Viðskipti innlent

Orðaður við Alfred Berg

KB banki er orðaður við norska fjármálafyrirtækið Alfred Berg að sögn Dagens Industri. Einnig munu Sampo, Invik og fjárfestingarsjóður frá London hafa sýnt Alfred Berg áhuga.

Forsvarsmenn fyrirtækisins segja það ekki til sölu en Dagens Industri hefur heimildir fyrir því að stjórnendurnir hafi beðið ráðgjafarfyrirtæki að finna kaupendur.

Talið er að Alfred Berg sé falt fyrir ellefu milljarða króna. Alfred Berg, sem er í eigu ABN Amro bankasamsteypunnar, hefur átt undir högg að sækja: starfsmenn hafa flúið í unnvörpum, meðal annars til Kaupthing Norge, og félagið sýndi neikvæða afkomu á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×