Viðskipti innlent

Mikill halli á vöruskiptum

Mun meira hefur verið flutt inn af vörum í ár en í fyrra.
Mun meira hefur verið flutt inn af vörum í ár en í fyrra.

Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 15,9 milljarða króna og inn fyrir 21,5 milljarða króna. Vöruskiptin í október voru því óhagstæð um 5,6 milljarða króna samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.

Í október í fyrra voru þau óhagstæð um 3,8 milljarða á föstu gengi og er hallinn fimmtíu prósent meiri í ár. Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 156,8 milljarða króna en inn fyrir 234,1 milljarð króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nemur 77,3 milljörðum króna og er það 49 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Það er aukning upp á 150 prósent.

Hátt gengi krónu ýtir stöðugt undir ójafnvægi í utanríkisviðskiptum, sagði í fréttum greiningardeildar Íslandsbanka í gær. Gera starfsmenn deildarinnar ráð fyrir að viðskiptahallinn verði um þrettán prósent af landsframleiðslu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×