á milli ára en um 28 prósent fyrir skatta.

Sækist eftir fleiri börum

Robert Tchenguiz hefur gert tilboð í bresku barkeðjuna Spirit Group. Talið er að KB banki standi við bakið á honum. Tchenguiz hefur boðið um 2,8 milljarða punda, sem samsvarar rúmum 300 milljörðum íslenskra króna, í félagið. Fleiri eru um hituna og má reikna með niðurstöðu í dag eða næstu daga.

Jarðboranir eru meira virði

Greiningardeild KB banka hvetur hluthafa í Jarðborunum til að ganga ekki að líklegu yfirtökutilboði Atorku Group sem hefur eignast meira en helming hlutafjár í Jarðborunum. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýju verðmati á Jarðborunum að markaðsvirði þess ætti að vera 2,3 milljörðum meira en það er í raun og veru.

Bakkavör segir upp hundrað

Bakkavör Group hefur ákveðið að segja upp um hundrað starfsmönnum á skrifstofu félagsins í Bretlandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær kemur fram að uppsagnirnar séu hluti af þeim aðgerðum félagsins að samþætta og hagræða í rekstri í kjölfar yfirtöku Bakkavarar á Geest Ltd.

Tesco vex hægar

Vöxtur verslunarkeðjunnar Tesco hefur ekki verið minni í tvö ár en aðstæður á breskum smásölumarkaður eru erfiðar um þessar mundir. Með miklum vexti á erlendum mörkuðum jókst þó velta félagsins um tæp fjórtán prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.

Tímabundið skot

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga á þessu ári verði 3,8 prósent. Verðbólgan muni hjaðna nokkuð á allra næstu mánuðum en hækka svo hressilega þegar líður á næsta ári, 2006.

Traustið skiptir okkur miklu máli

Seðlabankastjóri segir mikilvægt að varðveita traustið alveg eins og gullið í bönkunum. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að þegar nýr banki ryður sér til rúms á nýjum mörkuðum þá snerti hann samkeppnisaðila.

Skýrsla skrifuð í lest veldur látum

Hroðvirknislega unnin skýrsla Royal Bank of Scotland olli talsverðu fjaðrafoki sem varð að nokkrum hænum. Íslenskir bankar eru vel metnir af fagaðilum en hafa lítillega fengið að kenna á því að þegar neikvæður og rangur orðrómur fer á stjá, þá þarf að kveða hann niður með sannfærandi hætti.

Ráðstefna um viðskiptalífið

The Economist og Viðskiptaráð Íslands standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu 15. maí á næsta ári. Viðskiptaráðið átti frumkvæði að þessari ráðstefnu en Kynning og Markaður er ráðgjafi The Economist.

Sterk króna setur mark sitt á afkomuna hjá HB Granda

HB Grandi hagnaðist um 585 milljónir á þriðja ársfjórðungi en samanlagður hagnaður ársins nam um 934 milljónum króna. Þetta er mikil aukning á milli ára því hagnaður félagsins var aðeins 78 milljónir á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Uppgjörið var í samræmi við væntingar mark­aðarins.

Mikill halli á vöruskiptum

Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 15,9 milljarða króna og inn fyrir 21,5 milljarða króna. Vöruskiptin í október voru því óhagstæð um 5,6 milljarða króna samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.

Kauphöllin hafnar samruna

Kauphöll Íslands ætlar ekki að hefja samrunaviðræður við norrænu OMX kauphallirnar. OMX leitaði hófanna eftir samruna Kauphallarinnar við samstæðuna með sama hætti og þegar danska kauphöllin gekk inn í samstarfið.

Bankarnir fara með gát

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að allar upplýsingar sem hafi borist frá KB banka sýni að hann fari með gát. Það eigi bæði við um kröfur um eigið fé og lausafjárstöðu. Bankinn geti fjármagnað sig sjálfur í nægilega langan tíma til þess að þurfa ekki að lúta því að taka kjörum á lánsfjármarkaði sem honum hugnist ekki.

Kaffi kemur í stað öls

Kaffi til að taka með, kebab-skyndibiti, sturtugel og duft í megrunardrykki eru meðal nýrra neysluvara í vörukörfu ­bresku­­­ hagstofunnar. Í vörukörfunni eru 650 vöru- og þjónustutegundir og endurspeglar hún neyslumunstur almennings.

