Viðskipti innlent

Hampiðjan hagnast um kvartmilljarð

Hagnaðaraukning. Hampiðjan skilaði um 250 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 230 milljónir á sama tíma í fyrra.
Hagnaðaraukning. Hampiðjan skilaði um 250 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 230 milljónir á sama tíma í fyrra.

Hagnaður Hampiðjunnar fyrstu níu mánuði ársins var um 250 milljónir króna eða um 3.361 milljón evra. Á þriðja ársfjórðungi hagnaðist félagið um 87 milljónir króna. Hagnaður félagsins jókst um ellefu prósent á milli ára en um 28 prósent fyrir skatta.

Velta félagsins var fimm prósentum meiri en á sama tíma í fyrra og nam um 2,8 milljörðum króna. Rekstur dótturfélagsins Swan Net Gundry á Írlandi, Skotlandi og austurströnd Bandaríkjanna gekk vel sem og rekstur Cosmos í Danmörku. Stjórendur félagsins segja að veiðarfærasala hérlendis hafi verið minni en vonir voru bundnar við vegna lélegra kolmunnaveiða undanfarna mánuði. Einnig hafi sterk króna gert rekstrarskilyrði veiðarfæragerðar og útgerðar erfiðari en ella. Eignarhlutur Hampiðjunnar í HB Granda, sem er um tíu prósent, vegur drjúgt í afkomunni en hlutdeildarhagnaður var um 80 milljónir króna. Starfsemi Hampiðjunnar fer nú fram í tíu löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×