Viðskipti erlent

Hækkanir í Evrópu og BNA

Evrópskar kauphallir náðu í gær hæstu gildum í meira en í þrjú og hálft ár en einnig hækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum. Olíuverð hefur haldist undir 60 dölum á fatið sem sem hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði en einnig voru birtar tölur um 4,7 prósenta framleiðniaukningu í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi sem er mesta hækkun í tvö ár.

Hlutabréf í Ericsson hækkuðu um fjögur prósent vegna risasamnings við Hutchison's - þriðju kynslóðar fjarskiptafyrirtækisins. Bankar og smásalar hækkuðu á breska markaðnum eins og Next og Royal Bank of Scotland. Kuldakast í Bretlandi hefur örvað smásölu til muna og hækka kaupmenn því útsöluverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×