Aðgengi bankans gott

"Sú umræða sem hefur verið um KB banka hefur vissulega áhrif á Íslandsbanka. Ég vil þó leggja áherslu á að það er ekki neikvæð umræða um Íslandsbanka, þvert á móti hefur sérstaklega verið tekið fram í umræðunni að Íslandsbanki hafi sérstöðu meðal íslenskra banka hvað varðar áhættutöku, hún sé minni en annarra íslenskra banka," segir Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka.

Kaupin á Norse frágengin

Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutabréfum í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA eins og greint var frá í Markaðinum á miðvikudag.

Of lágt verð fyrir Jarðboranir

Greiningardeild KB banka telur að tilboð til hluthafa Jarðborana, sem Atorka Group hyggst leggja fram á næstunni, sé of lágt. Þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Lýsir áhyggjum fjárfesta af fjármögnun KB banka

Royal Bank of Scotland segir erlenda fjárfesta hafa áhyggjur af nokkrum þáttum sem auka rekstraráhættu KB banka. Bankinn sé meðal annars mjög svo háður lánsfjármörkuðum við fjármögnun starfseminnar.

Krefst betri kynningar á viðskiptamódeli bankans

Forstjóri KB banka segir umræðuna óþægilega og bankann þurfa að kynna stefnu sína betur fyrir fjárfestum. "Það er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því hvað kveikir þessa umræðu," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka.

Óheppileg umræða

"Það er mjög óheppilegt að þetta skuli hafa gerst, en sem betur fer er Royal Bank of Scotland búinn að leiðrétta þetta," segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann segir að í nýrri skýrslu bankans hafi flest verið dregið til baka, enda um að ræða orð­róm og sögusagnir sem hafi komið á óvart að rötuðu inn í svona skýrslu.

Baugur Group kaupir Mappin & Webb

Fjárfestar undir forystu Baugs Group hafa keypt MW Group Limited fyrir um 2,2 milljarða króna. Markmiðið með kaupunum er að sameina fyrirtækið verslunum Goldsmiths. MW Group er í fremstu röð breskra smásölufyrirtækja á sviði vandaðra skartgripa og úra og var stofnað fyrir rúmlega 230 árum síðan. Keðjan rekur 32 verslanir í Bretlandi undi nöfnum Mappin & Webb og Watches of Switzerland.

Avion Group í öðru sæti

Avion Group fékk afhenda viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu árið 2005 í Barcelona á laugardaginn. Meðal þeirra sem voru viðstaddir voru þeir Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Joseph Borrell, forseti Evrópuþingsins.

Hagnaðist um 6,5 milljarða

Mikill hagnaður af fjárfestingarstarfsemi einkennir níu mánaða uppgjör FL Group. Félagið hagnaðist um 6,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sem liðið er af núverandi uppgjörstímbili hefur félagið hagnast um 4,3 milljarða af hlutabréfaeign sinni. Hagnaðurinn er óinnleystur.

Á þriðja milljarð eftir skatta

Viðskipti Hagnaður Bakkavarar fyrir skatta nam þremur milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, 2,3 milljörðum eftir skatta. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 971 milljón króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam tæpum þremur milljörðum króna.

Mesta hækkun í rúm fjögur ár

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,83 prósent í gær og fór langleiðina upp í fimm þúsund stiga múrinn og stóð í 4.986 stigum í lok dags sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Velta með hlutabréf nam 33 milljörðum króna, þar af yfir tuttugu milljarða með bréf KB banka.

Kaupir hlut í Morgunblaðinu

Rithöfundurinn og athafnamaðurinn Ólafur Jóhann Ólafsson bætist í hóp hluthafa Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Hann mun ásamt Straumi Burðarás, sem er undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, kaupa 34 prósenta hlut í Árvakri sem mun skiptast jafnt á milli þeirra, um sautján prósent á hvorn.

Vísitalan aldrei verið hærri

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sló enn eitt metið í gær. Vísitalan endaði í 4.753 stigum, en fyrra met vísitölunnar var 4.748 stig. Vísitalan er samsett úr gengi fimmtán stærstu og veltumestu hlutafélaganna í Kauphöllinni.

Sjá næstu 50 fréttir